Vikan - 28.05.1970, Side 46
lygasögum blaðanna hafa átt
rót sína að rekja til þessara
tvífara. Þeir héldu fyrirlestra
í lians nafni, seldu handrit,
sem áttu að vera skrifuð af
honum, stjórnuðu bvltinga-
herflokkum gegn Diaz for-
seta í Mexiko, skrifuðu nafn
hans undir ávísanir, sem
engin inneign var til fyrir og
lentu i ástarævintýrum und-
ir hans nafni. Það streymdu
látlaust til hans bréf frá fólki,
sem þóttist bafa hitt hann
einhvers staðar, sem hann
aldrei hafði verið. Hann
henti gaman að öllu þessu,
þangað til einn af tvíförum
hans skaut upp kollinum í
San Francisco, og fór þar að
draga sig eftir kvenmanni að
nafni Babe. Þegar svo langt
var gengið, að Babe var far-
in að senda opin póslkort til
Glen Ellen, þar. sem hún
skrifaði: „Elskarðu mig ekki
lengur?“ og skrifaði undir.
„Kærastan þín“, fór hann að
gera gangskör að því að út-
rýma þessum tvíförum, en
honum tókst það aldrei al-
veg. Vegna þess hve allt var
óljóst um ætt hans og upp-
runa, fékk hann bréf frá
bráðókunnugu fólki, sem
fullyrti, að hann væri sonur
þess, bróðir eða frændi. Fjöl-
skylda ein í Oswego í rikinu
New York fullyrti, að Jack
héti réttu nafni Harry Sands
og hefði strokið að heiman
um fermingaraldur. Honum
var einnig borið á brýn að
hafa gefið ranga mvnd af
lífinu í lAIaska, og að vita
ekki um hvað hann skrifaði.
Ásökunin um ritstuld var
svo algeng, að hann lá sífellt
undir henni. Þegar árið 1902
hafði hann verið sakaður um
að hafa stolið sögu frá rit-
höfundinum Frank Norris.
En þegar það kom í ljós, að
þriðji maðurinn hafði skrif-
að sögu um sama efni, var
málið rannsakað, og kom þá
i ljós, að þoir höfðu allir
fengið hugmyndina úr
skýrslu um atburð, sem skeð
hafði í Seattle. Stanley Wat-
erloo hafði skrifað „Söguna
af Ab“ og Jack hafði notað
hana sem grundvöll að sög-
unni „Á undan Adam“. Út
úr þessu gerði Stanley mikið
veður ,sem breiddist út um
allan heim. .Tack svaraði með
STEREO
MAGNARAR
FM-TUNERAR
DULCI 207 2x7 W
Stereo magnari, verð
kr. 7.230,00
DLCI FMT 7
tuner, verð kr 6.740,00
a o
Eignist stereo sett — Njótið góðs hljómflutnings
Greiðsluskilmálar og ÁRS ÁBYRGÐ
EINAR FARESTVEIT & CO. HF.
Bergstaðastræti 10A - Sími 16995
þvi að viðurkenna skuld þá
sem hann stæði í við Water-
loo, en hélt að öðru leyti
fram, að hinn frumstæði
maður væri almenningseign.
Frank Harris ritstjóri og rit-
höfundur hafði í einni af
greinum sinum vitnað í ræðu,
sem biskup Lundúnaborgar
átti að bafa lialdið. Jack
hafði notað þessa ræðu í
„Járnhælnum", og nú reyndi
Harris að vekja athygli á
sjálfum sér með því að birta
grein sina samhliða kaflan-
um úr „Járnhælnum“, og
hugðist með því að sanna
skjallega, að .Tack væri rit-
þjófur. Jack gat ekki svarað
öðru til en þessu: „Ég hef
fengið að láni, en ekki stol-
ið, af þvi að ég hélt, að Harris
hefði vitnað i frumrit.“
Til þess að geta staðið
straum af útgjöldum sínum
Verkir, þreyta í baki ?
DOSI beltin hafa eytt
þrautum margra.
ReyniS þau.
EMEDIA H.F
LAUFÁSVEGI 12 - Sími 16510
varð Jack að framleiða smá-
sögur í sífellu, sem hægt
væri að selja, og Alaskasög-
urnar voru útgengilegastar.
Hann hélt þvi áfram að ryðja
þeim úr sér, þó að honum
væri það alltaf þvert um geð.
„Ég er alltaf að reyna að
komast burtu frá Klondike.“
Margar af Alaskasögunum
eru vel skrifaðar; aðeins
Smoké Bellew-sögurnar bera
það greinilega með sér, að
þær eru samdar eftir pöntun.
Þær lögðu til sement, timb-
ur og kopar í nýja heimilið
hans, og honum fannst sjálf-
um, að hann borgaði þessar
vörur með ósviknum vörum.
„Mér þótfi allt annað en gam-
an að skrifa þessar þrettán
Smoke Bellew-sögur, en ég
gerði það alltaf eftir beztu
getu.“
Stundum var hann i vand-
ræðum með efni í sögur. Það
var einu sinni, þegar svo stóð
á fyrir honum, að hann fékk
bréf frá Sinclair Lewis,
íauðhærða blaðamanninum,
sem á sínum tíma átti við-
tal við hann fyrir blaðið
„Yale News“, og sem nú
hugðist að gerast rithöfund-
ur. Lewis sendi honum nokk-
ur uppköst að hugmyndum,
sem hann stakk upp á við
Jack, að hann notaði, og
bauð honum þau fyrir 7,50
dollara stykkið. Jack valdi
„Garð skelfingarinnar“ og
aðra til og sendi Lewis ávís-
un á 15 dollara. Lewis skrif-
aði strax aftur og þakkaði
Jack og sagði honum, að
peningarnir hefðu farið fyr-
ir vetrarfrakka, sem ætti að
vernda hann gegn vetrar-
stormunum.
Seinna sendi Lewis honum
hugmyndir að tuttugu og
þrem sögum og lét fylgja
með „fylgibréf með vörum,
sendum samkvæmt beiðni,
verð .. .. “ .Tack keypti eina
hugmyndina fyrir 2,50 doll-
ara, tvær fyrir 7,50 dollara
og eina fyrir 10 dollara, —
alll sama verðið og Lewis
hafði sett upp. Þessar hug-
myndir notaði Jack í sögum-
ar „Þegar heimurinn var
ungur“, sem kom út i tíma-
ritinu „Post“ og litlu skáld-
söguna „Hnefaleikarann",
sem kom í „Popular Maga-
zine“. Þegar hann skrifaði
Lewis, að í fyrsta skipti á
ævinni leiddist sér að semja
smásögu og hefði ekki liug-
mynd um hvernig hann ætti
að fara með liugmynd hans
að „Launmorðingja-skrif-
stofunni“, sendi Lewis, sem
nú var farinn að vakna til
meðvitundar um hæfileika
sína, honum ókeypis langa
skýringu á þvi, hvernig vinna
ætti úr hugmyndinni.
Greiðviknastur var .Tack
London i garð allra þeirra
ungu skálda, sem flykktust
að lionum eins og engisprett-
ur. Það leið ekki sá dagur,
— Það getur verið að prest-
inn langi ekkert til að hafa
loðna bringu!
— Þrjár mínútur búnar, herra!
46 VIKAN 22- tbl-