Vikan - 28.05.1970, Page 11
22. tbl.
10 .VIKAN
TEXTI:
ÖMAR
VALDIMARSSON
MYNDIR:
SIGURGEIR
SIGURJONSSON
Ungfrú alheimsyngismær fyrir ár-
ið 1970 er Henný Hermannsdóttir
úr Rauðagerðinu t Reykjavík. Titil-
inn hlaut hún í keppni sem hún tók
þátt í í Tókýó, höfuðborg Árljóma-
lands, eins og það mun einu sinni
hafa verið kallað hér'á landi.
Þegar það fréttist á nýbyrjuðu
ári, að Henný ætti að fara til Japans
til að keppa fyrir Islands hönd glottu
margir út í annað. Það glottir eng-
inn lengur og ég vil eindregið leyfa
mér að mæla með því við fólk, að
það lesi grein um Henný f nýútkom-
halda í fyrsta sinn, og eina vildi
hann fá frá Islandi. Svo sýndi hann
okkur myndir og talaði um keppn-
ina og á endanum sagði hann: —
Eg hringi í eina ykkar fyrir klukkan
fimm, og sú kemur til Japans í
marz.
Eg var rétt komin heim þegar
hann hringdi og bað mig að koma
strax niður eftir aftur og þar mynd-
aði hann mig í bak og fyrir og kom
svo með samning sem hann bað
mig að skrifa undir. I algjöru hugs-
unarleysi gerði ég það og fékk svo
VIÐTAL VIÐ „MISS
YOUNG INTER-
NATIONAL 1970“,
HENNY
HERMANNSDÓTTUR
Það er sama hvort ég
horfi á dans eða
dansa sjálf, þá gleymi
ég öllu í kringum
mig. Eg vil heldur
dansa en að vera
Ijósmyndafyrirsæta -
fyrir millján á mánuði.
inn Æsku, eða þá að hugsa sig um.
Svo barst fréttin til landsins, og
fyllti hugi og hjörtu landsins barna
einlægri gleði og stolti; menn tóku
í jakkahornin, gengu gleiðbrosandi
um og töluðu hátt: Já, þeir eru
fallegir, Islendingarnir, mikil lif-
andis skelfingar ósköp.
Við fengum Henný til að ganga
með okkur um bæinn rétt eftir að
hún kom heim, og spjölluðum við
hana á meðan Ijósmyndarinn smellti
af f gríð og erg. Fyrst var hún spurð
um aðdraganda þátttöku sinnar í
keppninni um ,,Miss Young Inter-
national 1970":
— Það var um hádegi á þrett-
ándanum, sagði Henný, — að það
var hringt í mig og ég beðin að
koma niður á Hótel Loftleiðir, til við-
tals við einhvern mann sem hét
Charlie See. Nú, ég fór þangað, án
þess að vita nokkuð meira en þetta,
og þar voru þá fyrir nokkrar aðr-
ar stelpur og Charlie þessi See. Hann
sagði okkur, að hann væri á ferða-
lagi um Evrópu til að leita að stúlk-
um í þessa keppni sem nú ætti að
að vita að ég myndi heyra frá for-
ráðamönnum keppninnar inna fjór-
tán daga. Þegar ég kom heim sagði
ég náttúrlega frá því að ég
væri að fara til Japans og öllum
þótti það voðalega sniðugt — en
enginn trúði því, frekar en ég. Nei,
ég bjóst alls ekki við þvf að heyra
neitt meira frá þeim,- hélt að þetta
væri bara gabb eða eitthvað svo-
leiðis. Nú, svo fékk ég bréfið og
síðar farseðilinn og í byrjun marz
lagði ég af stað til Japan.
— Og hvernig gekk þetta ferða-
lag svo fyrir — frá íslandi til Ár-
Ijómalands?
— Héðan fór ég til Kaupmanna-
hafnar, þaðan til Parísar, þá London,
Alaska — sem var 18 tíma flug —
og loks til Tókýó, þar sem keppnin
var haldin. Hún stóð yfir f 12 daga,
og fyrstu 11 dagana vorum við á
sýningarsvæðinu við að kynna okk-
ur og heimaland okkar, kynna hljóm-
sveitir og söngvara og dansara og
koma fram á allan annan hátt. Allan
tfmann fylgdust dómararnir með
okkur — og engin okkar hafði hug-
mynd um að þeir væru dómarar.
Til dæmis voru nokkrir þjónanna á
hótelinu dómarar og eins var mað-
urinn í anddyrinu þar, sem lét okk-
ur hafa allan póst og annað þvíum-
líkt, einnig í dómnefnd.
— En úrslitin, hvernig gengu þau
fyrir sig á 12. degi?
— Þau stóðu yfir í 4 tíma, og til
að byrja með komum við allar fram
í þjóðbúningum, þá í síðum kjólum,
svo á sundbol og þá var tilkynnt
um hvaða 15 stúlkur kæmu til greina
og komum við þá aftur fram á sund-
bol. Þá vorum við látnar snúa okk-
ur á alla kanta og skoðaðar frá
hvirfli til ilja áður en við sögðum
nokkur orð á ensku f hljóðnema —
það var svo þýtt yfir á japönsku —
svöruðum nokkrum spurningum á
sviðinu og dönsuðum örlftið eftir
músik. Eftir það komu við 15 fram
á kokkteilkjólum og loks voru allar
42 kallaðar fram og úrslit tilkynnt.
— Áttirðu von á þessu?
Henný brosti og varð hálf-vand-
ræðaleg. — Nei, alls ekki.
— En hvernig leið þér þá þegar
þulurinn hróoaði þetta yfir fiöldann?
— Satt að segia man éq það ekki,
nema hvað að mér brá alveg of'a-
lega. Auðvitað rifiast þetta aðeins
upp fyrir mér þegar éo horfi á
myndina sem mér var send (90 min-
útna kvikmvnd frá keonninniV en
ég man ekki vel í hvaða röð éq
gerði hvað. í huga mínum er betta
allt eins og lygasaga. en ég hef ægi-
lega gaman af að siá ctelouna
þarna á tjaldinu.
— Eft:r á varst bú !e''ct út -’eð
giöfum af öllu tagi, ekki satt?
22. tbi. VIKAN 11