Vikan


Vikan - 11.06.1970, Blaðsíða 50

Vikan - 11.06.1970, Blaðsíða 50
Hannaður eftir kröfum norskra neytenda- samtaka 00 Mjög rúmgóður. Tekur lítið pláss. 60x60x118 cm 10 20 lítra frystihólf, 4 breiðar hillur, sem má draga út, 2 stórar grænmetisskúffur, 4 hillur í hurðinni 10 Neðsta hillan tekur fernur 10 Segullæsing Skápurinn er á hjólum Einstakir greiðsluskilmálar: Aðeins 5000 kr. við móttöku Síðan 2000 kr. á mánuði NORSK URVALS HÖNNUN 00 3 hraðvirkar, ryðvarðar hellur 00 Bak með Ijósi og áminningarklukku 00 40 lítra bakarofn, með góðu Ijósi og lausri glerhurð 00 Vélin er á hjólum og því vel meðfærileg Einstakir greiðsluskilmálar 5000 kr. við móttöku, síðan 1500 á mánuði Einar Farestveit & Co. Hf Einar Farestveit & Co. Hf Bergstaðastr. 10A Sími 16995 Bergstaðastr. 10A Sími 16995 í fataskápnum var opin og í henni nærföt og skyrtur. Dyr að veggskáp voru líka opnar. En hvar gat lykillinn verið? Ekki var hann á litla borðinu við rúmið og ekki í opnu skúffunni. En það var annað í skúffunni, sem vakti athygli mína: Mynd í ramma. Eg seildist eftir henni, og þá duttu glerbrot í gólfið. Það leit út sem ein- hver hefði stigið ofan á myndina. Myndin var af brúðhjónum í spænskum fötum. Brúðurin hafði hvíta hanzka á höndum, og ungi maðurinn var klæddur sem spænskur aðalsmaður. Eg glennti upp augun. Þegar betur var að gáð, var maður þessi alls ekki Spánverji, — heldur Desmond! Ég virti fyrir mér andlit stúlkunnar. Hún var ung og falleg. Neðst á myndinni þvert yfir var skrifað með kvenhendi: Amor, Amor, Isabella. Ég lagði myndina aftur í skúffuna, og orðin, sem ég var að lesa, glumdu í höfðinu á mér. Ég athugaði klæðaskápinn. Þar hékk mikið af fötum á herðatrjám. Fljótlega fann ég buxurnar og skóna, sem Desmond hafði verið í, samanbrotið í einu horninu. Eitthvað svart og skínandi datt út úr buxnavásanum: harður hlutur úr gerviefni með gati í gegn. Ég henti honum til hliðar og leitaði áköf í hinum vösunum. Ég hefði getað æpt upp af feginleik, þegar fingur mínir snertu bíl- lykilinn. Ég flýtti mér með hann út í bíl. ,,Ég fann lykilinn, Anna!" stundi ég upp og flýtti mér að ræsa bílinn og beið eftir að heyra suðið í vélinni! En ekkert minnsta hljóð heyrðist í vélinni. Þetta var slæmt! ,,Kanske er aftur eitthvað að leiðslunni", sagði Anna. „Hvað eigum við að gera, Lísa?" Ég sté út úr bílnum og opnaði vélarhlífina. Ég vissi, hvar þessi leiðsla var og aðgætti hana. Hún var föst og ekkert óeðlilegt við hana. Nei, ekki lá bilunin þarna. En snögglega rann eitt upp fyrir mér: Þarna var svartur hlutur alveg eins og sá, sem ég hafði fleygt á gólfið í herbergi Desmonds. Fjórar leiðslur héngu eins og tilbúnar til að verða settar í gegnum göt. Þannig var hægt að tryggja, að bíl væri ekki stolið. Rafstraumurinn var rofinn. ,,Hann hefur tekið eitthvað úr vélinni, svo hún er óvirk, en ég veit hvar það er, og ég held við ættum að geta sett hann í samband." ,,Lísa, þú mátt ekki fara, ég þori ekki að vera ein," gall Anna við. Ég hljóp aftur inn í húsið og til herbergis Desmonds og leitaði á gólf- inu og víðar að hlutnum úr bílvélinni, — en fann hann ekki! Mér fannst kalt í herberginu — og fann að ég var ekki ein. Er ég snéri höfðinu, horfðist ég í augu við Desmond. ,,Ertu að leita að þessu? Lísa?" Rödd hans var ekki reiðileg, er hann rétti mér raftengilinn úr vélinni. Nú sá ég Luca í dyrunum. Á vörum hans var angurvært bros. ,,Hvað ertu að gera við þetta stykki?" spurði ég titrandi röddu. ,,Þú hafðir ekkert leyfi til að taka það úr bílnum. Við Anna ætluðum að fara niður í þorpið, en þú varst með lykilinn. Ég fann hann hér, en bíllinn vildi ekki ( gang. En ég mundi eftir að hafa séð þetta stykki hér inni." „Og þú hafðir bara í huga að fará niður til Þorpsins og hingað aftur?" „Við megum gera það sem okkur sýnist," svaraði ég gröm. „Gerðu svo vel og láttu mig fá stykkið." Hann hló og stakk vélarhlutanum í vasann. „Kæri lygari." Hann brosti og augun gneistuðu og svipurinn var orðinn annarlegur. „Góð tilraun, Lísa, en gagnslaus. Luca sá ykkur í turninum. Þið voruð að fylgjast með okkur. Það glampaði á glerin í kíkinum." „Já, við sáum annan ykkar skjóta dýr i einni brekkunni," svaraði ég óstyrk. „En það er bannað að skjóta dýr." „Því miður sástu meira en það," sagði hann hinn rólegasti. „Þú fylgdist með okkur löngu eftir það. Þú sást, hvað gerðist með bílinn. Af hverju fórstu upp í turninn, þótt ég hefði bannað það." „Ég veit ekki, um hvað þú ert að tala." Ég fann tunguna þorna í munninum. „Ef þú hefðir farið eftir því, sem ég sagði, mundum við aka niður til Cuenca eftir klukkutíma og í kvöld værum við i Madrid. Og svo skiljast sem vinir eftir skemmtilegt ferðalag við frönsku landamærin. En nú . . . ." Ég tók áhættuna og hljóp fram hjá honum mót Luca i dyragættinni. „Hlauptu, Anna!" kallaði ég upp. Hlauptu, hlauptu ." Desmond þreif i mig og dró mig hranalega aftur á bak. Hann lagði lófa yfir munninn á mér, svo ég gat naumast andað. Ég var hlessa á, hvað hann var sterkur. Hann kallaði eitthvað á spænsku til Luca og stór- vaxinn maðurinn horfði gaumgæfilega á varir hans. Svo vatt hann sér við og gekk að aðaldyrunum. Ég sparkaði frá mér og beit Desmond í höndina. En það stoðaði auð- vitað ekkert. Hann dró mig út i ganginn, sparn upp hurðinni að svefn- herberginu og ýtti mér inn. Ég setti í mig kjark og hljóp á eftir honum. En hann skellti í lás við nefið á mér og snéri lyklinum. Ég hamraði á hurðinni með berum hnef- um, féll síðan á gólfið og brast í grát. Framhald í næsta blaði. 50 VIKAN 24-tbI-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.