Vikan


Vikan - 11.06.1970, Blaðsíða 24

Vikan - 11.06.1970, Blaðsíða 24
Það sem hefir skeð í stuttu máli: Milly Stubel og austurríski hertoginn, Johann Salvator, lenda í miklum erfiðleikum vegna ástar sinnar. Móðir Millyar, sem er hliðholl ungverskum byltingasinnum, rekur dóttur sína að heiman og keisarinn lætur flytja Jó- hann Salvator til Galisíu. Milly fer á eftir honum; litar hár sitt og gengur undir nafn- inu Dana Lub'owska. Til að milda keisarann, leggur Jóhann Salvator mikið verk í að rann- saka landvarnir við landamæri Rússlands, en skýrslur hans lenda í höndunum á rússneska hermálaaráðuneytinu. Milly er tekin föst fyr- ir njósnir og send til Vínar, en Yvonne Galatz barónsfrú getur bjargað henni. Það var reyndar barónsfrúin sem tók afrit af skýrsl- unum og sendi þær til Rússlands. Jóhann Salvator er kallaður til Vínar og verður að lúta ákvörðunum Albrechts erkihertoga, sem er frændi hans, en hefir alltaf verið í nöp við hann. Jóhanni Salvator er vísað úr hern- um, og þegar Milly kemur aftur til Vínar búa þau opinberlega saman, en fá ekki leyfi til að gifta sig. Jóhann Salvator setur allt sitt traust á frænda sinn, Rúdolf krónprins, en þeir höfðu haft áætlanir á prjónunum um að gera stjórnarbyltingu og gera Ungverjaland að sjálfstæðu konungsríki, með Rúdolf sem konung. Það kemur frétt sem breytir öllu, krónprinsinn skaut sig í veiðihöll sinni May- erling... Dauði krónprinsins var hræðilegt áfall fyr- ir Jóhann Salvator. Hann missti bezta vin sinn, þann eina innan keisarafjölskyldunnar, sem hann átti samleið með. Milly hafði aldrei séð hann svo sorgbitinn. — Það er hvergi minnst á Mariu! sagði hann um kvöldið, og biturleikinn í rödd hans leyndi sér ekki. — Ekki orð í blöðunum. Það er eins og hún hafi aldrei verið til! Milly vissi ekki hvað komið hafði fyrir Mariu Vetsera, það vissi ekki nokkur maður í allri borginni. — Hvað áttu við með því, hvað hefir komið fyrir Mariu? — Hún er dáin. Milly hrökk við. — f Guðs nafni... — Rudolf skaut hana líka. Það var vilji hennar. Hún vildi ekki lifa án hans. En þess- ir ómerkilegu frímerkjasleikjarar við hirð- ina bera ekki einu sinni virðingu fyrir dauð- anum? Líki vesalings stúlkunnar var fleygt út í hesthús og svo var hún grafin með leynd í dag, eins og dauður rakki. — Ó, nei! hrópaði Milly og faldi andlitið í lófum sér. — Jú, reyndar, sagði Gianni bitur. — Það gerðu þeir við Mariu Vetsera! Austurrískur krónprins getur ekki hafa framið morð! Þá er fórnarlambið látið hverfa. Þeir sjá ekki harmleik þeirra, þeir sjá aðeins steinrunna sýndarmennsku keisaralegrar glæsimennsku! Þetta er viðbjóðslegur miðaldahugsunarhátt- ur, — já, þannig er þetta lofaða keisaraveldi, þessi dásamlega valsaparadís! Milly var d’úpt snortin. — Þetta er hræði- legt... Ég sé hana fyrir mér, Gianni, svo unga og yndislega ... þetta er fyrir ofan all- an skilning . . . — Hann hefir ekki getað haldið þetta út. Það hefir allt dunið yfir hann í einu. Fyrir mánuði síðan skrifaði hann páfanum og bað um að hjónaband hans og Stephanie yrði leyst upp. Þetta var ekkert hjónaband, það var kvöl fyrir þau bæði. En páfinn neitaði auð- vitað. Og það var ekki nóg með það. Gianni stóð upp og fór að ganga fram og aftur um góifið. — Páfinn sendi ekki svarbréfið til hans siálfs, heldur til keisarans. Það er ekki vitað hversvegna hann gerði það. Það getur verið

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.