Vikan - 28.05.1970, Side 13
Hvort sem ég fæ
peningana aftur eða
ekki verð ég að
borga af þeim skatta ..
um fyrst til Los Angeles, þaðan til
New York og svo heim.
— Hefurðu ekki fengið tilboð um
að koma og vinna úti, til dæmis sem
Ijósmyndafyrirsæta — og jafnvel
kvikmyndaleikkona?
Jú, en á kvikmyndaleik hef ég
ekki nokkurn áhuga, svo hef ég
fengið tilboð um að koma til Japan,
bæði sem Ijósmyndafyrirsæta og
eins til að leika í sjónvarpsauglýs-
ingum. Svipað tilboð hef ég fengið
frá Parfs, og ég hef hugsað mér að
taka því; vera úti í sumar og eitt-
hvað fram á haust. Ég gæti sagt frá
því, svona í gamni, að þetta tilboð
sem ég fékk frá Japan, hljóðaði upp
á 50 dollara á tímann, frá 9—6,
hvort sem ég vann eða vann ekki,
og það þýðir að ég hef 450 dollara
á dag — lágmark.
—Sem myndi gera eitthvað í
kringum eina milljón króna á mán-
uði! Það hafa nú hingað til þótt þol-
anlegar mánaðartekjur! Af hverju
tekur þú því ekki heldur?
— Mig langar einfaldlega ekkert
til að vinna í Japan. Mér fannst ekk-
ert sérlega gaman að vinna með
Japönum, og helzt vil ég dansa.
Þau tilboð sem ég hef fengið frá
Evrópu og Ameríku eru öll í sam-
bandi við Ijósmyndun, en ég held
að ég taki eitthvað af því frekar,
iafnvel þó þau tilboð sem ég hef
fengið frá Japan, tvö frá sjónvarps-
stöðvum, þar sem ég á að synoia oq
dansa, séu meira á mínu sviði. Nú,
og svo getur svo margt spilað inn í
störf liósmyndafyrirsætu, sem pæt:
verið gaman að.
— Hjá langflestu fólki, svo við
snúum okkur nú að öðru um stund-
arsakir, kemur að því einhverntíma,
að það stofnar heimili, fer að eign-
ast börn og þessháttar. Hvernig
leggst þetta í þig? Langar þig til
að eignast börn til að hugsa um
daglega?
— Já, það er ábyggilegt. Að vísu
ekki strax, en eftir svona 3—4 ár.
Éq hef gaman að litlum börnum og
mér finnst gaman að stússa í matar-
gerð og öðru slíku. Þetta er að vísu
aðeins draumur — vel getur farið
svo að ég gangi ekki út, og þá verð
ég gömul og skorpin ,,piparjónka''
með tímanum.
Þetta er hálf-óhugnanleg tilhugs-
un og áreiðanlega ótímabær, svo við
snerum okkur aftur að kvenlegri
fegurð og íslenzkum yndisþokka.
— Eins og þú hefur sjálfsagt
heyrt, þá ruddist hópur kvenna upp
á sviðið í Háskólabíói um daginn,
þegar valin var fegurðardrottning
22. tw. VIKAN 13