Vikan


Vikan - 11.06.1970, Blaðsíða 26

Vikan - 11.06.1970, Blaðsíða 26
Athygli heimsins beindist fyrir skömmu að Miö-Ameríkuríkinu Gúatemala er vestur-þýzki sendiherrann þar, von Spreti greifi, var myrtur. Þetta er land örsnauðra og ólæsra kotbænda. Auðæfi landsins eru í höndum nokkur hundruð manna. Bandarískir auðhringar og leyniþjónustumenn ákveða stefnuna í stjórnmálunum innanlands. Gegn þessum aðilum berjast vinstrisinnaðir skæruliðar, en stjórnin hefur aftur á móti á sínum vegum glæpahringi, svo sem „Hvítu höndina". Von Spreti greifi lenti í skotlínunni milli þessara aðila tveggja .... REiFnmoRDincinRniR í GuniEmmn Bandarískur liðsforingi úr hersveitum þeim er þekktastar eru undir nafninu Green Berets á götu f Gúatemalaborg. Hann er einn þeirra bandarísku herforingja sem þjálfa gúatemalska herinn til bar- áttu gegn skæruliðum FAR, César Montes, foringi FAR, hinnar vinstrisinn- uðu skæruliðahreyfingar, sem berst gegn núverandi stjórnarvöldum og áhrifum Bandaríkjanna á Gúate- mala. Að öllum líkindum situr morðingi von Spretis greifa nú á skólabekk eða í fyrirlestrarsal og pælir í latínu eða lög- fræði. Því að níu af hverjum tíu stríðsmanna Uppreisnar- hersins (Fuerzas Armadas Rebeldes, skammstafað FAR) eru skólanemar í Gúatemalaborg. Aðeins sjálfur foringinn og nokkrir hans nánustu manna eru „atvinnu“-skæruliðar; hafa hlotið fræðslu á Kúbu. Skæruliðahreyfingin heyr bar- áttu sína án alls stuðnings að utan, þar eð hún er' fyrir löngu komin upp á kant við Castro, Moskvu, Peking og meira að segja kommúnistaflokk Gúatemala, sem er auð- vitað bannaður. Liðstyrkur FAR er talinn vera um fjögurhundruð manns. Nýliða afla þeir sér oft með nokkuð fruntalegu móti. Dæmi: í menntaskóla nokkrum fara nemendur í skrúðgöngu í her- stíl, eins og siður er í landinu. Þeir bera um öxl eftirlíkingar af byssum, úr tré, Tveir ungir'menn standa utan við skóla- garðinn og horfa á. Að göngunni lokinni spyrja þeir skóla- drengina, hvort þeir vilji ekki prófa að skjóta af raunveru- legum byssum. Þrír piltar játa þessu og er þeim þá ekið á stað, þar sem skotið er í mark. Þegar þeir hafa skotið lyst sína, er þeim aftur ekið til borgarinnar. Á leið yfir krossgötur nokkrar skrúfar annar boðsmannanna niður glugga og skýtur af skammbyssu á umferðarlögregluþjón. Síðan segir hann við skólanemana: ,,Nú eruð þið meðsekir. Ef þið gerið ekki eins og ykkur er sagt, komum við upp um ykkur.“ Fáum dögum síðar er haft samband við einn piltanna. Hann á að mæta á ákveðnum stað og taka að sér sendi- boðastörf. Þegar þangað kemur, er honum fenginn pakki, sem hann á að fara með í ákveðið hús. Pakkinn er opnaður fyrir augum piltsins, og í honum eru handsprengjur. Skæru- liðarnir segja: ,,f annað sinn ertu orðinn meðsekur. Þú ert á valdi okkar,“ segir yfirmaður FAR-liðanna. Síðan er nýliðanum fengin skammbyssa og handsprengja og honum kennt að fara með hvorttveggja. Að lokum er honum fengið fyrsta meiriháttar verkefnið af hálfu sam- takanna: Hann á að myrða mann. SK.HRULIÐARNIR HAFA LITLA ALÞÝÐUHYLLI En unglingurinn vill ekki mann deyða og ber vandræðin nú undir föður sinn, sem er háttsettur embættismaður hjá stjórninni. Faðirinn ber málið aftur undir bandaríska vini sína. Þeir senda piltinn til Bandaríkjanna, svo að skærulið- arnir nái ekki til hans. Faðirinn gerir lögreglunni síðan viðvart. Henni varð ekki mikið ágengt. Þótt FAR hafi til þessa mistekizt að ná nokkru fjöldafylgi, er það vel skipulagt og hólfað niður í sellur, sem í mesta lagi samanstanda af sex mönnum. Og samtökin hafa til þessa séð mætavel við lög- reglunni. FAR var stofnað 1962. Þá höfðu nokkrir meðlimir ann- Greifafrú von Spreti (til vinstri) eftir a8 henni höfðu verið sagðar i fréttirnar af morði manns hennar. Hjá henni sitja Fuentes Mohr, utanríkisráðherra Gúatemala, og kona hans.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.