Vikan


Vikan - 11.06.1970, Blaðsíða 8

Vikan - 11.06.1970, Blaðsíða 8
Svar til E.Þ. Samband þitt og þessa stráks á eftir aff verða töluvert nánara og fljótlega eftir þaff lendir hann í lífsháska effa einhverri annarri alvarlegri hættu, og er þaff sennilega vegna þess aff einhver hefur eitthvaff á móti sambandi ykkar. Hringar: Trúlofun og dauði Kæri draumráðandi! Ég á að vita nóg til að trúa ekki á drauma, en ég hef ekki getað gleymt tveimur draumum, þó nokkuð sé liðið síðan mig dreymdi þá. Þess vegna ætla ég að biðja þig að ráða þá fyrir mig. Fyrri draumurinn er svona: Ég sé fyrir mér heimkynni stúlku, sem ég er hrifinn af. Mér finnst ég vera í fjölmenni þótt ég skynji ekki hverja einstaka persónu. Allt í einu er mér rétt- ur trúlofunarhringur, af ein- hverjum sem þekkir bæði mig og stúlkuna. É'g sé tvo fyrstu stafina í hringnum, og eru það tveir fyrstu stafirnir í nafni stúlkunnar. Dálítið fannst mér það asnalegt að trúlofast að stúlkunni fjarverandi, en læt það ekki á mig fá og set hring- inn upp. Síðari draumurinn er svona: Mér finnst ég vera staddur við dánarbeð ömmu minnar, sem mér þykir verulega vænt um. Þó var ég ekki sérlega hryggur yfir því að hún væri að deyja, því að ég átti að erfa eftir hana hringa sem hún bar. Allir voru hringarnir úr silfri nema einn, sem var úr gulli, og hafði ég mikla ágirnd á honum. Þegar ég svo fékk hringana og setti þá upp á fingurna, voru þeir of stórir og runnu fram af. Þá tók ég þá og stakk þeim í vasann og hugsaði með mér: - É'g geymi þá bara þangað til seinna. Með fyrirfram þakklæti. ab. Draumspakir menn hafa haldiff því fram aff þaff tákni nýjan vin, upphefff effa unnustu, ef karl- menn dreymi að þeir hafi trú- lofunarhring á hendi sér, og því ráffum viff draum þinn á þá leiff aff innan skamms festir þú ráð þitt — og jafnvel meff stúlkunni sem þú talar um, en ekki er þaff þó fullvíst, þó þaff kunni síffar aff fara svo. Síffari draumurinn boðar nokk- urn veginn þaff sama — nema aff silfurhringir tákna ekki trú- lofun, heldur giftingu. Aff þrengja hring á hönd sér boffar raunir, sem eru sjálfskaparvíti, en þar sem þetta var algerlega öfugt í draumnum, ætti hjóna- band þitt aff verffa farsælt og hamingjuríkt, og einnig máttu búast viff einhverjum óvæntum peningum. Skólaerjur Kæri draumráðandi! Mér fannst ég vera í tíma og ég sat við borðið hjá kennaran- um. Ég man ekki eftir neinum öðrum inni í stofunni, en samt var hún full af krökkum. Kenn- arinn var alltaf að hlæja og erta mig, en mér virtist það vera í góðu gert en samt blandið dá- litlu háði. Allt í einu klórar hann í hendina á mér svo kemur far eftir. Meira man ég ekki af þess- um draumi. Sömu nóttina dreymdi mig annan draum: Ég var lika stödd í skólanum, og fannst bekkjarbræður mínir vera í tíma hjá sama kennaran- um, sem var í hinum draumn- um. Stuttu eftir að tíminn hófst stálust tveir bekkjarbræður mínir út úr stofunni og ætluðu niður stigana, en þar var fyrir kona sem er tengd kennaranum. Annar strákurinn sleppur niður en konan grípur um hinn og þau fara að slást þarna í stiganum. Strákurinn hafði ekkert við konunni enda er hún stærri. Þá tók hann af henni gleraugun og leit út eins og hann ætlaði að pota í augun á henni, en hætti við það á síðasta augnabliki. Sg man ekki hvort hann setur á hana gleraugun aftur eða heldur á þeim þegar ég vaknaði. Með fyrirfram þökk. Ein berdreymin. Sennilega kemur þessi ráffning of seint, þar sem nú er prófum lokið, en ég tel aff þessi draum- ur hafi verið ábending til þín um aff leggja harffar aff þér viff námiff hjá þessum tiltekna kenn- ara. En þó finnst mér líka eitt og annaff benda til þess aff þér hafi gengiff vel, eftir allt saman. Seinni drauminn tel ég boffa einhverja óheppni hjá báðum bekkjarbræffrum þínum, en þó þarf alls ekki aff vera aff konan sem þú talar um komi nokkuff næi’ri því. Sá sem slapp niffur stigann kemur betur út úr öllu saman, en hinn mun þurfa ei- lítiff meira til aff átta sig á þeim mistökum sem hann er aff gera. í UMSJÖN ÓLAFS BRYNJQLFSSONAR Heimsmeistarakeppnin í Mexico er aðalumræðuefni knattspyrnu- áhugamanna um allan heim um þessar mundir. Fréttamenn blaða, útvarps og sjónvarps hvaðanæva að úr heim- inum fylgjast með hverri hreyf- ingu leikmannanna og hvert orð sem þeir láta um munn sér fara er á svipstundu flogið út um allan heim. Það er erfitt fyrir íslenzkan knattspyrnuáhugamann að skilja margt af því sem gerzt hefur fyrir keppnina og síðan hún hófst. Þar eru notuð ýms brögð til þess að hrella andstæðingana og hafa nokkur slík atvik verið í fréttum. Alvarlegasta málið af þessu tagi er eflaust styrjöldin milli grannþjóðanna E1 Salvador og Hounduras, sem kostaði um þrjú þúsund manns lífið, áður en hægt var að koma vitinu fyrir stjórnir þessara landa. Upphaf þessa mál var það að lið þessara þjóða lentu saman í forkeppninni og var mikill hiti í áhorfendum og leikmönnum á meðan á leikjunum stóð og eftir. Fyrri leikurinn fór fram í Hon- duras og léku E1 Salvadormenn algeran varnarleik og leit lengi vel út að þeim tækist að halda jafntefli, en á síðustu mínútu leiksins var gert mark hjá þeim fyrir einstakan klaufaskap markvarðarins. Og vann því Honduras leikinn með einu marki gegn engu. Síðari leikjnn, sem fón fram í E1 Salvador unnu heimamenn auðveldlega með 3—0, en það var þá sem málið fór fyrst að verða alvarlegt. Mikil slagsmál breiddust út meðal áhorfenda og þegar yfir lauk lágu tveir þeirra í valnum, báðir frá Honduras, en fjölmarga þurfti að flytja á sjúkrahús, sumu mjög alvarlega særða. Aðeins klukkustundu síðar sendi stjórn Honduras út til- kynningu þess efnis að 10.000 E1 Salvadorbúar, sem unnu í Hon- duras, yrðu að hverfa úr landi innan tuttugu og fjögurra klukkustunda af öryggisástæð- um, þá sleit Honduras og stjórn- málasambandi við E1 Salvador. Gripu nú báðir aðilar til vopna og í stað þess að berjast ein- göngu á knattspyrnuvelli um að gera fleiri mörk hver hjá öðr- um fóru þeir að murku hvorir aðra niður í blóðugri styrjöld. Þannig stóðu málin, þegar þessi lið þurftu að leika auka- leik á Aztecleikvanginum í Mexicoborg um hvort liðið kæm- ist áfram í keppninni. Miklar varúðarráðstafanir voru gerðar 8 VTKAN 24- tbl'

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.