Vikan - 28.05.1970, Page 37
Vandið val yðar og veljið
KVENSÍÐBUXUR
ANORAKAR
FERÐAÚLPUR
REIÐBUXUR
t e d d y
ÚLPUR
DRAGTIR
TELPNAKÁPUR
TELPNASÍÐBUXUR
MERKIÐ, SEM ALLIR ÞEKKJA
SOLIDO: Fataverksmiðja
Bolholti 4. IV hæð.
um fyrir viðs vegar um heim.
Fram að þessu liefur hann
ekki viljað gera erfðaskrá.
Hann er hræddur um að slíkt
gæti flýtt fyrir þvi að hann
yrði burt kallaður.
Aðstandendur lians eru
hræddir um að hann gefi
mest allar eigur sínar til
Barcelona....
☆
Hennar
keisaralega tign
Framhald af bls. 25.
lið fyrir lið. Hin háæruverðuga
hetja frá Custozza verður ekki
borubrattur eftir það.
— Og svo?
— Svo .. . Gianni þrýsti Milly
fastar að sér, — þá verður
krókatímabilinu lokið, Þú getur
farið að hugsa þér út einhvern
fallegan aðalstitil. Hvernig væri
að kalla þig greifafrú von Lem-
berg?
Milly hallaði sér upp að öxl
hans og horfði inn í arineldinn.
— Ég skal segja þér eitt, Gi-
anni, sagði hún hljóðlega, — ég
held ég vilji aðeins heita Milly
Stubel, — bara að ég fái að vera
hjá þér framvegis. Mér er sama
um alla titla. Ég elska þig, með
eða án keisaralegrar blessunar.
Á hverjum morgni klukkan
fjögur, reis keisarinn upp úr
mjóa járnrúminu, Kettert, her-
bergisþjónn hans, kom með volgt
vatn í könnu og kveikti á olíu-
lampanum. Keisarinn þvoði sér
úr lítilli skál og Ketert hjálpaði
honum í einkennisbúninginn. Úti
var dimm nótt, — allir í fasta
svefni. Aðeins fótatak nætur-
varðanna rauf næturkyrrðina.
Klukkan hálf fimm var Franz
Jósef setztur við vinnuborð sitt.
Hann lifði eftir ströngustu hern-
aðarlegu venjum: — Það hafði
hann gert í fjörutíu ár ...
Nú kom hann auga á rithönd
Jóhanns Salvator. Hann hrukk-
aði ennið og lagði bréfið til hlið-
ar, án þess að lita á þykkt hand-
rit, sem fylgdi bréfinu. Hann
skrifaði með rauðu bleki á
fremstu síðuna: Til endurskoð-
unar hjá Albrecht erkihertoga.
FJ.
Það var allt og sumt. Þar með
var keisarinn búinn að afgreiða
þetta mál, hvað sem það nú var.
Þegar yfirhirðmeistarinn, prins
Hohenlohe, kom klukkan sex,
sagði keisarinn: — Jóhann Salva-
tor erkihertogi hefir sent mér
einhverja greinargerð um ástand-
ið við landamæri Rússlands.
Hann er furðufugl, — getur
hreinlega ekki látið vera að reka
nefið í hluti, sem koma honum
ekki við. Hvað er annars að frétta
af honum? Ég á við sambandið
við dansmeyna. Hafið þér frétt
nokkuð af því?
Prins Hohenlohe vissi allt sem
skeði við hirðina. Hann hafði
nær takmarkalaust vald og menn
óttuðust hann jafnvel meira en
keisarann.
— Ég fæ stöðugt fréttir, Yðar
Hátign, sagði hann. — Við losn-
uðum líka við dömuna. Auðvitað
urðum við að greiða svolítið fyrir
það. Ungfrúin tók þessu skyn-
samlega og fór til Berlínar.
,— Það gleður mig. Og hvernig
hagar erkihertoginn sér í Galis-
íu?
— Fabbri barón hefir frétt að
ástarævintýri sé milli hans og
pólskrar stúlku, sem heitir Dana
Lubowska. Hún er ráðskona hjá
erkihertoganum. Það er stöðugt
haft gát á bréfum hans, og hann
hefir ekkert samband við dans-
meyna.
—■ Það er þó alltaf nokkuð,
sagði keisarinn. — Hann hefir þá
hætt við það brjálæði að fá að
kvænast stúlkunni. Það er lík-
lega þessvegna sem hann verður
að hafa það til dægradvalar að
endurskoða varnirnar við landa-
mærin. Hann er sannarlega kross
þessi strákur. Það er ekki einu
sinni hægt að treysta því að hann
sé til friðs þarna norður frá ....
Þegar Hohelohe prins kom inn
á skrifstofu sína, sat Fabbri bar-
ón þar.
— Fyrirgefið að ég ónáða yð-
ur svo snemma morguns, Yðar
Hágöfgi, sagði baróninn. — En
það er um mikilsvert mál að
ræða. Ég er búinn að sitja við
ritsímann í alla nótt; það er við-
víkjandi Jóhanni Salvator erki-
hertoga.
Hohenlohe starði undrandi á
hann. — Einu sinni ennþá? Hans
Hátign var einmitt að tala um
hann. Hvað er það, barón?
— Slæmar fréttir, Yðar Há-
göfgi. Rússarnir hafa náð í afrit
af skjölum, þar sem varnarlínu
okkar við landamærin er ná-
kvæmlega lýst. Sá sem samið
hefir þessar skýrslur á að vera
erkihertoginn. Haldið þér að slíkt
geti komið til greina, Yðar Há-
göfgi?
— Hvað eigið þér við með
þessu?
Svipur Fabbris var kaldur og
rólegur, eins og ávallt, þegar
hann þurfti að leyna sínum réttu-
tilfinningum.
— Ég á við hvort erkihertog-
inn geti hafa látið Rússana hafa
slíkar upplýsingar?
— Landráð? Hohenlohe var
hás af skelfingu. — Nei, barón,
ég held að slíkt komi alls ekki til
greina.
— En það er samt staðreynd
að rússneska herforingjaráðið
hefir fengið slík plögg. Njósnari
okkar í Pétursborg getur náð í
afrit af þeim. Það er ekki nokk-
urt vafamál með þetta í aðalat-
riðum. Spurningin er hvort erki-
hertoginn hefiir gert þessa
skýrslu.
— Það. hefir hann gert, ég veit
það. En ekki til að láta Rússana
hafa hana!
— í hvaða tilgangi, Yðar Há-
göfgi?
— Til að senda hana til keis-
arans.
— Til keisarans? spurði Fabbri
undrandi.
— Reyndar óbeðið, sagði Hoh-
enlohe, og það var greinilegt að
hann var taugaóstyrkur. — Hans
Hátign er rétt búinn að segja mér
það. Erkihertoginn stingur nef-
inu niður í það sem honum kem-
ur ekki við, til að gera sig vin-
sælan. En það hefir verið þá tek-
ið afrit af þessarri skýrslu á
heimili hans, með leynd.
Fabbri kipraði saman varirnar.
Hann sá að hann gat ekki sakað
erkihertogann um landráð. Hann
myndi aldrei fá yfirhirðmeistar-
ann til að viðurkenna það. En
samt sem áður ....
—- Þetta er ófyrirgefanlegt
kæruleysi af erkihertogans hálfu,
sagði hann hvasst.. — Það verð-
ur strax að segja keisaranum frá
þessu, yðar hágöfgi.
— Nei, barón. Ég óska ekki
22. tbi. VIICAN 37