Vikan


Vikan - 28.05.1970, Qupperneq 20

Vikan - 28.05.1970, Qupperneq 20
Þjóðvarnarflokkur íslands átti sér skamma sögu, þó að hann mætti sín nokkurs í upp- hafi. Sigur hans í Reykjavík \úð alþingiskosningarnar 1953 snerist í ófarir að kjörtímabil- inu liðnu. Eigi að síður hélzt honum enn á dálitlu fylgi í höfuðborginni, og ágirntust hinir vinstri flokkarnir mjög þau atkvæði. Þjóðvarnar- flokkurinn þraukaði og áfram í sjálfstæðri baráttu, unz Gils (iuðmundsson skipaði sér í fylkingu Alþýðubandalagsins. Þótti sú ákvörðun hans frétt- næm, en skýring hennar mun næsta auðveld. Gils líkaði harla vel á alþingi og vildi gjarnan komast þangað af'tur. Þess vegna gein hann við gylliboði að sjá pólitískum hag sínum borgið. Samt fer því íjarri, að Gils sé tækifær- issinni eða veifiskati, en veik- leiki hans er tildursemi, sem minnir á broddborgaralegan hégómaskap. Gils mæddist úti í kuldanum og vildi inn í birt- una og ylinn. Ilitt var eins konar tilviljun að Alþýðu- bandalagið lauk upp fyrir honúm alþingishúsinu til end- urkomu þangað. Aðdragandi jjessa myndi táknrænn og lærdómsríkur kafli íslenzkrar stjórnmála- sögu, .ef rakinn væri. Þá kæmi í ljós að duttlungar forlaganna bitna ærið á mönnum og mál- efnum. Þeir hafa velt Gils eins og kefli í lófa. Gils Halldór Guðmundsson fæddist 31. desember 1914 í Innri-Hjarðardal í Onundar- firði í Vestur-Isafjarðarsýslu og er sonur Guðmundar Gils- sonar bónda þar og konu hans, Sigríðar Hagalínsdóttur. Ólst sveinninn upp við kjör og störf vestfirzkrar al[)ýðu, en gerðist bókhneigður og fróð- leiksfús strax í æsku. Hann hóf nám við kennaraskólann haustið 1935 og lauk prófi jraðan vorið 1938. Stundaði Gils að Jíví búnu kennslu við íþróttaskóla Sigurðar Greips- sonar í Iíaukadal í Biskups- tungum og unglingaskóla i Garði og Sandgerði á Reykja- nesi, en vann síðan við sjáv- arútveg í Sandgerði nokkur ár. Hann fluttist til Reykja- víkur 1943 og hafði j)ar fram- færi af ritstörfum og blaða- mennsku um hríð. Hefur Gils Guðmundsson samið margar bækur og búið gamlar á ný, svo og flutt erindi og lesið upp í útvarp. Hann varð fram- kvæmdastjóri menntamála- ráðs og bókaútgáfu menning- arsjóðs 1956 og heíur gegnt því embætti síðan. Gils var formaður ltithöfundasam- bands íslands 1957—1958 íyrstur manna og beitti sér fyrir stofnun félagsins Island- Færeyjar 1961. Ótal greinar ei'tir hann hafa birzt í blöðum og tímaritum. Lítt bar á stjórnmálaáhuga Gils Guðmundssonar framan af ævi, enda jjótt hann væri róttækur í skoðunum og ein- dreginn verkalýðssinni. Virt- ist Gils bóklestur og fræði- mennska sýnu hugstæðari en umsvif og mannvirðingar, unz Þjóðvarnarflokkur Islands skar upp herör gegn umdeildri utanríkisstefnu hins unga lýð- valdis og kyrrstöðu í innan- ríkismálum. Átti Gils naum- ast frumkvæðið að flokks- stofnuninni, en skipaði sér strax í sveit þjóðvarnarmanna og þokaðist brátt í fylkingar- br.jóst. Valdist hann í efsta sæti á framboðslista flokksins í Reykjavík við alþingiskosn- ingarnar 1953 og barðist kná- lega. Vakti hlutdeild hans í orrah r í ð stj órn málaba rátt- unnar drjúga athygli, en lang- mest munaði um Jjátttöku hans í útvarpsumræðum. Gils Guðmundsson talaði sig inn á þing og hafði Berg Sigur- björnsson þangað með sér. Felldi hann valkyrju Fram- sóknarflokksins, Rannveigu Þorsteinsdóttur, sem hafði unnið jángsæti í höfuðborg- inni 1949 með ærnum hama- gangi. Samtök J>j óð varnarmanna efldust mjög við kosningasig- urinn 1953. Fengu J)au Bárð Daníelsson kosinn bæjarfull- trúa í Reykjavík ári síðan, en J)eim úrslitum mun hafa ráð- ið, að Gils Guðmundsson skip- aði annað sæti listans og mælti fyrir hann í orðasenn- um. Var einsýnt, að flokkur- inn nyti Gils fremur en mál- efna sinna, enda á orði haft. Þingstörfin fórust Gils Guð- mundssyni og bærilega, })ó að hæglátur sé og hófsamur. Létu honum einkum útvarps- umræður, þar sem hann beitti skeleggri gagnrýni og reyndi að marka sérstöðu. Samt dró af Þjóðvarnarflokknum, er leið á kjörtímabilið, og Gils Guðmundsson féll í Reykja- vik við næstu kosningar. Fór 20 VIKAN 22- tbl-

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.