Vikan - 28.05.1970, Qupperneq 5
A- Lugi Riva, stjarnan í liði ítala.
Leikmaður, sem allir vilja hafa með
sér, en enginn á móti.
Eftir úrslitalekinn 1966, sagði Alf |
Ramsey við Alan Ball: „Þú átt eftir
að keppa marga leiki fyrir England,
en þú munt aldrei spila hetur en í
þessum leik“. Þá var Ball of þreytt-
ur til að getað svarað þessu hrósi
Ramseys, en nú er hann ákveðinn í
að sanna að hann geti jafnvel enn
betur en þá.
Lið Brasilíu, aftari röð frá vinstri:
Carlo Alberto, markvörðurinn Felix,
Djalma Dias, Joel, Wilson Piazza,
Rildo. Fremri röð frá vinstri: Þjálf-
ari, Jairzinho, Gerson, Tostao, Pele,
Edu og annar þjálfari.
Brasilía. Þetta er langsterkasti
riðillinn og sá sem kemur til
með að vekja mesta athygli. Al-
mennt er búist við að Brasilíu-
menn sigri þennan riðil, en Eng-
lendingar verði númer tvö. Þó
er víst að bæði Tékkar og Rúm-
enar munu veita þeim harða
keppni. T.d. léku Rúmenar tvo
leiki við Englendinga á síðasta
ári og lauk þeim báðum með
jafntefli. Leikirnir í þessum
riðli verða leiknir í borginni
Guadalajara, sem er 1567 metr-
um yfir sjávarmáli, á Jalisco-
leikvanginum, sem rúmar um
71.000 áhorfendur í sæti.
Fjórði og síðasti riðillinn
verður leikinn í borginni Leon,
sem er 1885 metrum yfir sjávar-
Framhald á bls. 48.
Með látinni móður
Kæri draumráðandi!
Ég hef aldrei áður skrifað þér
en núna langar mig til að biðja
þig að hjálpa mér. Mig dreymdi
mjög skrítinn draum eina nótt-
ina.
Hann byrjaði á því að ég var
heima hjá mér. Svo hringir sím-
inn. Eg hleyp til hans og svara
og spyr hver þetta sé. En mér
bregður heldur betur, þegar
svarið kemur: „Þetta er mamma
þín.“ Hún svaraði mjög veiklu-
legum rómi. (Mamma mín dó
fyrir fimm og hálfu ári síðan og
var mjög veik áður en hún dó).
Ég varð svo hrædd að ég skellti
tólinu á, og stóð hjá símanum
steini lostin. En svo fer ég að
hugsa mig betur um og kemst að
þeirri niðurstöðu að þetta hafi
verið mjög heimskulegt af mér
og að mig langi svo mjög til að
sjá hana og tala Við hana.
Og allt í einu er hún hjá mér.
Ég varð þá fjarska glöð og ég
. tek eftir að hún er orðin svo
ungleg og svo falleg, og við byrj-
um að tala saman eins og við
værum jafnaldra vinkonur.
É'g spyr hana hvernig henni
líði og hún svarar að sér líði
vel. Þá spyr ég hana hvernig það
væri þarna sem hún væri (þ. e.
í himnaríki). Þá sagði hún mér
að þau væru fyrst sjö ár í ein-
hverjum reynslutíma eða ein-
hverju svoleiðis en síðan færu
þau til upþhæða. Ég skildi ekki
vel það sem hún sagði mér og ég
spurði ekki aftur.
Ég sagði henni þá frá því að
bróðir hennar væri dáinn (hann
dó rétt fyrir páska). „Já,“ sagði
hún. „Ég veit, hann mun hafa
komið í fyrradag."
Svo fórum við út að ganga og
ég man ekki vel hvað gerðist.
Þó man ég að við svifum ein-
hvern tíma. Og skrítnir hlutir
gerðust.
Allt í einu var ég svo komin
til ömmu minnar (þ. e. móður-
ömmu) og var að fara að drekka.
Þá sé ég við borðið frænda minn,
þann er dó rétt fyrir páska. Ég
sagði ömmu frá því. Hún varð
hissa en sagði svo að sumir sæju
meira en aðrir. Ég sagði henni
einnig að ég hefði verið með
mömmu, en ég man ekki hverju
hún svaraði þá.
Svo var draumurinn ekki
lengri, nema mig minnir að ég
hafi sagt við einhvern í gríni að
ég væri orðin skyggn.
Og nú, kæri draumráðandi,
langar mig að biðja þig að hjálpa
mér ef þetta er ekki eintómt
rugl.
Virðingarfyllst,
M. H.
Að sjá látna veru í draumi og
tala við hana getur táknað bæði
gott og illt, allt eftir því hvern
mann dreymir og hvað hann
segir. Algengast er, að framliðn-
ir séu að vara við yfirvofandi
hættu, en segja þá gjarnan eitt-
hvað, sem bendir til þess. En
það á ekki við í þessum sér-
kennilega draumi. Það er ekkert
neikvætt í draumi þínum og
bæði útlit móðurinnar og það
sem hún segir ætti að boða eitt-
hvað mjög gott. Líklega mun
einhver sýna þér mikla vinsemd
og hjálpsemi á næstunni og ýms-
ar áhyggjur og erfiðleikar, sem
þú hefur þurft að stríða við að
undanförnu, munu brátt verða
úr sögunni. Síðari hluti draums-
ins er öllu erfiðari viðfangs. —
Hann bendir einna helzt til þess,
að þú sért gædd skyggnigáfu og
verið sé að benda þér á það. Þú
ættir að athuga, hvort þú sért
ekki einmitt skyggn, þótt þú
hafir ekki fyrr veitt því eftir-
tekt.
KarlmaSur í síðum
samkvæmiskjól
Kæri þáttur!
Mig dreymdi fyrir stuttu, að
maðurinn minn ætlaði að fá sér
síðan samkvæmiskjól. Hann ætl-
aði að láta sauma hann á sig al-
veg sérstaklega. Hann ætlaði að
halda þessu leyndu fyrir mér, en
ég komst að því fyrir tilviljun.
Ég varð bálreið eins og gefur að
skilja og fannst hann ætlaði að
svíkja mig. Hann gat lítið sagt
sér til afsökunar, en minntist
eitthvað á, að hann hefði ekki
haft neitt illt í huga með þessu.
Ég tek það fram, að við erum
búin að vera gift í 12 ár og er-
um bæði mjög lítið út á við, eins
og kallað er. Fyrir hverju er
draumurinn?
Fyrirfram þökk fyrir birting-
una.
Móðir fjögurra barna.
Þessi einkennilegi draumur
mundi að okkar áliti vera fyrir
óvæntum heiffri, sem manninum
þínum verffur sýndur. Þaff
verffur enginn fjárhagslegur
ávinningur honum samfara, en
þetta mun gleffja ykkur bæði
mikiff og hafa í för með sér
nokkrar fínar veizlur.
22. tbi. VIKAN 5