Vikan - 28.05.1970, Blaðsíða 32
Lady Churchill, hinn óþekkti bakhjarl
hins fræga manns, lifir enn og kemur
stundum fram opinberlega, sérstak-
lega ef verið er að heiðra minningu
manns hennar.
MINNING CHURCHILLS lifir, enda er hann
af mörgum talinn mesta stórmenni, sem uppi
hefur verið. Fáir hafa orðið frægari í heim-
inum en hann. Hins vegar bar alla tíð minna
á eiginkonu hans, Lady Churchill, og var það
fyrst og fremst hlédrægni hennar sjálfrai; að
kenna, því að hún var og er reyndar enn
kona með afbrigðum fögur og búin mörgum
kostum. Hún fylgdi manni sínum gegnum
súrt og sætt og studdi hann með ráðum og
dáð, sérstaklega þegar á móti blés. Síðan
maður hennar lézt hefur athyglin beinzt
meir að eftirlifandi konu hans, Clementine
Churchill, og nokkrum sinnum hefur hún
komið fram opinberlega, sérstaklega þegar
manns hennar hefur verið minnzt. Nú síð-
ast var hún viðstödd, er höggmynd af Chur-
chill var afhjúpuð í brezka þinghúsinu (sjá
mynd).
Churchill mat konu sína mikils og jafnaði
henni stundum við gyðju. Eitt sinn lét hann
þau orð falla, að gifting hans hefði verið
gleðilegasti og hamingjuríkasti atburður,
sem gerzt hefði í viðburðaríku lífi hans. Og
oftar en einu sinni sagði hann, að hún væri
betri helmingur sinn. „Er nokkuð meira
virði en að bindast þeirri persónu, sem al-
drei hugsar annað en það, sem fagurt er,“
sagði hann.
Það var sagt um hið áreiðanlega og íhalds-
sama blað, London Times, sem er að mestu
leyti eins í sniðum og það var fyrir áratug-
um, að það hefði aldrei þessu vant farið úr
skorðum daginn eftir að Churchill kvæntist
þeirri konu, sem í þá daga var álitin ein af
glæsilegustu konum heims. Blaðið fórnaði
meira rými á umsagnir um brúðkaup Chur-
chills en það hafði gert um nokkurn annan
atburð. Frásögnin var heil síða og upptaln-
ingin á brúðargjöfunum fyllti tvo dálka.
Einn fréttaritarinn skrifaði þannig um stúlk-
una, sem Churchill kvæntist: „Hún hefur
andlit, sem ekki mun eldast og ástin mun
ætíð vara á milli þeirra hjóna.“
Tíminn hefur leitt í Ijós, að spádómur
blaðamannsins rættist. Hjónaband þeirra var
alla tíð eins og í tilhugalífinu og andlit lady
Clementine hefur ekki ljótkað, þótt árin
hafi færzt yfir.
Milljónir kvenna um heim allan hljóta að
hafa hugsað um það einhvern tíma, hvernig
það væri að vera gift ærslabelg eins og Sir
Winston Churchill var, manni, sem stöðugt
þurfti að hafa eitthvað fyrir stafni, þótt
hann væri kominn hátt á níræðisaldur.
Mörgum kann að virðast, að það hljóti að
hafa verið erfitt að vera gift slikum manni
og 'ekki henta mörgum konum.
- Fyrst og fremst verður sú, sem er gift
manni eins og Winston, að læra að þegja um
ríkisleyndarmál, sagði lady Churchill eitt
sinn í blaðaviðtali. — En þeim mun mikil-
vægara er, að hún geti búið manni sínum,
sérstaklega á ógnartímum, heimili, þar sem
hann getur komið og hvílzt i ró og friði.
Framhald á bls. 48.
32 VIKAN
22. tbl.