Vikan


Vikan - 28.05.1970, Side 27

Vikan - 28.05.1970, Side 27
■ invndum sínum. Þannig varð það, að sniátt og smátt eignaðist Sabartés ómet- anlegt Picasso safn. • Árið 1960 ákvað Sabartés að gefa Barcelona safn sitt, en hann fékk auð- vitað leyfi Picassos til þess. Árið 1963 var sett upp sérstakt Picasso safn í gam- alli höll frá fjórtándu öld. Þar eru nú sýnd þau verk, sem Sabartés gaf, um 400 talsins. Sabartés lézt fimm árum síðar. Picasso hefur óbeint samband við menningarmálayfirvöld Spánar, gegn- um það að vinkona Sabartés, Pilar So- lano, er safnvörður. Picasso gaf svo sjálfur nokkur mál- verk. Hann gaf líka Barcelona 58 mál- verk, syrpu, sem hann kallar „Meninas“, og eru ýmis tilbrigði af málverki eftir Velasques, með því nafni. Með þessu fékk borgin safn af listaverkum Pi- cassos, sem er alveg einstakt. Án þess að fara fram á það, fengu Ivatalánar ennþá eina gjöf á þessu ári, fullkomna uppsetniiigu af hinum 341 „erotisku grafik-verkum“, sem hafa verið á sýningum um allan heim á undanförnum árum, og eru metin á 250—750 þúsund krónur hvert. Eftir síðustu gjöfina, (æskuverkin), er safnið í Barcelona orðið mesta Pi- casso safn í heimi, að minnsta kosti hvað fjölda listaverka snertir. • Það verður að minnsta kosti eitt ár þangað til almenningur fær að sjá þessi æskuverk. Það þarf að skrásetja þau og gera við sum þeirra, eftir þennan langa geymslutíma. 1 þessu safni verða líka skissubækur Picassos frá æskuárunum. Sautján verk tók hann samt undan, til að gefa systkinabörnum sinum. Til að halda upp á þessa ákvörðun, bauð Picasso nokkrum af spánskum ættingjum sínum til hallar sinnar Mou- gins, við frönsku Rivieruna. Þangað komu: ) • Systursonurinn Juan Vilató, sem er | lyfsali í Madrid, 54 ára. • Systurdóttirin Maria Dolores Vila- tó, híbýlafræðingur í Barcelona, 51 árs. • Systursonurinn Pablo Vitaló, sem Iíka er 51 árs, og er homopati i Barce- lona. • Systursonurinn Jaime Vilalo, 47 ára, starfandi listamaður í Paris. Þetta varð mjög fjörug fjölskylduhá- tíð hjá Picasso. Maria Dolores sagði frá því að Pablo bróðir hennar hefði spilað Pablo Picasso með mynd af núverandi konu sinni, Jacqueline Roque. á gítar og að Pablo (frændi) Picasso hefði klappað hljóðfallið af mikilli list. Við sungum gamla söngva og sögðum gamlar sögur. Jacqueline Roque (núverandi eiginkona Picassos) sagði á eftir, að þetta hefði verið dá- samlegasti dagur í lífi Picassos. • Aðstandendur Picassos í Frakklandi eru langt frá því að vera ánægðir yfir þessari endurvöknuðu ást Picassos á Barcelona. Á Frakklandsárum sínum hefur Pi- casso eignast fjögur börn, með þrem konum. Fvrsta kona hans var rússneska ball- ettdansmærin Olga Chochlova, og með henni átti hann soninn Paulo, sem nú er orðinn 49 ára. Svo bjó hann lengi með Therese Walter. Þau eignuðust dótturina Mayu, sem er 35 ára. Lengsta sambúð átti hann með frönsku konunni Francoise Gilot, sem skrifaði bók um samlíf þeirra, eftir að þau slitu samvistum. Þau eignuðust tvö börn, soninn Claude (23 ára) og dótt- urina Palomu (21 árs). Framhald á bls. 36. 22. tbl. VIKAN 27

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.