Vikan


Vikan - 11.06.1970, Blaðsíða 10

Vikan - 11.06.1970, Blaðsíða 10
Á hátíðisdegi verkalýðsins, 1. maí, síðastliðinn, meðan hin fjölmenna kröfuganga marséraði nrður Lauga- veginn og ræður voru fiuttar á Lækj- artorgi, voru sjö sænskar fegurðar- dísir að spóka sig í Reykjavík og nágrenni. Þær komu hingað á veg- um blaðsins Göteborgs-Tidningen, sem ár hvert velur „Vorstúlku Gauta- borgar". Þær nutu fyrirgreiðslu Loft- leiða þennan eina dag, sem þær dvöldust hér og var þeim ævintýri líkastur. Göteborgs-Tidningen er eitt af fá- um blöðum á Norðurlöndum, sem kemur út sjö sinnum í viku. Upplag þess er 78 þúsund eintök rúmhelga daga, en á sunnudögum kemur það út tvisvar sinnum, morgunútgáfa í 115 þúsund eintökum, en síðdegis- útgáfa í 105 þúsund eintökum. Blaðamaðurinn, sem hingað kom með stúlkunum sjö, heitir Lars Áhrén cg hafði hann veg og vanda af kjöri vorstúlkunnar. Það er sannarlega ekki flanað að neinu í sambandi við valið. í fyrstu lotu komu 125 stúlk- ur til greina, en úr þeim hópi voru valdar 60 stúlkur. Sérstök nefnd tal- aði viS þær allar og valdi síðan sjö stúlkur til úrslita. Siðasta orðið höfðu síðan lesendurnir sjálfir og kusu Ásmundur Sveinsson, mynd- höggvari, var lasinn þennan dag, en hresstist strax og hann frétti, að sjö sænskar fegurðardísir væru komnar að heimsækja hann. þeir vorstúlkuna eftir myndum, sem birtust í blaðniu. Það er venjan að fara eitthvað með stúlkurnar, sem komast í úrslit, og taka af þeim myndir í skemmti- legu og frumlegu umhverfi. Island varð fyrir valinu i þetta sinn og kom hópurinn hingað 1. maí. Stúlkurnar sjö eru á aldrinum 15—23 ára og eins og sjá má af þeim mörgu og skemmtilegu myndum, sem hér birt- ast, eru þær hver annarri fegurri. 10. maí voru úrslitin síðan í Lyse- berg, sem er eins konar Tivoli þeirra í Gautaborg. Kjörin var 16 ára göm- ul stúlka, Irene Schlegel að nafni. Lars Áhrén er vel kunnugur íslandi og málefnum hér á landi og mikill aðdáandi lands og þjóðar. Hann hef- ur oft stutt málstað Loftleðia og skrifað vinsamlegar greinar um fé- lagið og landið í blað sitt. Ymis tækifæri bjóðast vorstúlkum Göteborgs-Tidningen. Þær koma viða fram, og að þessu sinn var til dæm- is með í íslandsförinni Eilen Ford frá New York, en hún veitir forstöðu einu kunnasta modelfyrirtæki í Bandaríkjunum. Hún hefur þegar ráðið þrjár af vorstúlkunum sem fyr- irsætur í Bandaríkjunum. ☆ Stúlkunum fannst gott að baða sig I í sundlauginni á Hótel Loftleiðum, enda veitti ekki af eftir allt rykið á þeysingnum um borgina og nágrenni. ... "

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.