Vikan


Vikan - 28.05.1970, Qupperneq 4

Vikan - 28.05.1970, Qupperneq 4
í UMSJÖN ÓLAFS BRYNJÖLFSSONAR Maðurinn á myndinni hér a3 ofan, sem brosir við Jules Bimct bikarn- um í höndum Alf Ramsey, fram- kvæmdastjóra enska landsliðsins, cr „kollega" hans frá Brasilíu, Mario Zagalo. Hvor þeirra brosir meir að hcimsmeistarakeppninni lokinni, skul- urn við láta ósagt, cn citt cr víst að Zagalo þarf á allri sinni miklu reynslu og kunnáttu að halda til þess að geta hreppt bikarinn úr höndum hins hógværa Ramsey. Zagalo iék í landsliði Brasiliu árin 1958 og 1962, þegar þeir urðu heimsmcistarar, sem vinstri útherji í leikaðfcrðinni 4-2-4. 1962 meiddist Pele í fyrsta leik keppn- innar, og breyttu þá Brasilíumenn leikaðferði sinni í 4-3-3. Var Zagalo tekinn af kantinum og gerður að tengilið með frábærum árangri. Fjór- 'um árum síðar, eða 1966, lagði Alf Ramsey svipaða leikaðferð fyrir enska landsliðið, einnig mcð skínandi ár- angri. En gefum þeim nú orðið, fyrst Zagalo: „Englendingar hafa enga möguleika á að sigra nú. Liðið hefur staðnað í sömu leikaðferð og færði þeim bik- arinn 1966, en hún mun ekki duga þeim nú. Ég held að þeir komist ekki einu sinni áfram í riðlinum, því bæði Tékkar og Rúmenar geta unnið þá“. Alf Ramsey: „Enska landsliðið vcrð- ur að fara til Mexico og vinna sex Ieiki. Það skiptir engu máli hverjir andstæðingarnir eru“. Nú fyrir nokkru síðan voru öll liðin, sem unnu sér keppnis- rétt í lokakeppni heimsmeistara- keppninnar að þessu sinni kom- in til Mexico og hafa verið við æfingar þar í nokkurn tíma, til að venjast hinu þunna lofti, sem að margra áliti mun hafa mikil áhrif á keppendur að þessu sinni. Þátttökulöndunum sextán er skipt niður í fjóra riðla, fjögur lönd í hverjum riðli og komast tvö efstu liðin í hverjum þeirra áfram í næstu umferð. Leikirn- ir eru leiknir í fimm borgum, á jafnmörgum völlum. Fyrsti riðill er leikinn í höf- uðborg Mexico, Mexicoborg, sem er 2240 metra yfir sjávarmáli, á Aztec-leikvanginum, sem rúm- ar um 110.000 áhorfendur — alla í sæti. í þessum riðli eru lið Mexico, Rússlands, Belgíu og E1 Salvador. Reikna flestir með að Rússar vinni riðilinn, en Mexi- kanar verði númer tvö. Leikirnir í öðrum riðli fara fram á tveimur völlum, Estadio Cuahtemoc í Puebla, sem er 2162 metrum yfir sjávarmáli og Estadio Tuluca í Tuluca, en sú borg er 2680 metrum fyrir ofan sjávarmál. í þessum riðli mæt- ast Uruguaymenn, ítalir, Svíar og ísraelsmenn. Að flestra áliti er reiknað með að ftalir vinni þennan riðil og Uruguaymenn verði númer tvö. Hinsveear hafa menn nú upn á síðkastið hall- ast að þeirri skoðun að Svíar komi til með að blanda sér í baráttuna. f UvírSiq ríðlinum, eru Rúmen- ía, Tékkóslóvakía, England og 4 VIKAN 22. tbl.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.