Vikan


Vikan - 11.06.1970, Blaðsíða 4

Vikan - 11.06.1970, Blaðsíða 4
Oft er lötum illt í fœti, þá eitt- hvað þarf að fara. Islenzkur málsháttur. • fólk í fréttunum Kímni í frásagnarmáta einkenndi ekki sögur Hemmingways, en kátur gat hann nú samt verið á stundum. Langt er síðan tekið var að safna í Bandaríkjunum kát- legum og skrítnum athugasemdum, sem hann hafði sagt á glaðri Stundu. Hér á eftir fer ein slík — um fisk og skáldskap: — Allir rithöfundar ættu að borða mik- inn fisk, því að trosið inniheldur fosfór og hefur hressileg áhrif á heilasellurnar. Nokkrum rithöfundum nægir að sjálf- sögðu að snæða sardínur, en aðrir verða að gleypa í sig heilan hval! í FORSETATÍÐ John F. Kennedys tóku gestir Hvíta hússins eftir því, að forsetinn var farinn að reykja risastóra vindla, einkum stærstu gerðina af Corona. Kunningi Kennedys var mjög forvitinn að fá að vita, hvers vegna hann reykti slíka vindla. Forsetinn svar- aði: Það stendur þannig á því, að ég hef komizt að raun um, að þessir vindlar endast nákvæmlega jafn lengi og venjulegur ráðu-. neytisfundur. Randolph Churchill, hinn kunni brezki blaðamaður, sem er eins og kunnugt er sonur hins fræga sir Winstons Churchill, lét eitt sinn orð falla um Fleet Street. Blaðamannastéttin fékk margar sneiðar, en þó mun þessi vera verst: — Faðir minn sagði eitt sinn við mig: Þú skalt standa upp og segja þína skoð- un hreinskilnislega — en annars halda kjafti. Þessu boðorði hef ég síðan fylgt, og ég vildi óska, að blöðin í Fleet Street gerðu slíkt hið sama. REMARQUE, höfundur sögunnar „Tíðindalaust á vesturvígstöðv- unum“, spjallaði eitt sinn við bandaríska stúlku. Sú bandaríska, sem talaði þýzku mætavel, spurði rithöfundinn, hvers vegna hann hefði aldrei heimsótt Bandaríkin. Remarque svaraði því til, að hann kynni aðeins nokkrar setningar í ensku. Hvaða setningar eru það? spurði stúlkan. Remarque þuldi þá upp á sinni bjöguðu ensku: — - How do you do? I love you. Forgive me. Forget me. Ham and eggs, please. — Hamingjan góða, hrópaði stúlkan. — Með þennan orða- forða gætuð þér ferðazt um Bandaríkin þver og endilöng. • Vandi sérhvers ritstjóra er að fá upplag blaðs síns til að vaxa — án þess að verða æru laus maður. Thompson. Lífið er eins og að leika á fiðlu fyrir troðfullum sal áheyrenda — á meðan maður er enn að læra grip- in. Hún var hálfan sólarhring í samkvæmi Það er ýmislegt hvíslað um Margréti prinsessu Breta. Hún afþakkar sjaldan samkvæmi eða hressandi ölkrús. Nú hefir hún hneykslað Breta einu sinni enn- þá. Fyrir nokkru fór hún í sam- kvæmi á landsetri, rétt fyrir ut- an London. Klukkan sex um morguninn fóru flestir gestirnir heim til sín, en Margaret prins- essa og sjónvarpsfréttamaðurinn Derek Hart, voru kyrr. Þau gistu • Þegar enski flotaforinginn, Boddam Whetnam fór burt frá Kína fyrir alllöngu, en þar hafði hann aðsetur í mörg ár, var hon- um boðið í kveðjuhóf. í veizl- unni afhenti hann sérhverjum gesti bók, sem hét „Það sem ég veit um Kína“. Bókin var aðeins nokkrar blaðsíður - allar auðar og óskrifaðar. og fóru ekki heim til sín fyrr en eftir hádegi, þá ók Derek bíl prinsessunnar .... Hvað kom til? spurðu blöðin, þegar þetta fréttist. Það sama hugsaði eiginmaður prinsessunn- ar, Snowdon lávarður, sem var á ferð í viðskiptaerindum í New York, þar sem hann las þessa frétt, og Elisabeth drottning, sem var á ferð í Astralíu. Sá sem hélt þetta umtalaða samkvæmi, var góður vinur prinsessunnar, Johnny Dank- worth. Meðal gestanna voru iíka Mia Farrow og André Previn, sem nýlega voru búin að eignast tvíbura, en þau eru ekki gift ennþá. Þegar Derek Hart, sem er fer- tugur, aðlaðandi náungi, heyrði að fólk var að fárast yfir þessu, yppti hann öxlum og hló. Hann — og Margrét! Hann hafði ekki heyrt neitt svo fyndið! Kemur í skólann á þyrlu Kicki Lindholm býr á af- skekktri eyju í Svíþjóð, Gallnö, og það er engan veginn auðvelt fyrir hana að ganga í skóla. Næsti skóli er í 40 kílómetra fjarlægð og þarf að fara yfir gríðarstórt vatn. Hún hefur oft átt í mestu brösum með að komast í skólann, sérstaklega á veturna. En vandamálið leystist, þegar pósturinn á eynni fékk sér þyrlu. Nú flýgur hann með Kicki litlu á hverjum mánudagsmorgni. Eyjaskeggjar hafa heldur betur tekið tæknina í sína þjónustu. Faðir Kicki á til dæmis vélknúna snjóþotu, og bíður eftir Kicki sinni á hverjum laugardegi, og ekur henni heim á snjóþotunni um leið og hún stígur út úr þyrlu póstsins. ' ☆ 4 VIKAN 24- tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.