Vikan


Vikan - 11.06.1970, Blaðsíða 44

Vikan - 11.06.1970, Blaðsíða 44
Fæst núna í fyrsta sinni úr Ijósum viSi Loksins. Loksins eftir allt tekkiS: Pira- System gefur ySur kost á aS llfga uppá híbýli ySar. Ljósar viSartegundir eru sem óSast aS komast I tízku. Framúr- skarandi í barnaherbergi. SkrifborS úr Ijósri eik. UppistöSurnar svartar eSa Ijósgráar eftir vali. Smekklegt, nýtt, margir uppröSunarmöguleikar. Hvorki skrúfa né nagli í vegg. Ekkert annað hillukerfi hefur þessa kosti. Því ekki aS velja ódýrustu lausnina, þegar hún er um leiS sú fallegasta. LífgiS uppá skammdegisdrungann meS Ijósum viSi. SkiptiS stofunni meS Pira- vegg. Frístandandi. ESa upp viS vegg. Bezta lausnin í skrifstofuna. Höfum skápa, sem falla inní. BæSi í dökku og Ijósu. KomiS og skoSiS úrvaliS og möguleikana hjá okkur. Pira fæst ekki annarsstaSar. RIRA Frábær lausn í húsbóndaherbergið EINKAUMBOÐ FYRIR PIRA-SYSTEM Á ÍSLANDI / HUSooSKIP Ármúla 5 - Sími 84415-84416 — Ég er að tala um landa- mæravarninar. — Við notuðum það sem agn fyrir austurríska njósnara í Pét- ursborg, sagði hann þurrlega, — til að þeir sendu um það skýrsl- ur til Vínar, og til að það gæti komið af stað því sem nú hefir skeð. — Hvað er það? spurði bar- ónsfrúin undrandi. — Eigið þér við að reka erkihertogann úr hernum? — Já, auðvitað, svaraði Golo- win, sem nú var orðinn órólegur. — Það var einmitt tilgangurinn. Við urðum að gera það kleyft að hann gæti tekið tilboði okkar. Það var enginn annar erkihertogi sem gat komið til greina. —• Hamingjan hjálpi mér! Barónsfrúin var furðu lostin. — — Auðvitað gæti ég sparað með því að sauma fötin mín, en hvenær gerir þú það! Þetta var nokkuð snjallt, en mjög ómannlegt. Þið hafið eyðilagt líf hans og frama. — Við hugsum aðeins um vel- ferð Rússlands, madame. Við ber- um ekki hag Jóhanns Salvator fyrir brjósti. Barónsfrúin kipraði varirnar andartak. — Já, sagði hún, með sinni hrjúfu rödd. — Við vinnum fyrir Rússland. Þér, vegna þess að þér eruð Rússi. Ég vegna þess að ég má til, þér neyðið mig til þess. En hvað liggur þá á bak við þessi mál í Búlgaríu? Hvers- vegna óskar zarinn einmitt eftir Habsborgarprins í búlgarska há- sætið? — Ekkert er fjarri zarnum, sagði Golowin kuldalega. — Zar- inn vill prins frá Georgiu, prins- inn af Mingrelíu. Og það verður enginn annar sem setzt í hásæti Búlgaríu. En það verður ekki hægt nema Stambuloff, sem er á móti Rússum, verði settur af með st j órnarby lti ngu. Barónsfrúin starði á hann, skilningsvana. — Og erkihertog- inn? — Hann á aðeins að vera ástæða til stjórnarbyltingarinnar. Um leið og hann kemur til Sofia, verður Stambuloff ákærður fyr- ir að reyna að koma Búlgaríu undir austurrísk yfirráð. Þá verð- ur Stambuloff settur af og prins- inn af Mingreliu gerður að fursta. Barónsfrúin þaut upp úr sæti sínu. — Ég hef aldrei heyrt neitt svo djöfullegt, — já sannarlega djöfullegt! Og ég á að aðstoða við slíkt! Erkihertoginn verður að bitbeini um alla Evrópu, hann steypir austurrísku stjórninn, sem er alsaklaus, út í stjórn- málalega utanríkisdeilur .... — Einmitt, það er tilgangur- inn. — Nei! hrópaði barónsfrúin, utan við sig af reiði. — Ég neita að taka þátt í því! Hún æddi í ofsabræði um gólfið. — Þetta er gildra, viðbjóðsleg gildra. Erki- hertoginn veit ekkert um þetta, og Milly, hún er vinkona mín ... Golowin tók fram í fyrir henni. — Verið nú ekki svona viðkvæm. I stiórnmálum er vinátta ekki til, aðeins hagsmunir. Hugsið heldur um son yðar. Hún sneri sér við. — Hvað kemur þetta syni mínum við? — Ekkert. Ég var aðeins að minna yður á hann. Honum geng- ur vel nú, hann stendur sig vel í liðsforingjaskólanum. Það er mjög líklegt að hann verði dug- andi liðsforingi í her zarsins. Nema.... Golowin þagnaði snöggvast. — Nema að eitthvert óhapp hendi hann. Mér myndi þykja mjög mikið fyrir því. Barónsfrúin sneri sér undan til að dylja svip sinn, svo sagði hún: — Þetta verður í lagi, ofursti. Það er ekki nauðsynlegt að hóta mér. Ég er ennþá í yðar þjón- ustu. — Það er gott. Ég læt þá Yermoloff lögfræðing hafa sam- band við Jóhann Salvator ... Framhald í næsta blaði. Greifamorðingjarnir... Framhald af bls. 29. þorri íbúanna af ættum Indíána, sljóir og þrautpíndir vesalingar, kúgaðir komnir í heim og kag- hýddir langt fram í ætt. Þeir eru of langt leiddir í armóðnum til að tekizt hafi að spana þá til baráttu gegn örlögum sínum, og því er það að starfsemi FAR er nær eingöngu bundin við borg- irnar. Samtökin byrjuðu að vísu í dreifbýlinu með skæruhernaði í fjöllum sem heita Sierra de las Minas, norðvestan við borgina Zapaca. Á tímabilinu 1966—‘68 herjaði Arana ofursti í gúate- malska hernum linnulaust á skæruliðana með miklu liði og hrakti þá þaðan að lokum, þótt honum tækist ekki að uppræta þá. Áttatiu skæruliðar féllu í þessum tveggja ára átökum, en þá mögru uppskeru bætti Arana sér upp með því að láta hermenn sína strádrepa mörg þúsund smábænda í nágrenninu, sumir segja fjögur þúsund, aðrir allt að tíu þúsundum. Allur þorri þessa aumingja fólks mun þó hafa verið blásaklaust af nokkr- um stuðningi við skæruliðan;i. Síðan þá hefur FAR aðeins starfað í borgunum, en látið þeim mun meira að sér kveða þar. Dugnaður þeirra vekur óhjákvæmilega nokkra aðdáun þegar þess er gætt, að þeir njóta ekki stuðnings frá neinum marxískum aðilum annars staðar í heiminum. Barátta þeirra er einkum fólgin í mannránum og fiárkúgunum. Meðal þeirra, sem orðið hafa fyrir barðinu á þeim, má nefna Baltasar Morales, upp- lýsinearáðherra Gúatemala, Ro- meo Augusto de Léon, forseta hæstaréttar landsins, Fuentes Mohr utanríkisráðherra, banda- ríska sendiherrann John Gordon Mein, sem myrtur var, John D. Weber, bandarískan ofursta. F”- nest Munro, skipherra á banda- rískri korvettu. Forhertustu afturhaldsöflin í landinu, sem eru þeirrar skoð- unar að stjórnarvöldin gangi ekki nógu hart fram í barátt- unni gegn byltingarhreyfingun- um, hafa sjálf komið sér upp neðaniarðarhreyfineum, sem standa að ofbeldisverkum á meintum fylgismönnum þeirra Yons Sosa og Montesar. Af gagnbvltingarsamtökum þessum má nefna Hvítu höndina (Mano blanco), sem ríkir plantekrueig- endur standa að og stjórnað er 44 VIKAN 24- tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.