Vikan


Vikan - 11.06.1970, Blaðsíða 43

Vikan - 11.06.1970, Blaðsíða 43
FRÁ RAFHA 56 LÍTRA OFN MEÐ LJÓSI, yfir og undirhita stýrt með hitastilli. Sérstakt glóðarsteikar elemsnt (grill). Klukka með Timer. Heimkeyrsla og Rafha ábyrgð VIÐ OÐINSTORG - SÍMI 10322 Meðan þessu fór fram mátti sjá Mihailo í dyragætt- inni með fallega teppið um axlirnar. Með miklum erfið- ismunum reyndi hann að knýja áfram sín gigtveiku hein og liraða sér út. Ilann dró á eftir sér endann á tepp- inu og hann fægði gólfið. Þegar hann var sloppinn út um útidyrnar og út úr gax-ð- inurn, andaði hann loks létt- ar. Og það sem mest var um vert: Þetta var eklci draum- ur. Teppið var hans. Með viðkvæmnislegri umhyggju lagði hann skeggjaðan vang- ann við þykka og mjúka ull- ina: Guð vei’i lofaður, elsk- an mín. Komdu nú tneð hon- um Mihailo garnla í lilöðu- ræksnið hans. Yfir honum hvelfdist sól- bjartur himinninn. Hægur andvari Ixlés. tA-llt var svo ljjart og óskiljanlega fallegt í heiminum. Endinn á tepp- inu dróst við jörðu og.mynd- aði litið rykský á eflir sér.. . ☆ Hennar keisaralega tign Framhald af bls. 25. deild í St. Petersburg. Húsbóndi hennar... Hún stóð upp. — Vísið herran- um inn. Hún gekk inn í dagstof- una og lokaði svalardyrunum. Svo vafði hún grænum morgun- kjólnum betur að sér, strauk ljós- an lokk frá enninu og kveikti í sígarettu. Hendur hennar voru óstyrkar. Gplowin gekk inn. Hann var ósköp venjulegur maður í gráum jakkafötum. Hann var þybbinn, með kúlulaga höf- uð og grátt, snöggklippt hár. Var- ir hans voru þunnar, augun út- stæð og vatnsblá. Venjulegt and- lit, sem ekki var gott að festa í minni. En þetta venjulega útlit hans var villandi. Um leið og hann opnaði munninn, var hann sá sem valdið hafði, röddin var lág- vær en ákveðin. — Góðan dag, barónsfrú, sagði hann án þess að brosa. — Ég hefi ekki heyrt frá yður í þrjár vikur og vona að það sé ekki slæmur fyrirboði. — Nei, alls ekki, svaraði bar- ónsfrúin. — Það er allt eins og það á að vera. Ég skal strax gefa yður skýrslu. Gjörið svo vel að fá yður sæti, ofursti. Golowin leit rannsakandi aug- um á barónsfrúna. Hún sat þarna á móti honum grönn og sinaber, með sígarettu í munninum. Hendurnar í kjöltu hennar voru styrkar, annað var ekki að sjá. — í fyrsta lagi, sagði hann, hefir rússneska stjórninn mikinn áhuga á gangi málanna í Búlgar- íu. Ég kom persónulega til Vín til að tala við yður. Ég verð að hafa tryggingu fyrir því að þér séuð alveg ábyggileg í starfi yð- ar. Annars er þetta aðeins tíma- sóun. — Útlitið getur ekki verið betra, svaraði barónsfrúin. — Frá því í byrjun febrúar hefir erki- hertoginn staðið í sambandi við Sofiu. Eins og þér vitið, þá er það ég sem kom á þessu sambandi. Atambuloff forsætisráðherra var vinur annars eiginmanns míns. Hann hefir sent trúnaðarmann til Vínar, til að semja við erkiher- togann., — Og þessi maður heitir? — Yermoloff lögfræðingur. Hann er formaður ... — Ég veit það, formaður frjálslynda flokksins. Golowin veifaði hendinni. — Mjög vest- ræns sinnis og aðdáandi Austur- ríkis, mjög andrússneskur. Við getum ekki óskað okkur nokkurs, sem er betrá. Og hvernig standa svo málin nú? — Málin standa þannig í augnablikinu, sagði barónsfrúin, og það mátti heyra gremju í rómnum, — að erkihertoginn fer í næstu viku í fyrstu heimsókn sína, auðvitað ekki opinbera heimsókn, til Sofiu til ab kynn- ast framámönnum í búlgarska þinginu. Auðvifað leynilega og gegnum Ítalíu! — Ágætt. Það móaði aðeins fyrir brosi í öðru munnviki Golo- wins. — Þér eruð mjög dugleg, barónsfrú. — Dugleg, já,' sagði hún. — Það neyðist ég til að vera. En hversvegna fáið þér mér aldrei verkefni, sem þjóna einhverjum tilgangi? Ég hefi það á tilfinning- unni að það sem ég er látin gera, sé bara til að láta mig gera eitt- hvað. — Ég skil yður ekki. — Fyrst voru það upplýsing- arnar um þessar eldgömlu og úr- eltu varnir milli Póllands og Rússlands. Rússneska herfor- ingjaráðið hefir haft þær undir höndum í þrjátíu ár! Til hvers þurfti ég að ná í þær? Það er óskiljanlegt. Það eina sem það hafði í för með sér, var að Milly Stubel var tekin til fanga, og það var alls ekki eftir áætluninni. — Við hjálpuðum yður líka til að ná henni úr haldi. 24. tbi. VIKAN 43

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.