Vikan


Vikan - 11.06.1970, Blaðsíða 3

Vikan - 11.06.1970, Blaðsíða 3
24. tölublað 11. júní 1970 - 32. árgangur VIKAN I ÞESSARI VIKU Nýlega voru hér á ferð sænskar blómarósir, þátttakendur í fegurðarsamkeppni unglinga. Það má með sanni segja að þær taka sig Ijómandi vel út í íslenzku umhverfi og er ekki annað að sjá en að þær njóti ferðarinnar. í þessu blaði verður grein um morðið á þýzka ambassadornum í Guatemala, en aðallega verður þó fjallað um það sem að baki er þeim atburði. Tæknilegar nýjungar eru ekki lengur óljósir framtíðardraumar og það má sjá á heimssýningunni í Osaka. í framtíðinni verður það ósköp hversdagslegt að hafa sima í vasanum eða handtöskunni og kaupa sjónvarpsmyndir í hylkjum. ( NÆSTU VIKU Mikið hefur verið rætt og ritað um það hvort leyfa eigi minkaeldi hér á landi. Nú er búið að leyfa það með lögum og fyrsta minkabúið tekið til starfa að Lykkju á Kjalarnesi. Blaðamaður og Ijósmyndari frá Vikunni skruppu þangað á dögunum . . . t nó hefir verið sagt frá því að von sé á fyrsta barninu, sem frjóvgað er í tilraunaglasi, í Bretlandi. Þetta er ekki rétt. Kona ein í Toronto ól eitt slíkt barn, en það er sorgleg saga . . . Maria Callas varð frægust fyrir söng sinn, en hún hefir lika verið mikið umtöluð vegna skaphita og sambandsins við Onassis skipakóng. Nú er hún að reyna nýjar ieiðir og hefir lokið við að leika í fyrstu kvikmyndinni, Medeu. Kvikmyndin hefir fengið misjafna dóma, en Callas var hin hressasta á frumsýningunni. FORSÍÐAN Á forsíðunni er mynd af nýtízkulegu baðkeri, eins konar baðvél, sem er til sýnis á „Expo '70" í Osaka. í FULLRI ALVÖRU NÝ SENDIRAÐSSAGA Rétt fyrir nýafstaðnar kosningar átti sá atburður sér stað í Englandi, að nokkrum islenzkum náms- mönnum var meinaður aðgangur að sendiráði okkar þar er þeir vildu neyta atkvæðisréttar sins. Hafði námsfólkið, sem stundar nám í Manchester og var önnum kafið við próflestur, áður farið þess á leit að því yrði gert kleift að greiða at- kvæði þar í borg, en þeim tilmælum neitaði c'ómsmálaráðuneytið íslenzka. Vegna prófanna var námsfólkinu ekki unnt að skreppa til Lundúna nema um einnar helgar skeið, og skyldi maður ætla að ekki hefði þurft að kosta miklu til af hálfu sendiráðsins þótt atkvæðagreiðslan hefði mátt fara fram þar einhvern þessara daga, þótt frídagar teldust samkvæmt almanaki. Eftir heil- mikið þvarg við utanrikisráðuneyti, yfirkjör- stlórn. dómsmálaráðuneyti og aftur utanrikis- ráð' nsyti tókst námsmönnum að fá siðastnefndu stofnunina til að gefa starfsmanni sínum, am- hassadsr íslands í Lundúnum, fyrirskipun um að levfa atkvæðagreiðsluna í sendiráðinu einn téðra frídaga. Nú hefði mátt halda að allt hefði verið klapp- að rg klárt. en þegar námsmennirnir frá Man- rhester komu til Lundúna tiltekinn dag, var sendi- ráðið þeim harðlæst og ambassador hvergi tagl- tækur. Lauk svo — eftir margra klukkutíma bið á tröppum síns eigin sendiráðs — að námsmenn- irnir urðu frá að hverfa án þess að hafa fengið lokið erindi sínu. Þegar loksins náðist til am- bassadorsins þverneitaði hann að hafa fengið nokkur fyrirmæli frá utanrikisráðuneytinu um að leyfa námsmönnum að kjósa þennan dag. Atvik á borð við þetta gefa nokkuð góða inn- sýn i það sljóa, lata og ópersónulega bákn sem stjórnarstofnanir íslenska lýðveldisins eru. Mað- ur skyldi ætla að auðvelt hefði verið fyrir náms- mennina í Manchester að fá sinni sjálfsögðu málaleitan framgengt án þess að þurfa að rekast með hana fyrst á milli ótal heródesa og pílatusa í ráðuneytum og kjörstjórn. Um hátterni ambassa- dorsins sjálfs er bezt að hafa sem fæst orð. Það dæmir sig sjálft. En er við öðru að búast í utan- ríkisþjónustu ríkis, sem telur sendiráð sín til einskis þarfari en að breyta þeim í hvildarheimili fyrir stjórnmálaspekúlanta sína, þegar þeir hafa afdankast mátulega í bitlingapólitíkinni heima- fyrir? VIKAN Útgefandl; Hllmlr hí. Ritstjóri: Gylfi Gröndal. Blaöamenn: Dagur Þorlelísson, Matthlldur Edwald og Ómar Valdimarsson. Útlitsteikning: Hall- dóra Halldórsdóttir. Auglýsingastjóri: Sigriöur Þor- valdsdóttir. — Ritstjóm, augiýsingar, afgreiösla og dreifing: Skipholti 33. Simar 35320 — 35323. Pósthólf 533. Verð í lausasölu kr. 50,00. Áskriftarverö er H75 kr. fyrir 13 tölublöö ársfjóröungslega, 900 kr. fyrir 26 tölublöö misserislega. — Áskriftargjaldið grelöist fyrirfram. Gjaldd. eru: Nóv., febrúar, mai og ágúst. 24. tw. VIKAN s

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.