Vikan


Vikan - 28.05.1970, Blaðsíða 22

Vikan - 28.05.1970, Blaðsíða 22
Jack London stendur nú á hátindi frægðar sinnar, en hann fer heldur ekki var- hluta af þeim næðingum, sem sífellt gnauða um þann tind úr öllum áttum. n hátmdi fræglarínnar SAGAN UM HIÐ ÆVINTÝRALEGA LÍF JACKS LONDON EFTIR IRVING STONE Þegar komið var fram í júní 1911, sá Jack, að „Úlfa- liúsið“ mundi ekki verða til- búið fj’rr en eftir tvö ár. Hann keypti sér því sjö tunn- ur lands í miðjum vínekr- um Kohlers, sem á stóðu hrörlegt víngerðarhús, léleg- ur hóndabær og nokkrar hlöður. Þar lét hann smiði og múrara byggja sér falleg- an borðsal með stórum arni og breiðum, þægilegum palli fyrir framan, og lét þá slækka svefnherbergin og gestaherbergin. Úr liluta af stærstu lilöðunni voru gerð níu gestaherbergi. Nakata var gerður að yfirmanni Jiússins og fékk. hann tvo aðra Japani sér til aðstoðar. Þetta iiús varð brátt afar vinsælt. Það var stórt og menn gátú leikið sér í því eftir vild. Nú var liúsið öll- um opið á hverjum degi. Svo að segja allir rithöfundar eða listamenn, sem lögðu leið sína vestur að Kyrrahafi, bjuggu tvo eða þrjá daga hjá Jack London, á „Beauty Nóbelsverðlaunahöfundurinn Sinclair Lewis, sem á yngri árum sínum seldi Jack London hugmyndir af smásögum fyrir 2.50 til 10 dollara stykkið. Ranch“. í þeim tiu þúsund bréfum, sem Jack skrifaði þarna á búgarðinum, og mörg voru til manna, sem liöfðu gert árásir á liann eða atyrt liann, gleymdi hann aldrei þessari eftirskrift: „Bjöllustrengurinn“ hangir alltaf úti á „Beauty Ranch“, og það er alltaf nóg af tepp- um og mat lianda vinum okkar. Komið og verið hjá okkur eins lengi og þér vilj- ið.“ Svo margir þáðu boðið, að bann varð að láta prenta leiðbeiningar um, livernig hægt væri að komast frá San Francisco eða Oakland til Glen Ellen. Sem dæmi um fjölbreytni gestanna má nefna miðdegisverð, þar sem eftirtaldir menn voru við- staddir: Foringi fyrir and- brezkri hreyfingu i Indlandi, ameriskur skáldsagnaliöfund- ur, stærðfræðiprófessor frá Stanfordháskóla, bóndi þar úr nágrenninu, verkfræðing- ur, sjómaður, sem var ný- kominn heim frá Penang, Ula Humphrey greifafrú, leikkona, sem hafði verið í kvennabúri Tyrkjasoldáns, þrír flækingar, og einn vit- leysingur, sem var með ráða- gerðir um að byggja hús, sem næði frá San Francisco til New York. Jaclc vann eins og áður að- allega á morgnana og krafð- ist þess, að gestirnir ónáðuðu sig ekki fyrir hádegi. En klukkan eitt kom hann inn í borðsalinn með flaksandi hárið, í hvítri skyrtu opinni í hálsinn og grænt sólskyggni yfir augunum. Hann heilsaði hópnum brosandi og hrópaði. „Hello, follcs!“ og þá var eins og allir levstust úr læðingi. Hann skemmti sér við að finna upp á alls konar til- tækjum. I hvert skipti sem stjórnleysingjar komu í heimsókn til hans, setti hann á diskinn fyrir framan þá bók, sem stóð á með stóru letri: „Gauragangurinn“. — Þegar svo stjórnleysinginn í mesta grandaleysi opnaði bókina, sprakk hún í hönd- unum á honum, því að í benni liafði verið falin hvell- lietta. Jack skaut þeim þannig skelk í bringu til að sýna þeim, að i raun og veru myndu þeir aldrei kollvai-pa ríkjandi stjórnarfari með of- beldi, þó að þeir liefðu mögu- leika til þess. Við aðalgötuna í Glen Ell- en var krá við krá. Þegar Jack fékk löngun til að varpa frá sér öllum áhyggjum út af heimjli, vinnu og géstum, spennti hann fjóra hesta fyr- ir vagn sinn, setti sleðabjöll- Til þess að geta staðið straum af hinum miklu útgjöldum sínum, va.rð Jack að framleiða ótölulegan fjölda af smásög- um. Hann hélt stöðugt áfram að skrifa Alaskasögur, og sumar þeirra eru með beztu smásögum hans. 22 VIKAN 22- tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.