Vikan


Vikan - 28.05.1970, Qupperneq 50

Vikan - 28.05.1970, Qupperneq 50
(B> FRÁ RAFHA BORÐHELLA MEÐ 4 HELLUM, þar af 1 með stiglausri stillingu og 2 hraðsuðuhellur. — Heimkeyrsla og Rafha ábyrgð. 56 LÍTRA OFN MEÐ LJÓSI, yfir og undirhita stýrt með hitasti11i. Sérstakt glóðarsteikar element (grill). Klukka með Timer. Heimkeyrsla og Rafha ábyrgð. VIÐ OÐINSTORG - SlMI 10322 „Okkur var gefið það, þegar við gengum frá borði í Barcelona," fræddi ég hann á. „Tollvörðurinn sagði, að við þyrftum leyfis með. Ég hef það í . .." „Þá er það í lagi," greip hann fram í. „En samt ráðlegg ég ykkur að hlusta aldrei á ensku útsendingarnar frá Gibraltar, því sá staður er ekki vel þokkaður hjá Spánverjum." Ég horfði á hann gröm, og fann að stolt Önnu yfir ítalska viðtækinu sínu hafði verið sært. Desmond sveigði bílnum upp að gangstéttinni og benti á lítið gisti- hús, þar sem orðið „Bar" stóð yfir dyrunum. „Þetta hótel kann ég vel við," sagði Desmond. „Verðið er sanngjarnt, maturinn góður og herbergin hrein. Dómkirkjan er hérna nálægt og fleiri merkir staðir. Svo er líka hægt að fá bílskúr hér." Anna virtist á báðum áttum, en ég sagði: „Gott, við skulum þá vera hér. Desmond hefur hingað til valið vel." Hann brosti við og setti bílinn í gír aftur. „Gott. Ég þarf að skreppa í síma og skal panta herbergi handa okkur." Hann lagði bílnum í húsagarði og lét okkur bíða meðan hann orðn- aði hlutunum. „Ég vona að hann verði fljótur," stundi ég. „En er nokkuð að, Anna? Þú hefur verið svo þögul?" „Heldurðu að lögreglan hafi verið að leita að morðingjanum?" spurði hún á móti. Ég opnaði handtöskuna mína og tók fram púðurdósina. „Ekki var Desmond á því, eða skildist þér það, Anna? Ríkislögreglan vasast víst líka meira í öllu sem viðkemur stjórnmálum." „Eins og Gestapo gerði í Þýzkalandi?" „Já, en ekki eins grimmt. En það er sjálfsagt skynsamlegt af okkur að hlusta sem minnst á Gíbraltarútvarpið, eins og Desmond sagði." „Þú manst, að í úlvarpinu þaðan var sagt ,að ríkislögreglan hefði verið send á morðingjann." Ég yppti öxlum og lokaði púðurdósinni. „Kannske er núna búið að taka hann fastan. Við höfum ekkert fylgzt með fréttum síðasta sólarhringinn. En þarna kemur Desmond . . . ." „Jæja, góðurinn, getum við nú flutt inn?" spurði Anna. Hann leit snöggt á hana og kinkaði kolli. Ég fékk tvö herbergi á annarri hæð. Maturinn er tilbúinn, svo við skulum fresta kirkjuferðinni í bili. Ekkert herbergi er til handa mér, en það er gististaður í hliðargötu 50 VIKAN ^2- tbl- hér í nágrenninu. Þar ætla ég að sofa, en borða með ykkur hér í hótel- inu. Er það ekki samþykkt?" „Þetta er svo sem viðunandi," masaði Anna, „en betra væri, að þú héldir til á sama stað." „Það sakar ekkert," anzaði hann. „Allt hefur farið ágætlega hingað til. Ég hef sagt hótelhaldaranum, að þið talið aðeins ensku. Burðarmað- urinn hefur fengið þjórfé. Og nú þurfið þið ekki að hugsa um annað en að vera tilbúnar eftir hálftíma og ganga niður í matsalinn. Þá kem ég líka þangað, og við athugum matseðilinn saman." „Þú sérð fyrir öllu," sagði ég hlægjandi. „Þetta ætlar að verða undur létt fyrir okkur." „Er ekki líka ágætt fyrir ykkur, að einhver taki ábyrgðina? Finnst þér nokkuð verra, að ég geri það, Anna?" spurði hann kurteislega. „Nei, áuðvitað ekki," viðurkenndi Anna. Hann snérist á hæli og gekk eftir yfirbyggðum ganginum til garðs- ins, en við sögðum burðarpiltinum, hvaða töskur við vildum fá inn í hótelið. Piltur þessi var fjórtán til fimmtán ára, dökkhærður, og virt- ist bergnuminn að Ijósa hárinu hennar Önnu og stuttum kjólnum. Augu hans tindruðu í hvert sinn, er hann horfði á hana. Hann talaði stöðugt á leiðinni upp stigann til herbergis okkar. Des- mond hlaut að hafa gleymt, að segja honum, að við töluðum ekki spænsku. Mér skildist, að hann talaði ekki um annað en Desmond og spyrði Önnu að einhverju. Þá talaði hann hægt og greinilega, og ég greini orðið „novia". „Gaman væri að vita, hvað hann er að reyna að koma okkur í skilning um," sagði Anna, er hann opnaði dyrnar að herbergi okkar. „Kannske eitthvað um kærustuna" svaraði ég. „Líklega hvort þú sért kærasta Desmonds." Ég rétti drengnum tíu peseta og lét hann fara. Glöð og ánægð leit ég í kringum mig í herberginu. Óneitanlega hafði það sína kosti að ferðast með Desmond. Eg stikaði að opnum gluggan- um og horfði niður á götuna. Þar sá ég Desmond ganga að gatnamótunum. Það var heitt i veðri, og hann hafði ekið í gráu buxunum og hvítu skyrt- unni og var nú með svörtu derhúfuna á höfðinu aftur, en fátt gat verið hentugra, fannst mér á svona heitum degi. Mikið af ungum mönnum gengu framhjá og nálgaðist klæðnaðurinn að geta verið einkennisbúning- ur. Allir voru í sömu dökku buxunum, hvítri skyrtu og með svarta der- húfur. Framhald í næsta blaði.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.