Vikan - 28.05.1970, Page 12
Dansinn _
er mér aiit
Erlendis eru
stúlkurnar hvattar
áfram... til aS verða
landi og þjóð til
sóma...
— Jú, perlum og steinum, út-
vörpum og úrum — já, og eiginlega
öllu sem nöfnum tjáir að nefna. Ég
get ímyndað mér að andvirði þeirra
gjafa sem ég fékk sé ekki undir
250—300 þúsundum króna. Kórón-
an sem ég var krýnd með, öll með
ekta steinum, var sögð kosta um
9000 dollara, eða hf.tt í 800 þús-
undir. Og í verðlaun fékk ég svo
3000 dollara að auki.
— Og frá Tókýó fórstu svo til
Honolulu á Hawaii-eyjum?
— Já, eftir að við höfðum verið
í viku í Osaka. Fyrst fórum við allar
42 og vorum í tvo daga þar, og þá
fóru hinar heim, en við, þessar sem
vorum í fimm efstu sætunum, vor-
um í eina fimm daga í viðbót. Þá
fórum við aftur til Tókýó og þaðan
til Honolulu, þar sem við vorum I
aðra fimm daga. Það var alveg dýr-
legt, það er ekki hægt að segja neitt
annað um það. Hawaii er þessi stað-
ur sem maður hefur alltaf látið sig
dreyma um, en aldrei þorað svo
mikið sem vona að maður ætti eftir
að heimsækja.
— Þú hefur vafalaust heyrt þær
sögur sem hafa gengið hér og kom-
ið frá rætnum tungum, að þetta hafi
alls ekki verið svo galin hugmynd
hjá þér að „segja að peningunum
hafi verið stolið" svo þú „losnaðir
við að borga af þeim skatta".
— Já, ég hef svo sem heyrt það
— og þar að auki frá mjög góðum
vini mínum — sem sagði mér þannig
frá þessu að það le't út eins og hann
tryði því sjálfur. Ég varð ægilega
sár, því mér hafði ekki einu sinni
dottlð þetta í hug. Ég var búin að
borga skatta af þessum peningum í
Japan — og hvort sem ég fæ þá
aftur eða ekki, verð ég að öllum
líkindum látin borga skatta af þessu
hér. Ennþá hefur ekkert komið í Ijós
sem bent gæti til þess hver er sá
seki eða seka, en bæði lögreglan
hér heima og svo erlendis er komin
í málið og unnið er að því af fullum
krafti. Þó held ég, að mér sé óhætt
að fullyrða, að það hefur verið ein-
hver sem vissi meira en almenning-
ur, því það hafði verið farið beint í
töskuna mína, ég var með sjö töskur
og var búin að setja peningana í
eina þeirra, undir falskan botn, og
ekkert annað hafði verið hreyft.
— Og svo hefurðu komið beint
heim frá Honolulu?
— Já, við, danska stelpan og ég
en við fórum saman til Hawaii, fór-