Vikan


Vikan - 25.06.1970, Blaðsíða 3

Vikan - 25.06.1970, Blaðsíða 3
26. tölublaS - 25. júní 1970 - 32. árgangur Eins og kunnugt er efndi VIKAN til skoðana- könnunar meðal ungs fólks síðastlrðinn vetur. Við spurðum um allt milli himins og jarðar, trúmál, siðferði, stjórnmál svo að fáein dæmi séu nefnd. I þessu blaði birtum við fyrri hlutann af niðurstöðunum og væntum þess, að lesendum leiki nokkur hugur á að vita, hvernig ungt fólk nú á dögum hugsar og hvaða skoðanir það aðhyllist. Einnig segjum við frá litlu og skemmtilegu eyjunni Sark fyrir utan Normandistrendur. Hún er sannkölluð forngripur. Lénsskipulagið ríkir þar ennþá, og það er eins og tíminn hafi staðið kyrr í aldaraðir. Hinir 500 íbúar verða ennþá að greiða tíund til kvendrottnara eyjarinnar, en hún stjórnar samkvæmt hefð. I ÞESSARI VIKU Á siðasta ári voru tvö hundruð ár liðin frá fæðingu Napóleons Bonaparte, og var þess minnzt viða um heim. I stjórnarbyltingunni var Napoleon Jakobíni og munaði litlu að hann yrði tekinn af lífi. Á þeim árum kvæntist hann Josephinu Beauharnais. Hún var ekkja, átti tvö börn frá fyrra hjónabandi, en þeim Napoleoni varð ekki barna auðið. Þeirri óhamingju Josephina er lýst í þessu blaði. Siðast birtum við fyrri hlutann af niðurstöðum úr skoðanakönnun, sem VIKAN lét gera meðal ungs fólks. Við lögðum spurningar fyrir unga fólkið um allt milli himins og jarðar og svörin gefa ofurlitla hugmynd um, hvernig hin uppreisnargjarna æska hugsar og hvaða skoðanir hún aðhyllizt. í siðari hlutanum er meðal annars fjallað um kynferðismál, áfengis og tóbaksneyzlu og margt fleira. „Eru galdrar útdauðir á íslandi?" Þessari spurningu svarar Þórleifur Bjarnason, rithöfundur og námsstjóri, í viðtali, sem VIKAN átti við hann fyrir nokkru og birtist í næsta blaði. Þórleifur er sem kunnugt er fæddur og uppalinn á Hornströndum og kann frá ýmsu skemmtilegu að segja í sambandi við galdra og ýmislegt fleira. Sumum þykir nóg um uppátæki yngstu listmálaranna okkar, en þeir hinir sömu ættu að vita, hvað er að gerast i listinni erlendis. Það sem hingað berst af þessu tagi er ekki nema rétt daufur endurómur frá útlöndunum. í næsta blaði birtum við myndir af frumlegum verkum eftir listamenn viða í Evrópu, og þau eru sannar- lega frumleg — i þess orðs fyllstu merkingu. I NÆSTU VIKU FORSÍÐAN vísar á úrslit í skoðanakönnun Vikunnar meðal ungs fólks. Fyrri hlutinn birtist í þessu blaði, en sá síðari næst. f FULLRI ALVÖRU HREINAR ÚGÖNGUR Þegar þessar línur koma fyrir almenningssjón- ir er langt og afdrifarikt verkfall væntanlega til lykta leitt, göturnar aftur iðandi af umferðarþys og skarkala, búið að fjarlægja sorphauga við hús borgarbúa og athafnalífið allt komið í fullan gang. Verkföll eru nú orðin svo tíð hér á landi, að menn eru hættir að greina þau hvert frá öðru í minningunni. Þó kann þetta verkfall að hafa nokkra sérstöðu, einkaniega þar sem fæstir bjugg- ust við því og allir voru fyrirfram sammála um, að láglaunafólkið ætti sannarlega skilið að fá verulega kauphækkun. í Ijósi þessarar staðreyndar er einkum tvennt, sem kemur í hugann, þegar leitað er að skýr- ingu á orsök svo viðtækrar vinnustöðvunar, sem veldur óbætanlegum skaða. í fyrsta lagi er aug- Ijóst, að sá háttur sem hafður var á samningaum- leitunum að þessu sinni og öll framkvæmd samn- ingagerðarinnar, var alltof umfangsmikil og flók- in og þung í vöfum til þess að skjót lausn væri hugsanleg. í öðru lagi hlýtur ótrúleg tregða og lítill vilji til að semja af hálfu atvinnurekenda að hafa tafið samkomulag langt úr hófi fram. Þrátt fyrir allt tal um fánýti verkfalla og úreltar bar- áttuaðferðir, verður ekki annað séð en verkafólk neyðist til að knýja fram kauphækkun með verk- föllum, eins og málum er nú komið, jafnvel þótt allir séu sammála um, að kröfur þeirra séu rétt- mætar og atvinnuvegirnir þoli hærra kaup. í stuttu máli eru öll þessi mál komin í hreinar ógöngur, næstum óleysanlegan hnút. Nú væri sök sér, ef þetta ástand hefði skapazt í einni svipan, en svo er alls ekki. Málin hafa smátt og smátt þróast í þessa átt, jafnt og þétt sigið á ógæfuhliðina. Það hlýtur þess vegna að skrifast á reikning rikisstjórnarinnar, að ekki skuli hafa verið gert neitt á síðustu árum til að reyna að finna nýjar leiðir til að semja milli atvinnurek- enda og verkafólks, án þess að til verkfalla komi. Það er gagnslaust að sitja auðum höndum og segja, að þessir aðilar verði sjálfir að semja sín á milli — þegar reynslan sýnir, að aldrei gengur saman, fyrr en verkfall hefur staðið lengi, allt þjóðlíf meira og minna lamazt og stórfellt tjón hlotizt af. Skyldi þurfa fleiri löng verkföll til þess að hafizt verði handa um að reyna að finna i sam- einingu nýtt fyrirkomulag á samningagerð milli atvinnurekenda og verkalýðshreyfingarinnar? G.Gr. VlfVAIN Útgefandi: Hilmir hf. Ritstjóri: Gylfl Gröndal. Blaðamenn: Dagur Þorleifsson, Matthildur Edwald og Ómar Valdimarsson. Útlitsteikning: Hall- dóra Halldórsdóttir. Auglýsingastjóri: Sigríður Ól- afsdóttir. — Ritstjórn, auglýsingar, afgreiðsla og dreifing: Skipholti 33. Símar 35320 — 35323. Pósthólf 533. Verð í lausasölu kr. 50,00. Áskriftarverð er 475 kr. fyrir 13 tölublöð ársfjórðungslega, 900 kr. fyrir 26 tölublöð misserislega. — Áskriftargjaldið greiðist fyrirfram. Gjaldd. eru: Nóv., febrúar, maí og ágúst. 26. tbi. VIKAN 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.