Vikan


Vikan - 11.06.1970, Blaðsíða 30

Vikan - 11.06.1970, Blaðsíða 30
Grillréttir Það á miög vel við þegar grillað ( glóðarsteikt) er að bera með hrís- grjón. Sér í lagi þegar steikt er á pinnum í litlum bitum. Þá má þrasða á pinnana; kjötbita, lauk, flesk, pap- rikubita, rauða eða graena, sveppi, tómata o.s.frv. Gamaldags hrísgrjónaábætir Smyrjið eldfast mót og setjið 1 Itr. af mjólk í og V2 tsk. af salti og látið 3 msk. af sýrópi renna útí svo það dreifist sem bezf um mótið. Setjið þvínæst IV2 dl af hrísgrjónum samanvið og látið bakast við 175— 200° í ca. 2 tíma. Berið fram sultu með. Ananashrísgrjón með karamellusósu Notið afganga af hrísgrjónagraut eða sjóðið 1V2 dl af hrísgrjónum í ca. 18 mínútur og skolið í köldu vatni. Þeytið 2 dl af rjóma með 3 msk af sykri og blandið saman við. Setjið síðan til skiptis með hrísgrjón- unum smáttbrytjaðan ananas á fat eða í skál, og hellið karamellusósu yfir. f dag bjóðum við upp á hrísgrjónarétti. Hrís- grjónaréttir eru tiltölu- lega ódýrir réttir og vel til þess fallnir að auka á fjölbreytnina í matar- gerðinni. Algengast mun vera hérlendis að bera fram hrísgrjón með kjötrétt- um og eiga þau þá að vera laussoðin. Því miður tekst ekki alltaf sem bezt, en þau eiga Hrísgrjónaábætir alls ekki að vera klístr- uð saman eða í mauki. f verzlunum fást fljótsoðin hrísgrjón, en þau eru meðhöndluð þannig að suðuvatnið fer fljótt inn í hrísgrjón- in og þau verða mjúk á fáeinum mínútum. Það getur verið gott að eiga þau þegar tíminn er naumur, en þau eru dýrari. 2 bollar kaldur hrísgrjónagrautur. 2 eggjarauður hrærðar útl og syk- ur eftir smekk. Stífþeyttar hvlturnar settar gætilega útí. Ur V2 dós af ferskjum eru teknar 4 frá og það sem eftir er skorið í smáa bita og sett á botninn í 4 smurðum eldföst- um skálum eða 1 eldföstu móti. Hrísgrjónablandan sett yfir og heilu ferskjurnar þar ofan á og smjörbiti. Bakist í ca. 20 mínútur við 225°. Berið fram heitt.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.