Vikan - 28.05.1970, Page 16
Þetta var eitt þeirra kvölda,
þegar lítið var að gera i bóka-
safninu. Sennilega var Dýr-
lingurinn eða Harðjaxlinn á
dagskrá í sjónvarpinu. Ég
var satt að segja farinn að
bíða þess, að klukkan yrði
tíu og liægt yrði að loka. Það
var tilbreyting í þessari kyrrð
og ró í stað eilífra spurninga
um nýjar bækur eða ein-
hverja eldhúsreyfara.
En skyndilega birtist óboð-
inn gestur. Hann kom bljóð-
laust upp stigann, gerði sig
heimakominn, vatt sér inn
fyrir afgreiðsluborðið án þess
að spyrja leyfis, gelck meira
að segja inn í lestrarsal og
stökk þar upp á borð. Þið
bíðið eflaust með öndina í
hálsinum og væntið þess, að
ég tilkynni um mann, sem
segir þrumandi röddu. Pen-
ingana eða lifið! Nei, góðir
hálsar. Þetta var ósköp sak-
leysislegur köttur —- ekki
útigangsgrey heldur heimilis-
köttur, því að bann var
greinilega óhræddur við fólk.
Þegar ég strauk bonum fór
bann strax að mala.
Mér var vandi á höndum.
Á dyr langaði mig ekki að
reka bann þar, en úti var rok
og rigning. Og inni í bóka-
safninu kom ekki til mála að
liafa hann um nóttina. Safn-
ið mundi allt anga af hlandi
og skit daginn eftir. Hvað
gat ég tekið til bragðs? Ég
hringdi í nágrannana, þar
sem ég vissi að köttur var til
húsa, en það bar engan ár-