Vikan


Vikan - 11.06.1970, Blaðsíða 34

Vikan - 11.06.1970, Blaðsíða 34
Þau merku tíðindi hafa nú gerzt að Jónas R. Jónsson, hinn geysivin- sæli söngvari hljómsveitarinnar Nátt- úru, hefur ákveðið að hætta öllu standi í poppinu. Kemur ákvörðun Jónasar til framkvæmda í ágúst, næstkomandi, og er ástæðan sú að honum hefur verið falin verzlunar- stjórn í einni „flottari" herrafata- verzlana höfuðborgarinnar. Það er ekki nokkur vafi á þvi að þessi ákvörðun Jónasar á eftir að vekja óánægju og athygli — en það er nú einu sinni hann sem ræður. Undanfarna mánuði hefur Náttúru vaxið mjög ásmegin og hafa þeir fé- lagar, og sérlega Jónas, orðið vin- sælli með degi hverjum, svo þessi ákvörðun kemur á hinum ólíkleg- asta tíma. Þegar þessar línur eru rit- aðar, er Jónas erlendis svo ég gat ekki lagt málið fyrir hann sjálfan, en engu að síður stendur það til um leið og hægt er. Það var fyrst árið 1964 að hann hóf að syngja opniberlega og þá með hljómsveit sem kallaði sig 5 pens, og vöktu þeir félagar óspart athygli fyr'ir skemmtilega framkomu og góðan söng og leik. Fljótlega efitr það var Jónasi boðin staða í Framhald á bls. 48. Pósthólfíð Kæri þáttur! Við þökkum þér allt gam- alt og gott. Ég og vinkona mín skrifum þér i þeirri von að fá svar við spurningunni: Hver af strákunum í Roof Tops sagði í laginu „Sjúkur draumur um lasið fólk“, er var á plötu þeirra sem kom út í fyrra: „Síðan kom ör- stutt lilé og allir fengu sér te“? Svo langar okkur líka til að vita hvenær Ari er fædd- ur og hvar liann á lieima. Hvernig er skriftin? Tvær sem gætu dáið fyrir þá. Staðreyndin er sú, að það var enginn þeirra félaga sem sagði þessa fleygu setningu, heldur var hún klippt út af segulbandsspólu sem félagi þeirra einn átti, og því er vandlega haldið leyndu hver sá maður var. Ari er fæddur 8. maí 1950, og á heima á Laugarásvegi 13. Skriftin er þokkaleg, vel læsileg og ber aldurinn með sér. Kæri þáttur! Um daginn sögðu vinkon- ur mínar mér að rokkkóng- urinn frægi, Elvis Veron Presley, væri að skilja við konuna sína, hana Priciilu. Guð minn góður, er það ekld bara bölvuð vitleysa? Viltu vera svo vænn að birta eina nvja mynd af hon- um Elvis Veron, og skrifa eitthvað um liann? Guðný Bergdís Lúðvígsdóttir, Hjaltabakka 6, Rvik. Það er rétt, að þessi orðróm- ur var á sveimi ekki alls fyr- ir löngu, en nú hefur hann verið kveðinn niður, enda ósennilegt að nokkuð hafi verið til í honum. Og fljót- lega færðu mynd af honum Elvis Veron þínum............ 34 VIKAN 24 tbl

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.