Vikan


Vikan - 11.06.1970, Blaðsíða 31

Vikan - 11.06.1970, Blaðsíða 31
UMSJÓN: DRÖFN H. FARESTVEIT, HÚSMÆÐRAKENNARI LaussoSin hrísgrjón 1 bolli hrísgrión 2 bollar vatn 1 tsk. salt Allt sett í pott með þykkum botni og loki sem lokast þétt. Þegar vatn- ið sýður, er hrært lauslega í með gaffli, lokið sett á og straumurinn lækkaður og látið sjóða í ca. 18 mínútur. Lyftið ekki lokinu. Hrærið ekki í. Með laussoðnum hrísgrjónum má bera næstum hvað sem er, þó rétt- ara sé ef til.vill að segja, laussoðin hrísgrjón má bera með hverju sem er. Hér fara t.d. 4 tegundir af jafn- ingum sem hrísgrjón hreinlega til- heyra. Sveppajafningur 300 gr sveppir steiktir í 2—3 msk. af smjöri. 2 skinnkusneiðar skornar í bita og settar útí. 3 msk. af hveiti hrærðar útí og þynnt út með soði og rjóma svo þetta verði þykk sósa. Bragðið til með salti, pipar og dá- litlu víni. Skeldýrajafningur Búið til þykka sósu úr smjöri. hveiti, soði og rjóma. Bragðið til með papriku og salti og setjið síðan saman við eftir efnum og ástæðum, rækjur, humar og/eða krabba. Hæna í karrý Búið til þykka sósu úr soði og rjóma, sem í er bætt karrý. Fíntsax- ið síðan rauða papriku og afganga af kjúkling eða hænu. ftölsk kjötsósa 1 fíntsaxaður laukur látinn krauma í 4—5 msk. af olíu. 1—2 hvítlauksbát- um bætt í og 400 gr, af söxuðu kjöti. Hrærið í með gaffli þannig að kjötið aðskiljist, og brúnist. Þá er 4 msk. af tómatkrafti bætt í og V2 dl af hvítvíni eða rauðvíni bætt í og bragðað síðan til með lltalian sea- sonig og látið sjóða í ca. 1 kls. Rifinn ostur settur yfir um leið og rétturinn er borinn fram. Hrísgrjóna réttir Veizluréttur Laukur og hvitlaukur látið krauma ásamt hrísgrjónunum. Safran, salt og 6V4 dl af vatni sett saman við. Látið sjóða í þéttluktum potti í ca. 18 min- útur. Kjúklingurinn og pylsan látin krauma á pönnu ásamt paprikunni sem skorin hefur verið í strimla. Þegar hrísgrjónin eru soðin hrærið þá gætilega upp með gaffli og heit- um baununum blandað saman við. Sett á fat eða í lágan viðan pott, og kjötið ofan á og skreytið með rækj- unum og kræklingunum sem áður hefur verið steikt létt á pönnu með papriku. Berið fram brauð með þess- um rétti. 1 kjúklingur eða hæna 300 gr spægipylsa lítil dós kræklingur 300 gr rækjur 1 rauð og 1 græn paprika 1 pk. frosnar baunir 3 dl hrísgrjón 1 dl fíntsaxaður laukur 1—2 hvítlauksbátar 3 msk. olia 3 msk smjörlíki safran 1 tsk. salt.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.