Vikan


Vikan - 28.05.1970, Side 25

Vikan - 28.05.1970, Side 25
Klefinn var sex feta langur og fjögra feta breiSur, glugginn með járnrimlunum var svo hátt uppi á veggnum að hún gat ekki séð út um hann, aðeins lítinn blett af himninum. Hún barðizt ekki um lengur, hún öskraði ekki. Það var tilgangslaust. Henni varð ekki sleppt þess vegna. En hvers vegna var hún hér? Soennandi framhaldssana eftir 6. hlutí Hennar ketjsaralega Huon M. Kritz Jóhann Salvator sökkti sér niður í vinnuna. Þjónustustörf hans voru langt frá því að vera nóg starfsvið fyrir hann, þau voru að- allega í því fólgin að líta eftir landamæra- liðinu og miðla málum milli hermannanna. Hann fór því af alvöru að rannsaka landa- mæravarnirnar; hann reið um héraðið, gerði skissur og skrifaði athugasemdir. Þegar hann kom heim, settist hann við skrifborðið, til að vinna úr þessum gögnum sínum, og sat oft fram undir morgun. Þannig liður vikur og mánuðir. Milly var því oft ein. Þótt hún væri vel liðin í nágrenninu og kannaðist vel við pólska gestrisni, vildi hún helzt ekki fara ein í heimsóknir. En dag nokkurn kynntizt hún athyglis- verðri konu í búðinni á markaðstorginu, þar sem háttsettir foringjar verzluðu venjulega. Inn af búðinni var lítill speglasalur, þar sem hægt var að sitja og hvíla sig. Og þar sat konan. Hún var ein þeirra kvenna, sem draga að sér athygli. Hún var ekki sérstaklega fögur, og ekki heldur mjög ung, líklega kringum íertugt, en mjög sérkennileg. Hún var grann- leit, með sterka andlitsdrætti, korngult hár og kastaníubrún augu. Hún sat þarna og hallaði sér letilega aftur á bak. Hún var klædd ljósum reiðfötum, með sígarettu í munninum og kampavínsglas fyr- ir framan sig. Hún leit út fyrir að vera mjög örugg með sjálfa sig. Konan leit brosandi á Milly, stóð upp og gekk til hennar. Hún var hávsxin og grönn, greinilega þjálfuð íþrótta- kona. — Eruð þér ekki Dana Lubowska? spurði hún á þýzku, án þess að taka sígarettuna út úr sér. Og þegar Milly kinkaði kolli, rétti hún fram höndina. — Ég er Yvonne Galatz barónsfrú, og ég er í heimsókn hjá Starolowski hjónunum, nábúum yðar. Ég hefi heyrt mikið um yður talað og mig langar til að kynnast yður. — Og nú hafið þér orðið fyrir vonbrigðum, er það ekki? sagði Milly brosandi. — Vonbrigðum með Starolowski hiónin, sagði barónsfrúin með hásri rödd. — Þér er- uð miklu fegurri en ég hélt. Má ég ekki bióða yður kampavínsglas? Þótt merkilegt kynni að virðast, þá fannst Milly eins og hún hefði þekkt hana lengi. — Þakka yður fyrir, það vil ég gjarnan. Þær settust niður og tóku tal saman. Milly var hrifin af frjálslegri framkomu baróns- frúarinnar. Þessi kona hafði örugglega lifað viðburðarríku lífi. Hún var fædd í Rúmeníu, ekkja eftir franskan hershöfðingja, skilin frá búlgörskum ráðherra og var nú búsett í Monte Carlo. Hún hafði dvalið í flestum höf- uðborgum Evrópu, og yfir henni var einhver heimsborgarablær. Þegar Milly ók heim á leið, í skrautlegum tvíeykisvagni, með glæsilegum Lipizzangæð- ingum fyrir, reið barónsfrúin við hlið hennar á brúnum gæðingi, og hún sat hestinn svo vel, að það var eins og hún væri gróin við hann. — Bjugguð þér lengi í Vín, ungfrú Lub- owska? spurði barónsfrúin. — Þér hafið greinilegan Vínarframburð. Sjálf talaði hún þýzku ágætlega, en með nokkuð sérkennileg- um framburði. — • Ég á ættingja í Vín, og ég gekk þar í skóla, svaraði Milly hálf hikandi. — Það er dásamleg borg, sagði baróns- frúin. — Ég fer oft til Vínar. Þegar ég var þar síðast, heyrði ég af tilviljun að Jóhann Salvator erkihertogi hefði verið sendur í út- legð, hingað til Galisíu. En ég hafði ekki hug- mynd um að hann væri nágranni vina minna. — Hvað heyrðuð þér annað um erkiher- togann? spurði Milly. — Ja, ég man það reyndar ekki, svaraði barónsfrúin. Það er svo margt skrafað í sam- kvæmissölunum þar, að það fer inn um ann- að eyrað en út um hitt.. . Þér hafið sjálf- sagt góða stöðu, ég meina ráðskonustöðu hjá honum? Milly leit snöggt á hana. Barónsfrúin brosti. Múly skildi hvað hún var að hugsa. Auðvitað haíði barónsfrúin heyrt að Dana Lubowska færi í samkvæmi með erkihertoganum, og væri auðvitað meira en ráðskona hiá honum. Milly brosti. — Ég er mjög hamingjusöm hér, sagði hún. — Það er auðséð. Hamingjan ljómar úr augum yðar. Við trjágöngin upp að húsi erkihertogans, námu þær staðar. Barónsfrúin beygði sig fram og tók í höndina á Milly. — Það var ánægiulegt að kynnast yður, ungfrú Lub- owska. Milly sleppti ekki hönd hennar strax. — Ætlið þér að koma og heimsækja mig bráðle^p? sagði hún. — Það vildi ég giarnan. en ... barónsfrúin Jrbaði svob'tið. — En haldið þér að erkiher- toganum liki það? —Já, örugglega. Ég er mikið ein. Hann er á kafi í vinnu sinni, og verður glaður yfir því að ég hefi einhvern félagsskap ... Það stóð líka heima. Gianni varð iafn hrifin af barónsfrúnni og Milly. Honum fannst hún greind og alveg laus við hégóma. Barónsfrúin kom nú næstum daglega ríð- andi, og innan skamms var hún sem ein af heimilisfólkinu. Hún kom oft á morgnana og var um kyrrt til kvölds. Hún var alltaf skemmtileg og hafði frá mörgu að segja. Þær fóru líka oft saman til Lemberg, til að verzla. Þegar Gianni var ekki heima, tók baróns- frúin verkefni með sér, og sat þá oft og skrif- aði bréf í vinnuherbergi hans, meðan Milly sá um heimilsstörfin. Og ef barónsfrúin kom ekki, þá leiddist Milly, og hún var jafnvel hrædd um að eitthvað hefði komið fyrir hana. Þannig stóð á í síðustu uppskeruvikunni. Það var ennþá sumarhiti, en næturnar voru kaldar. Rússneski veturinn var á næsta leiti. Gianni hafði lokið við skýrslur sínar um landamæravarnirnar. Hann sendi hinar yfir- gripsmiklu skýrsiur með einkahraðboða, til keisarans sjálfs í Vín. Gianni var mjög ánægður með verk sitt og vongóður um framtíðina. — Elskulega, svarta Dana, sagði hann um kvöldið, þegar hann faðmaði Milly að sér, —- nú verða breytingar á lífi okkar! Sá gamli rekur upp stór augu, þegar hann sér hve slæmt ástandið er á austurlandamærunum. Miliy reyndi að vera kát, en það tókst ekki sem bezt. Það var eins og einhver leið- indadrungi eða kvíði hvíldi yfir henni. — Ég er hræddur um að Albrecht frændi og frímerkjasleikjarar hans í hermálaráðu- neytinu verði ekki hrifnir. (Albrecht erki- hertogi (1817—1866), var hershöfðingi og hafði sigrað ítali við Custozza. Hann var miög íhaldssamur og bitur andstæðingur fi-jálslyndra skoðana þeirra Rudolfs krón- prins og Jóhanns Salvator). — Bara að þú vanmetir ekki áhrif þessarra manna, Gianni. Hinn frægi Albrecht erkiher- togi er þó alltaf hetjan frá Custozza .... — Sá kalkaði öldungur? Hetjan frá Cust- ozza, ha, ha, hló Gianni. — Þér hefir eflaust verið kennt þetta í skólanum. En ég skai seg’a þér sannleikann, hetjan svaf, þangað til ítalirnir lögðu á flótta, eingöngu vegna þess að hershöfðingi þeirra var ennþá meiri heig- ull. Ég hefi látið þetta í ljós opinberlega. — Oninberlega? Milly starði á hann. — Já, sagði Gianni glaðlega. — Á sam- komu liðsforingía í Pressburg. Sannleikurinn er stundum skrítinn. — Og — hvað skeði þá? Gianni yppti öxlum. — Þetta venjulega. Ég var kaliaður á fund keisarans, fékk skammir og var sendur til Linz í hegningar- skyni. Svo varð Hans Hátign svo náðugur að leyfa mér að koma aftur til Vínar. — Og Albrecht erkihertogi? — Hann hatar mig eins og pestina, en mér er sama. En nú verður Albrecht, sá gamli skarfur, að svara fyrir sig. Ég er viss um að ég hefi unnið gott starf og get sannað það, Framhald á bls. 37. 22. tbi. VIKAN 25

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.