Vikan


Vikan - 11.06.1970, Blaðsíða 32

Vikan - 11.06.1970, Blaðsíða 32
Spennandi framhaldssaga Ævintýri Eftir Jan Anderson 4. hluti „Já, tveir af henni," svaraði hann hikandi. „Don Carlos Magina og dóttir hans. Þegar rafbúnaðurinn var kominn upp, fór ég til Madrid. Dótt- irinn flutti til austurstrandarinnar, og Don Carlos dó skömmu seinna." Anna geispaði og stundi upp: „Ég er orðin dauðsyfjuð. Þú verður að hafa mig afsakaða, Desmond." Hann stóð undir eins upp, kurteis að venju. „Auðvitað, þið hljótið báðar að vera þreyttar. Ég skal fylgja ykkur til herbergja ykkar. Það er stöng fyrir innan dyrnar, sem þið getið notað fyrir slagbrand, ef þið verðið hræddar. Enginn getur komist inn um gluggana. Veggurinn fyrir utan er háll og herbergið liggur hátt og snýr mót austri. Þegar þið dragið frá glugganum i fyrramálið, trúi ég ekki öðru en að ykkur þyki útsýnið framúrskarandi." „Hvað hefurðu hugsað þér að gera á morgun, Desmond?" spurði ég. „Ég geri ráð fyrir, að þú fáir bílinn lánaðan?" „Nei," svaraði hann. „Við Luca förum eftir morgunmat. Tökum með okkur riffla til að skjóta villibráð. Við förum ekki nema nokkra kílómetra frá húsinu. Maðurinn, sem ég er að leita að, er mjög vanafastur. Hann fer yfirleitt snemma á veiðar og kemur heim aftur klukkan tíu til að borða, hressa sig á víni og hvíla sig. Ég ætla að hitta hann, þegar hann fer aftur til kofa síns til að borða." „En hvað með okkur Lísu?" spurði Anna forviða á, að ekkert skyldi hafa verið minnzt á sig. „Þið getið hvílt ykkur og notið útsýnisins og skoðað ykkur um í höll- inni. En þið skuluð halda ykkur frá álmunni, sem getur verið hættuleg. En hana skal ég sýna ykkur í fyrramálið áður en ég fer." Það var rétt hjá Desmond, að enginn gæti komizt óvelkominn inn í herbergið. Slagbrandurinn var hinn traustasti. Rúmin voru stór og dýn- urnar góðar. Og allt þarna inni var hreinlegt. Við settum slagbrandinn fyrir hurðina og ég var fljót að sofna. Ég vaknaði syfjulega við, að einhver bankaði á hurðina. Ég drattaðist fram úr, brá mér í sloppinn og inniskóna og spurði: „Hver er það?" „Desmond," var svarað. „Er með súkkulaði og ristað brauð. Rétt til að auka lystina fyrir árbítinn." Er ég hafði opnað fyrir honum, spurði hann: „Hafið þið sofið vel?" „Mjög vel. En þú?" „Ég sef ævinlega vel. Luca er búinn að hita húsið upp, svo þið getið farið í bað, ef þið viljið. Luca sér um allt. Don Carlos lét mjög vel af honum." „Góður var maturinn hjá honum í gær," sagði ég. „Morgunmaturinn hjá honum er enn betri. Margir Spánverjar eru snill- ingar í matargerð. Ef þið þurfið eitthvað, kallið þá I mig. Ég verð í borð- salnum." „Skilaðu Luca kveðju fyrir alla fyrirhöfnina." „Og athugið svo, stúlkur góðar að missa ekki af að sjá sólarupprásina." Anna var vöknuð, og ég bar henni annan bakkann í rúmið og settist sjálf við gluggann. Súkkulaðidrykkurinn smakkaðist vel, en ég aðgætti að drekka ekki of mikið af þessum sæta vökva. Vaxtarlagið mátti ekki aflagast! Utsýnið frá glugganum var stórfallegt. Ég sá inn eftir djúpum dal, en sólarupprásin hreif mig mest. Sólina bar í tignarleg björg, og til hliðar voru snævikrýnd fjöll. Anna kom fljótlega að glugganum til að njóta þess arna með mér. Eftir baðið vorum við orðnar sprækar og glaðvaknaðar og til [ allt. Eggjakakan hans Luca var afbragðsgóð og einnig kaffið á eftir. Hann stjálkaði umhverfis okkur eins og varðhundur, og ég var nú ekki hrædd við hann lengur, enda hafði ég tekið eftir, hve augnaráð hans var vin- gjarnlegt. Hann virtist kunna vel við okkur Onnu, en þegar hann horfði á Desmond var tillit hans gjörólíkt og bar vott um mikla undirgefni. Auðséð var, að Luca átti auðvelt með að lesa af vörum Desmond flest, sem hann sagði, og hlaut hann því að hafa mikla æfingu í þvt. Seinna sýndi Desmond okkur höllina. Við gengum frá herbergi til her- bergis, og er við sáum fangaklefana, skruppum við saman af hræðslu, þótt flestir þeirra væru nú orðnir að víngeymslum, þar sem hver tunnu- röðin var við aðra. En íveruherbergin voru öll auð. Er við.komum aftur upp í stóranddyrið, sá ég steinstiga, sem ég taldi að mundi leggja upp á brjóstvörn turnsins. „ Það hlýtur að vera dýrðlegt útsýni úr turninum, Desmond," sagði ég hikandi þó. „Megum við fara þangað upp?" Hann leit á úr sitt. „Já, satt er það, útsýnið þaðan er ekki amalegt. En því miður hef ég ekki meiri tíma, Lísa," svaraði hann. „Nú verðum við Luca að fara. Og ég get ekki leyft ykkur að fara þangað upp einum, það væri of hættulegt. Gólfin eru sumsstaðar fúin. Viljið þið vera svo góðar að bíða með þetta þangað til ég kem aftur?" „Þú ræður þessu auðvitað öllu," sagði ég ekki vel ánægð. Hann vék nú frá, og við hittum hann skömmu seinna í eldhúsinu. A borðinu lágu tveir langir rifflar með kíkisigtum. Luca hafði um sig skot- hylkjabelti, og við belti sitt bar Desmond veiðihníf. „Þið eruð ekki beint þesslegir að vera að fara í viðskiptaferð," varð mér að orði, bæði [ gamni og alvöru. „Luca vill endilega gæða ykkur á villibráð áður en þið farið héðan." Desmond rétti nú Luca annan riffilinn og tók hinn sjálfur og hagræddi ólinni á öxl sér. „Og ungu stúlkur mínar, gleymið ekki, að ég hef aðvarað ykkur með að fara upp í turninn. Við komum heim milli tólf og eitt. Adios senoritas!" „Adios," endurtók ég hið spænska kveðjuorð hans. „Gangi þér vel við innheimtuna." „Og farið ykkur ekki að voða með vopnin," bætti Anna við. Andartak kom yfir hann alvörusvipur, en svo hló hann og gekk niður stigann. Ég gekk að glugganum og sá Luca hraða sér á eftir Desmond. Mér flaug í hug, að ég átti kíki f töskunni minni, og ég fór og sótti hann. Ég stillti hann og beindi honum að mönnunum tveim. Svo ákvað ég, þrátt fyrir aðvörun Desmonds, að fara upp í turninn. „Ég kem með," sagði Anna. Fótatakið í turnstiganum bergmálaði, og Anna átti fullt í fangi með að fylgja mér eftir. Þegar upp var komið, opnaði ég hurð, og I herberg- inu fyrir innan var kalt og rakt, eins og rignt hefði þar inn. Gólfið var lint að finna, eins og fúi væri ( fjölunum. Ég brá kíkinum fyrir augun, og Anna spurði. Sérðu þá?" 32 VIKAN 24- tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.