Vikan


Vikan - 28.05.1970, Side 6

Vikan - 28.05.1970, Side 6
Fæst hjá næsta bóksala HILMIR HF. SKIPHOLTI 33 PÖSTHÖLF 533 SÍMI 35320 REYKJAVÍK BIBLÍAN - RIT HENNAR í MYNDUM OG TEXTA er falleg myndabók í alþjóðaútgáfu og tilvalin tæki- færisgjöf. Hér er um aS ræða nýstárlega túlkun á heilagri ritningu, sem fellur ungu fólki vel í geð. Myndirnar, sem danska listakonan Bierte Dietz hefur gert, eru litprentaðar í Hollandi, en textinn er prentaður hérlendis. Magnús Már Lárusson, háskóla- rektor, hefur annazt útgáfuna og ritar inngang og ágrip af sögu íslenzkra Biblíuþýðinga frá upphafi. Þetta er vönduð og glæsileg myndabók. BIBLÍAN RIT HENNAR í MYNDUM OG TEXTA MYNDABÓK í ALÞJÖÐAÚTGÁFU Draumar og peningaseðlar Kæri Póstur! Ég hef lengi ætlað að skrifa þér og læt nú verða af því. Ég byrja þá fyrst á því að þakka þér fyrir allt gamalt og gott, en þó sérstaklega fyrir framhalds- sögurnar ykkar. Þær eru frá- bærar. Þá kemur aðalerindið: Er ekki hægt að kaupa sér draumráðn- ingabók? Og hvað kostar hún? Og hvar fæst hún, ef hún er til? Og svo er annað, sem mig lang- ar til að vita: Hafa hxmdrað- krónuseðlarnir með ljósgræna bakinu verið teknir úr umferð? Verða þeir þá ekki mjög verð- mætir eftir nokkur ár? Ég er búinn að safna nokkrum og lang- ar þess vegna að vita þetta. Og er ekki sama að segja um tíu- krónuseðla og fimmkrónuseðla? Vonast eftir svari fljótt. Fáviti. Jú, draumráðningabækur eru margar á boðstólum í flestum bókabúðum. Ein þeirra kostar til dæmis 86 krónur. Allir þeir seðlar sem þú minnist á hafa nú verið teknir úr umferð og mynt komið í staðinn. Þeir verða því nokkuð dýrmætir, sérstak- lega eftir mörg ár. Þú skalt þess vegna safna slíkum seðlum nú — ef þú hefur ráð á því. Snýr sér undan Kæri Póstur! Ég hef oftast lesið ráðlegging- ar þínar, og þær hafa stundum verið mjög góðar. Þess vegna vona ég, að þú svarir mér. Ég er hrifin af strák í bekkn- um mínum, en ég veit ekki hvað ég á að gera til að láta hann sjá, að ég er hrifin af honum. Oft þegar ég horfi á hann, þá er eins og hann geti ekki horft beint á mig. Hann snýr sér alltaf und- an. Ég vona, að þú svarir mér sem fyrst. V. Á. Það spáir strax góðu, að hann skuli ekki geta horft beint í augu þér svona í viðurvist alls bekks- ins. En nú er farið að vora, þeg- ar þetta bréf birtist, og það er einmitt hentugasti tíminn til að koma svona löguðu í kring. Það er víst engin hætta á, að hann þori ekki að horfa beint í aug- un á þér, ef þér tekst að fá hann til að ganga með þér, til dæmis „suður Laufásveginn". Heklufarganið Kæri Póstur! Ég vil byrja á því að þakka Vikunni fyrir skemmtilega for- síðumynd af Heklugosinu. Mér þótti skemmtilegt að fá að sjá litmynd af eldunum svona fljótt, en annars verð ég að segja, að mér fannst þetta Heklugos blás- ið alltof mikið upp. Það var engu líkara en allt ætlaði af göflunum að ganga út af þessu gosi. Blöð- in og útvarpið og sjónvarpið gengu hreinlega berserksgang. Ég tek undir með manninum, sem vitnað var til í þættinum ykkar „í fullri alvöru“. Hann sagði eitthvað á þá leið, að það væri sök sér að asnast þarna austur, ef hægt væri að liðsinna bændunum eitthvað. En að þeys- ast þetta til þess eins að svala eigin forvitni, það fannst mann- inum af og frá, og það finnst mér líka. Ég hef þá ekki þessar línur öllu fleiri, en vil þakka Vikunni fyrir bæði fróðlegt og skemmti- lent efni, bæði fyrr og síðar. A. G. Flvttu bér Lúpus ... Virðulegi Póstur! Ég vil byrja þetta með því að þakka Vikunni fyrir margar skemmtilegar og fróðlegar grein- ar, sem hún hefur birt, til dæm- is nýja þáttinn um knattspyrn- una, framhaldssöguna Hennar keisaralega tign og greinaflokk Lúpusar um þingmennina. Ég er annars farinn að hafa áhyggjur af því hve sjaldan þessar grein- ar koma, nú fer senn að líða að nýjum alþingiskosningum og hvað þá ef Lúpus verður ekki búinn með þingið eins og það er núna? Það eru áreiðanlega margir sem kaupa blaðið aðal- lega vegna þessa þáttar og þeir yrðu fyrir sárum vonbrigðum ef þeir fengju ekki þingið sitt kom- plett í Vikunni eins og það er nú. f guðanna bænum, reynið þið að reka á eftir Lúpusi. Ykkar með vinsemd. Þ. M. Það segir sig sjálft að greinar eins og þær, sem Lúpus skrifar um þingmennina, eru ekki hrist- ar fram úr crminni, heldur krefjast mikillar vandvirkni og nákvæmni. Þess vegna er ekki erfitt að skilja að eitthvað líði á milli þess að þær birtast. En við erum sammála því að Lúpus þyrfti að klára þingiö eins og það er nú, fyrst hann á annað borð byrjaði á því þannig, og skulum reka á eftir honum eftir föngum. 6 VIKAN 22. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.