Vikan


Vikan - 11.06.1970, Blaðsíða 23

Vikan - 11.06.1970, Blaðsíða 23
Sunnudagur til sigurs Þetta er ein af lygasögunum hans Mulligans og hún fjallar um mann að nafni Eddie. Mulligan hefur verið í hernum með Eddie og þekkir hann vel. Smátt og smátt kemur það í ljós, að Mulligan hef- ur verið í hernum með öllum meiriháttar persónum. Hvað sem því líður var þessi Eddie teningaspilari, en svo göfug- ur í list sinni, að heiðarleiki hans í teningaleiknum varð aldrei dreg- inn í efa. Eddie var bara heppinn, svo heppinn, að stundum á sunnu- dögum gr'. hann rlöngvað teningunum í vegginn og fengið þá til að dansa hálfa leið til baka yfir gólfið og koma samt upp á sex. Listaverk af þessu tagi vöktu þann grun með mönnum, að hann byggi yfir yfirnáttúrlegum krafti. Eddie varð á einu eða tveimur árum ríkur og hamingjusamur maður, ekki sérlega heppinn í ástum að vísu, en mönnum getur nú ekki hlotnazt allt. Eddie fullyrti, að teningarnir gætu útvegað honum kvenmann hvenær sem hann vildi, en hann hiiti aldrei kcnu, sem honum féll í geð. Kannski var hér um að ræða gömlu söguna um refinn og kirsuberin, en Eddie stóð fast á sínu. Sá dagur rann, að Eddie og herdeild hans var flutt um borð í skip, sem sigla skvldi til ákvörðunarstaðar X. Þetta var ekki sérlega stórt skip og það voru mikil þrengsli á því. Dekkin og salirnir og gang- arnir, allt var yfirfullt. Og af tilviljun lagði skipið af stað á hæfi- legum tíma eftir kaupgreiðslu. Þennan dag voru minnst hundrað spil í gangi á dekkinu, og enda þótt Eddie væri meðal þátttakenda, þá lagði hann sig ekki allan fram, heldur „hitaði sig upp“ eins og hann kallaði það og gætti þess vel að þreyta sig ekki, því að hann vissi að mikilvægara verkefni beið hans seinna. Meðan varkárir spilamenn tóku sér hvíld, var Eddie á þönum og hafðist eitthvað að. Meðal annars reyndi hann að koma sér vel hjá þeim, sem hann taldi sig geta haft gagn af síðar. Hann hjálpaði hermanni að bera farangur sinn og þáði í staðinn vænan slurk af viskii, og í augum Eddies borgaði slíkt góðverk sig mætavel. Hann skrifaði konunni sinni bréf. Hann hafði ekki séð hana í tólf ár og hann hefði sent henni bréfið, ef hann hefði bara fundið frímerki á það. Af oe til ráfaði hann út á dekkið og tók þátt í lítilvægum spilum svona rétt til að halda hendinni liðugri og hugsun sinni skýrri. Eddie var með bunka af peningaseðlum á sér. Hann þurfti ekki „að spila sig upp“ eins og hann kallaði það. Hann hélt sér utan við spil, þar sem margir áhorfendur voru. Hann gerði það af þessum ástæð- um: í fyrsta lagi var það tímaeyðsla. Jafngott að láta peningana safnast á fáar hendur, áður en hann byrjaði. Og í öðru lagi kaus Eddie á þessu stigi málsins að vera öllum ókunnugur til þess að geta komið á óvart. Síðasta en ekki sízta ástæðan var sú, að skipið iaeði af stað á fimmtudegi og Eddie beið eftir sunnudeginum, því að hann var alveg sérstaklega vel upplagður á sunnudögum. Einu sinni á sunnudegi — vel að merkja þetta er frásögn Mulligans — hafði Eddie unnið gufuskip af heilum hóp spilamanna í New Mexí- kó. ... í lok vikunnar tóku spilahóparnir að leysast upp. Það voru nú færri spil og upphæðirnar hærri. Á laugardaginn voru fjögur góð spil í gangi og þá fór Eddie að verða áhugasamur. Hann spilaði hirðuleysislega um morguninn, en færðist í aukana eftir hádegið. Þá batt hann endi á tvö af spilunum, því að nú var tíminn orðinn naumur og hann óskaði ekki eftir því að mörg spil væru í gangd daginn eftir. Klukkan tíu næsta dag var Eddie mættur á dekkinu, þveginn, greiddur og vel rakaður og með alla vasa úttroðna af peningum. Spilið var í fullum gangi, en það voru aðeins þrír þátttakendur í því. Eddie sagði sakleysislega: — Hafið þið nokkuð á móti því, að ég verði með nokkra um- ganga? Spilamennirnir þrír virtu hann fyrir sér með köldu augnaráði. Pólverji með annað augað blátt en hitt brúnt sagði við hann í harka- iegum tón: - - Það þarf taugar til. Við spilum ekki upp á piparkökur. Liðlega og fínlega sýndi Eddie eitt búnt af seðlum, sem líktust velheppnuðu bankaráni. Pólverjinn andvarpaði, en hinir tveir, sem höfðu sér til ágætis þann góða hæfileika að geta gert sig ósýnilega Spilamennirnir þrír virtu Eddie fyrir sér með köldu augnaráði. Pólverji með annað augað blátt en hitt brúnt sagði við hann í harkalegum tón: — Það þarf taugar til. Við spilum ekki upp á piparkökur... í fjöldanum, neru ósjálfrátt handarbökin til þess að halda fingrun- um heitum. Pólverjinn fór laumulega með veskið sitt eins og feim- in, ung stúlka, sem lagfærir hlýrann á samkvæmiskjólnum sínum, enda þótt enginn hlýri sé á honum. Hann settist á hækjur sínar við hliðina á ábreiðunni og sagði: — Hvað er í boði? Veggur af áhorfendum hlóðst upp á bak við hann. Eddie slöngvaði hundraðdollara-seðli í skálina. Pólverjinn kast- aði teningunum og vann, en lét upphæðina kyrra í borðinu. Eddie lagði í borðið á móti. Síðan lét Pólverjinn Eddie eftir fyrri hálfleik. Bak við áhorfendahringinn heyrðist stöðugt í fólki, sem stormaði að. Þetta virtist ætla að verða eitthvað sögulegt. Það var komin dá- lítil slagsíða á skipið, þar sem hermennirnir komu úr öllum áttum til þess að vera viðstaddir, þótt þeir sæju í rauninni ekkert. Fjögurhundruð dollarar lágu á ábreiðunni eins og knippi af salat- blöðum. Ósýnilegu mennirnir skotruðu augunum til Eddie, og Eddie fór á kaf niður í vasa sinn og dró upp úr honum fjögurhundruð í smáseðlum og lagði þá varlega í skálina. Pólverjinn starði illyrmis- lega á hann með bláa auganu, en slíkt bragð er happasælt í póker, en dugar trauðla í peningaspili. Hann púaði á teningana og talaði við þá. Hann fékk sjö og brosti með báðum augum. Aftur púaði hann á þá og kastaði þeim aftur fyrir sig og einn, tveir og þrír góndu á hann af teningunum. Eddie varp öndinni létt, og sjálfsöruggur og rólegur sópaði hann varlega saman salatblaðahrúgunni yfir á sinn hluta ábreiðunnar. Hann dró fram tvo hundraðdollara-seðla aðra, vafði þá saman eins og salernispappír og bætti þeim við. — Þúsund, sagði hann. — Vertu nú með eða fúlgan er mín. Þeir ósýnilegu hlupu á brott, og Eddie fékk 4-4-1. — Ég legg allt borðið undir, sagði hann blíðlega. Aðeins Pólverjinn heyrði hvað hann sagði. Hann safnaði saman teninguum, skoðaði þá vandlega, eins og hann væri að ganga úr skugga um, að það væru einmitt þessir teningar, sem væru notaðir í spilinu. Og svo hófst hann handa ranghvolfandi í sér báðum aug- um. Seðlabunkinn var tuttugu sentímetra hár, líkastur illa settu heysæti. Eddie umlaði eitthvað við sjálfan sig, meðan hann fleygði teningunum upp í loftið. Heppnin var enn með honum. — Nú köstum við í síðasta sinn. Sá sem vinnur, hirðir fúlguna. Allir um borð stóðu á öndinni, nema vélarnar. Áhorfendurnir göptu af æsingi. Það var dauðaþögn þrátt fyrir troðninginn um- hverfis ábreiðuna. Aðeins við og við skýrðu hvíslandi raddir þeirra sem á bak við stóðu, hvernig spilið stóð. Pólverjinn gaut augunum til Eddie. Aleiga hans var komin í borð- ið. Allt sem hann hafði unnið í spilum í nær heila viku lá á ábreið- unni. Eddie var rogginn með sig. Hreyfingar hans voru léttar og óþvingaðar. Hann hristi ekki teningana, talaði ekki við þá né bað þá neins. Eins og auðtrúa barn velti hann þeim léttilega eftir tepp- inu. Lengi glápti hann skilningssljór á köld augu teninganna, sem störðu mót honum. Svipur hans breyttist. Hann varð sem skelfingu lostinn. — Nei, þetta getur ekki verið! Þetta hlýtur að vera eitthvað vit- laust. Ég vinn á sunnudögum. Ég vinn alltaf á sunnudögum. Liðsforinginn sem var nærstaddur, mjakaði sér í áttina til hans. — Mister, sagði hann, mister. Það er bara ekki sunnudagur í dag. Við erum búnir að fara vfir tímamörkin. Við slepptum sunnudegin- um úr. . . . * 24. tbi. VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.