Vikan


Vikan - 11.06.1970, Blaðsíða 49

Vikan - 11.06.1970, Blaðsíða 49
Ævintýri á Spáni Framhald af bls. 33. Ur fjarlægð heyrðum við hvellinn úr riffli Luca. Maðurinn féll fram yfir sig og missti vopn sitt og tók að velta niður hallann í áttina að Desmond. ffann brá fyrir sig höndunum og stöðvaðist við eitt furutréð. Desmond gekk til hans, og ég sá, að þeir slógust undir trénu. Eg greip kíkinn og virti bardagann fyrir mér, sá Desmond lyfta hægri handleggnum og Ijósta manninn höggum. En maðurinn varðist höggunum með því að sparka með fótunum. Þannig gekk þetta nokkra stund. Fljótlega sá ég glampa á eitthvað í hendi Desmonds, og mér flaug veiðihnífurinn í hug. Ætlaði Desmond að stinga andstæðing sinn til bana? Eg fann að Anna tók af mér kíkinn um leið og hún sagði: ,,Hvað er að þér, Lísa? Er að líða yfir þig?" „Maðurinn hlýtur að vera meðvitundarlaus," hélt Anna áfram eftir að hafa sett kíkinn fyrir augun. „Hann hreyfir sig ekki. Desmond hefur borgað fyrir sig, því hann skaut á Luca. Ég er fegin, að ég skuli ekki skulda Desmond peninga, ef hann innheimtir þá svona." „Ég hélt, að ekki þyrfti að nota svona aðferðir ." Meira gat ég ekki sagt, því mér sortnaði fyrir augum. „Lísa, Lísa, í guðanna bænum . . ." heyrði ég í Onnu, og meira vissi ég ekki fyrr en ég kom til meðvitundar aftur og fann Onnu núa á mér handlegginn og nefna nafnið mitt. Ég reyndi að setjast upp af gólfinu, og þá tók Anna utan um mig og féll í grát. „Ekki datt mér í hug, að þig mundi svima svona", snökkti hún. „Ég hélt þú værir dáin . ." „Mig hefur aldrei svimað fyrr ." kjökraði ég. „En Anna, at- hugaðu nú í kíkinum, hvað er að gerast." „Það er allt í lagi," svaraði Anna hughreystandi. „Þeir Desmond og Luca eru heilir á húfi... Luca hefur sótt bíl mannsins og þeir bera hann inn í bílinn. Ekki er að sjá, að han hreyfi sig neitt. Desmond hefur víst ekki verið neitt vægur við hann. Sjálfsagt keyra þeir með hann til þorpsins eða hingað." „Koma með hann . . hingað " Mig svimaði aftur. „Nei ." Anna horfði í kikinn. „Ég held þeir séu á leiðinni hingað. Já, nú sé ég það betur En hvað eru þeir að gera þarna?" „Hvar?" Ég reis upp og hallaði mér upp að veggnum. „Þarna," svaraði Anna og benti. „Hvað geta þeir verið að gera svona nálægt hamrabrúninni?" Ég sá bílinn, sem ók mjög hægt. Andartak fór hann í hvarf bak við tré, og svo æpti Anna upp: „Sérðu ekki, hvað þetta er hættulegt? Þeir gætu . . ." Hún dró andann léttara. „Sem betur fór stönzuðu þeir." Bíllinn nam staðar rétt við tréð. Milli hans og klettabrúnarinnar var á að giska fimmtíu metra nakin jörð og grýtt. Luca sté út úr aftursætinu og tók að draga eitthvað úr bílnum. „Hvað skyldi Luca vera að gera?" umlaði ég. „Hann er að setja eitthvað inn í bílinn. Já, það eru rifflarnir og kjöt- ið, sem maðurinn skar af villibráðinni." „Nú keyrir Desmond af stað. Það situr einhver við hliðina á hon- um. Gæti verið hinn maðurinn. Hann er enn meðvitundarlaus. Hann ." „Hann er ekki meðvitundarlaus!" gall ég við. „Anna hann er dáinn! Ég er viss um það. Desmond hafði hníf með sér og stakk mann- inn hvað eftir annað og skildi hann eftir liggjandi. Desmond drap hann. Það er ég alveg viss um." „Nei," stundi Anna og varð náföl. „Lísa, þú mátt ekki tala í hálf- kæringi um svona hluti " Mér er alvara," svaraði ég. „Af hverju heldurðu, að mig hafi svimað svona afskaplega? Mig hefur aldrei svimað fyrr Anna, við verðum að komast héðan úr turninum áður en þeir koma inn í húsið." Anna hafði alveg gleymt kíkinum og stamaði: „Þú ... þú ert þá . . . ekki að gera að gamni þínu?" Ég tók kíkinn í hönd mér. „Mér hefur aldrei verið meiri alvara á ævinni." „Desmond mundi aldrei Lísa. Bíllinn! Sjáðu!" Bíllinn ók af stað í áttina að klettabrúninni. Ég flýtti mér að bera kík- inn upp að augunum og sá Desmond stökkva út; hann féll við en reisti sig undir eins upp aftur, og ég sá stóran bílinn steypast fram af brún- inni. „Lísa, maðurinn var allan tímann í bílnum!" brauzt upp úr Önnu. „Nú trúirðu mér kannske, Anna. En hann var dáinn áður en billinn hrapaði. Desmond sálgaði honum í brekkunni." „Nei, nei!" æpti Anna upp með grátstaf í kverkunum. „Það gæti Desmond aldrei gert." „Anna, þetta var allt ráðgert frá byrjun. Þeir eltu manninn eins og dýr, drápu hann og telja sig hafa breitt yfir öll verksummerki. Telja, að líkið finnist ekki fyrr en löngu eftir að Desmond er kominn til Frakk- lands í bílnum okkar og með okkur." „En við sáum, að hann gerði það," hvíslaði hún. „Við sáum það." Hún MIDA PREIMTUIM HILMIR HF SKIPHOLTI 33 - SlMI 35320 brá lófa fyrir munninn. „Almáttugur, Lísa. Ef þeir vissu, að við sáum það..." „Þeir koma fljótlega. Desmond segir okkur sjálfsagt, að þessi marg- umtalaða skuldheimta sér úr sögunni og að þeir hafi villibráð með, enda höfum við sjálfsagt heyrt öll skotin. Anna, við verðum að koma okkur héðan." Við létum ekki sitja við orðin tóm og flýttum okkur niður stigana. Ég heyrði Önnu tauta fyrir munni sér: „Og ég sem lét hann kyssa mig, Lísa! Ég trúi þessu ekki. Vil það ekki!" Við komum sprengmóðar niður í stórt anddyrið. „Við verðum að ná í dótið okkar inn í herbergið", sagði ég. „Nei, láttu það vera. Höfum engan tíma til þess." „Nei, við þurfum vegabréfin, peningana og fötin ." „Náðu þá í það. Ég fer ekki aftur þangað." Hún sýndist orðin ær. „Ég bíð í bílnum." „Nei, það gerirðu ekki, Anna! Þú verður að hjálpa mér." Hún féll niður á kné og tár streymdu niður kinnarnar. „Ég þori það ekki." „Ég er líka hrædd. En við mundum verða enn hræddari, værum við hér þegar þeir koma. Komdu nú." Við lukum við að koma fötunum okkar í töskurnar. Ég hafði alveg ruglazt í, hvað tímanum leið, gat ekki áttað mig á, hvort liðin var stutt stund eða einn til tveir klukkutímar frá því við fórum upp í turninn. Við hlupum riiður að bilnum og fleygðum farangrinum í aftursætið. Svo settist ég undir stýri. „Vertu nú fljót að setja í gang, Lísa," sagði Anna óðamála. „En hvar er lykillinn?" „Desmond keyrði bílinn ( kvöld. Hann er með lykilinn." Anna leit skelfd á mig. „Við verðum þá að hætta við að fara í bílnum, hlaupum heldur niður í þorpið." „Það eru meira en sex kílómetrar til þorpsins," svaraði ég í örvænt- ingu. „Þeir verða ekki lengi að ná okkur En kannske liggur lykill- inn í herberginu hans. Hann hafði fataskipti þar." „Við gætum falið okkur milli trjánna við veginn . . ." „Vertu kyrr þarna sem þú ert!" skipaði ég og reyndi að sýnast stillt. „Bíllinn er eina björgunin okkar. Ég sæki lykilinn." Ég hljóp í spretti aftur að húsinu. Nú reið á miklu, að Desmond hefði ekki læst herberginu! En svo slæmt var það ekki. Herbergið var stærra en okkar og vel búið húsmunum. Bakpokinn hans var ! einu horninu. Ein af skúffunum 24. tbi. VIKAN 49

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.