Vikan - 28.05.1970, Qupperneq 9
Geta valið úr 10000 nefum
0 vísur vikunnar
Frá útlöndum krían er komin í bæinn
kvik eins og forðum og tíguleg enn,
í klassiskri sönglist á sjómannadaginn
hún sigraði íslenzka Hrafnistumenn.
En fólkið það stritar og fram af sér gengur
svo framleiðslan aukizt og bankanna traust,
og þeir eru fáir sem fagna því lengur
þó fuglarnir syngi endurgjaldslaust.
í annríki nútímans athafnasviða
er ábyrgðaideysi að taka sér hvíld,
og hamingju okkar og menning skal miða
við mál eða tunnur af útflut.tri síld.
Flestar japanskar stúlkur eiga
sér þann draum æðstan að líkj-
ast evrópskum stúlkum. Og með
vaxandi velmegun landsins ræt-
ist þessi draumur hjá æ fleiri
stúlkum. Snyrtistofur, þar sem
andlitsaðgerðir eru framkvæmd-
ar, hafa sprottið upp eins og gor-
kúlur á haug í seinni tíð, og nú
er um algera fjöldaframleiðslu
á nýjum andlitum að ræða. A
kunnustu stofnuninni er til dæm-
is hægt að velja um hvorki meira
né minna en 10.000 gerðir af
nefum.
Japönskum stúlkum þykir lít-
ið koma til hins upprunalega út-
lits síns, flata nefsins og skásettu
augnanna. Og þær fá því breytt
á skömmum tíma og.án verulegs
sársauka. Verðið er aðeins um
8000 krónur, svo að flestar ógiftar
stúlkur, sem vinna úti, hafa efni
á að fá sér nýtt evrópskt andlit.
Ber ekki allt upp á
sama daginn
Þessi orð eru höfð eftir Mark
Twain: „Þegar ég var fjórtán
ára drengur, var faðir minn svo
fávís, að ég þoldi hann varla í
návist minni. En þegar ég var
orðinn 21 árs, gat ég ekki annað
en furðað mig á því, hve mikið
gamli maðurinn hafði lært á sjö
árum.“
Kirkja og krá undir
sama þaki
Gamalt brezkt máltæki segir,
að þar sem kirkja sé þar þurfi
einnig að vera krá. Hugmynda-
ríkur arkitekt téiknaði nýlega
kaþólska kirkju í Twiskenham í
Englandi, og leysti þetta vanda-
mál. á nýstárlegan hátt. Hann
hafði einfaldlega bar inn af kirkj-
unni!
Að guðsþjónustunni lokinni
getur söfnuðurinn farið beint á
barinn, án þess að þurfa að fara
út fyrst. Það er meira að segia
knattborð og fleiri spil í einu
horninu á bar kirkiunnar.
Margir hafa eðlilega orðið til
að hneykslast á þessu háttarlagi
og telja það grófasta guðlast. En
Drestur safnaðarins Edward
tVmderdale, er á annarri skoðun.
Takmark hans er fyrst og fremst
að ná til fólksins, svo að guðs-
orðið ffeti haft áhrif á líf bess og
breytni. Og eftir að nvia kirkian
með barnum var tekin i notkun,
strevmir fólkið til hans. Við
bver’a mpssu er troðfullt í kirkj-
unni — og ó barnum á eftir.
Hollráð
Bezta ráðið til þess að finna
síðasta prjóninn í nýju skyrtunni
sinni er — að fara í hana.
Hlekkir hjónabandsins
Það er engin ástæða til að vor-
kenna unga manninum á þessari
mynd, þótt hann hafi verið sett-
ur í gapastokk og virðist fljótt á
litið lítt öfundsverður af hlut-
skipti sínu. Hamingjan brosir við
honum, því að hann ætlar að
gifta sig á morgun.
Hann heitir Alfred Urquhart
og býr í héraði einu í Norður-
Englandi. Þar er til siðs að gaml-
ir og reyndir eiginmenn fari si-
sona með unga menn, sem eru
svo heimskir að vilja kvænast.
Þessi spaugilegi siður er æva-
gamail og hann hefur verið hald-
inn í heiðri allt fram á þennan
dag.
22. tbi. VIKAN !)