Vikan


Vikan - 11.06.1970, Blaðsíða 5

Vikan - 11.06.1970, Blaðsíða 5
Að vera öSruvísi Lifnaðarhættir mörgæsanna vöktu snemma athygli, og þá sérstaklega vegna þess hve líkir þeir virðast mannlífinu okkar. Mörgæsin er sannarlega virðu- legur og skemmtilegur fugl, þar sem hann sprangar í kjól og hvítt og heimspekileg ró hvílir ® Talan þrettán er mjög mikil happatala á Ítalíu. Og til marks um það eru stúlkur vanar að hafa þrettán gripi á talnabandi sínu, sem vernd gegn freistar- anum. yfir svip hans og limaburðum. A sama hátt og erfitt er að vera utangarðs í þjóðlífi manna, er engan veginn auðvelt að skera sig úr í heimi mörgæsanna. Þessi skemmtilega mynd birtist nýlega í þýzka blaðinu Stern og hún sýnir okkur afbrigðilega mör- gæs. Hún er ekki aðeins með hvítt vesti við kjólinn sinn, held- ur er kjóllinn líka skjannahvít- ur. Hinar venjulegu mörgæsir líta þetta afbrigði óhýru auga eins og sjá má og hvítinginn er engan veginn lukkulegur; virð- ist blygðast sín fyrir hlutskipti sitt. • visur vikunnar Nú virðist margur til muna hrjáður er mæddi pólitískt austanrok því sumir hrósa víst sigri áður en sjást hin raunhæfu endalok. Á mörgum foringja fölnar brosið því framsókn manna sín takmörk á og ýmsir hafa víst öfugt kosið því ótrygg reyndist hér sumra spá. Og þeir sem ræddu hér rændir svefni um raunhæft fylgi sitt hér og þar ei hafa lengur neitt umtalsefni annað en lausung og veðurfar. Tónskáldin Ungt tónskáld hafði til að bera meiri metnað en gáfur. Hann sneri sér til Mozarts og spurði, hvernig maður ætti að verða tónskáld. — O, skrifaðu nokkur smá- stykki, sönglög t. d. til að byrja með, svaraði Mozart. — En þér sömduð sinfóníur á barnsaldri. — Já, einmitt, sagði Mozart. — En ég spurði heldur engan að því, hvernig ég ætti að verða tónskáld. Nunnur í judo Judo er mjög í tízku nú á dögum um allan heim. Jafnt konur sem karlmenn leggja stund á judo. Stöðugt vaxandi glæpir 1 Bandaríkjunum eru mikið áhyggjuefni, enda er nú svo komið, að í flestum stórborg- unum geta menn naumast geng- ið óhultir á götum úti. Nunn- urnar í Los Angeles vinna hjálp- arstarf í fátækrahverfunum, og þess vegna var talið nauðsyn- legt, að þær lærðu að verja sig, ef á þær yrði ráðizt — og judo var talin bezta aðferðin til þess. Nýjasta hárgreiðslan frá París Þannig lítur nýjasta hár- greiðslutízkan út í París í sum- ar: hárið á að standa út til beggja hliða eða vera bundið í hnút við eyrun. Hárgreiðslunni fylgir gjarnan notkun stórgerðra skartgripa, sem tyllt er fremst á ennið.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.