Vikan


Vikan - 11.06.1970, Blaðsíða 35

Vikan - 11.06.1970, Blaðsíða 35
frá Vestmannaeyium Fyrir nokkrum árum bar nokk- u'ð á hljómsveit frá Vestmanna- eyjum, sem kallaði sig Loga. Komu þeir meðal annars til Reykjavíkur og léku á hljóm- leikum með brezku hljómsveit- inni ,,Tremeloes“, og hlutu hin- ar beztu viðtökur. Það sama sumar, eða sumarið eftir, ferð- uðust þeir um meginlandið og frá því var sagt í blöðunum að væntanleg væri plata með hljóm- sveitinni. Það er fullvíst að Reykvíkingar biðu eftir þessari plötu með nokkurri óþreyju — og gera reyndar enn, því hljóm- plata Loga var aldrei tekin upp. Þeir eru starfandi enn í Vest- mannaeyjum, og njóta þar mik- illa vinsælda, þó þeir séu langt í frá að vera eina hljómsveitin þar. Ég átti einhverjum erindum að sinna í Eyjum ekki alls fyrir löngu og hlustaði þá á Loga og hitti þá að máli. Það var um hvítasunnuna og eitt ungpólitík- usafélagið á staðnum var með vorhátíð, hvar Logar voru eitt helzta skemmtiatriðið. Þar fluttu þeir félagar leikþátt, sungu gamanvísur, lásu upp Ijóð og fluttu popptónlist. Með þeim í tveimur laganna voru nokkrir félagar úr Lúðrasveit Vest- mannaeyja og til að segja hvorki of mikið né of lítið var það stór- kostlegur og skemmtilegur flutn- ingur. Lögin voru ,,Yesterday“ og Bob Dylan-lagið „Blowin' in the Wind“, en í því var notast við útsetningu Hollies, og þeir sem hafa heyrt það ættu sjálfir að geta borið vitni um að sú útsetning er aldeilis frábær. Og ég vil sjálfur bera vitni um það, að Logar og félagarnir úr Lúðra- sveitinni fóru vel með þá út- setningu. Aðeins tveir þeirra sem voru í Logum upprunalega eru í hljómsveitinni ennþá, bassaleik- arinn og grínistinn Henry Er- lendsson og gítarleikarinn Grét- ar Skaftason, sem einu sinni lék með Gunnari Þórðarsyni og fleirum í hljómsveit í Keflavík. Trommuleikari Loga er Sigurður Stefánsson, sem kom í stað þess er lézt á hörmulegan hátt fyrir nokkrum árum, og hefur Sig- urður hingað til þótt standa fyr- ir sínu. Orgel- og gítarleikari hljómsveitarinnar er svo Guð- laugur Sigurðsson, fjölhæfur ná- ungi með mikið og skrýtið hár, og söngvarinn er Ingi Hermanns- son, pólitíkus í aðra röndina og bróðir Helga Hermanns, sem var fyrrum söngvari hljómsveitar- innar, en leikur nú hér í bænum við góðan orðstý. Helgi þótti hafa góða bluesrödd í gamla daga, og það hefur hann enn, en nánar kem ég að því síðar. Ingi hefur sterkari og hreinni rödd, og gefur bróður sínum lít- ið eftir. Það er í rauninni nokkuð furðulegt hvernig 5000 manna bær getur haldið uppi sömu hljómsveitinni, og það svo góðri HEYRA MA Cþó lægra látO ÖMAR VALDIMARSSON 118111 Þau tíðindi hafa nú gerzt, að tveir höfuðpaurarnir í Roof Tops, orgel- leikarinn Sveinn Guðjónsson og saxófónleikarinn Guðni Pálsson hafa ákveðið að hætta í hljómsveitinni og eru reyndar þegar hættir. Guðni er á leið til Danmerkur, þar sem hann nemur tæknifræði og Sveinn hefur hugsað sér að leggja alla áherzlu á námið, en hann er í Kennaraskóla íslands. 12 laga plata var í undirbún- ingi hjá þeim félögum, en nú hefur verið hætt við hana og ekkert ákveð- ið með næstu plötu frá Roof Tops ‘70. Þegar þetta er ritað, hefur ekki verið endanlega ákveðið hverjir það verða sem taka við af þeim Sveini og Guðna, en það ER endanlega ákveðið að Erlingur Björnsson gerir það ekki. sem raun ber vitni um, í mörg ár, án teljandi samkeppni, og því spurði ég þá að því hvernig þetta væri hægt: — Ja, það er alltaf nóg að gera hjá okkur, sagði Sigurður trommuleikari. —- Yfirleitt leik- um við aðeins á laugardags- kvöldum, en yfir vertíðina er það náttúrulega meira og á þeim tíma bætast við ýmsar skemmt- anir óg árshátíðir sem við tök- um að okkur, og þá getur verið betra fyrir okkur að geta skellt okkur í gömlu dansana ef svo ber undir. — En þið hljótið að þurfa að æfa einhver ósköp; þetta er jú Kæri Þáttur! Ég ætla að láta verða af því aS skrifa þér nokkrar línur. Fyrst vil ég þakka þér fyrir allt fróSlegt og slcemmtilegt sem er í þættin- um þínum. Mig langar til aS vita af hverju liún ÞuríSur SigurSardóttir var ekki á listanum yfir beztu söngkon- urnar í könnuninni um »Öskahljómsveitina 1970“ ? Ég sltil bara ekkert í þér, stjórnandi góSur, því hún er ein bezta söngkonan sem viS Islendingar eigum. Mig lang- ar svo til aS hiSja þig um aS birta mynd af hljómsveitinni Marmelade og segja mér allt um þá sem þú veizt um meS- limi liennar. AS lokum óska ég þættinum góSs gengis í framtíSinni. VirSingarfyllst, E. Á., Selfossi. Þakka þér kærlega fyrir árn- aðaróskirnar og ég biðst innilega afsökunar á því að hafa gleymt henni Þuríði, því að ég er þér svo hjartan- lega sammála — eins og þú hefur kannske séð í 21. tbl. 1970 og áður. En þetta voru einfaldlega mistök, sem að vísu útilokuðu hana EKKI frá því að verða fyrir valinu. Það hefðirðu getað sagt þér sjálf hefðirðu lesið með- fylgjandi klausu. En ég vil aftur biðjast af- s-ökunar og þakka svo þér og öllum öðrum fyrir þátttöku í könnuninni. Logar, ,ffá vinstri: Grétar, Henry, Sig- urður, Ingi og Guðlaugur. mikið til sama fólkið, sem sækir alla dansleiki hjá ykkur? — Jú, yfirleitt æfum við alla daga frá klukkan fimm til sjö, og svo að auki gerist þess þörf. Vissulega hefðum við haft hug á því að koma yfir til „meg- inlandsins", en nú erum við flestir komnir með fjölskyld- ur, og í fastri vinnu, þannig að við höfum bara ekki séð okkur það fært. Það' myndi þýða að við yrðum að skera allt dans- leik'ahald miög niður til að Framhald á bls. 36. 24. tbi. VIKAN 85

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.