Vikan


Vikan - 25.06.1970, Blaðsíða 16

Vikan - 25.06.1970, Blaðsíða 16
ÚRSLIT í SKOÐANAKÖNNUN VIKUNNAR: SVOHA ER UNGA FÚLKIÐ HIN SVOKALLAÐA UPPREJSN unga fólksins hefur sett einna mestan svip á þjóðlíf allra landa að undanförnu. Það er því ekki að undra, þótt mönnum leiki hugur á að vita, hvað unga fólkið hugsar, hvaða skoðanir það aðhyllist, hvað það er helzt í ríkjandi skipulagi, sem það sættir sig ekki við og hverju það myndi breyta, ef það fengi að ráða. Eins og áður hefur verið sagt frá, efndi VIKAN til skoðana- könnunar meðal íslenzks æ&kufólks á síðastliðnum vetri, og ættu niðurstöðutölur hennar, sem nú liggja fyrir, að gefa ofurlitla vís- bendinu um, hvernig unga fólkið er nú á dögum. Spurt var um allt milli himins og jarðar, stjórnmál, trúmál, skólamál og siðferði, svo að fáein dæmi séu nefnd, og þeir sem spurðir voru voru flestir á aldrinum 17—21 árs. Könnuninni var þannig hagað, að við fengum send 50 nöfn úr nokkrum skólum, nánar tiltekið Menntaskólanum í Reykjavík, Kennaraskóla íslands, Menntaskólanum á Laugarvatni, Menntaskól- anum við Hamrahlíð og Alþýðuskólanum að Eiðum. Önnur nöfn fengum við frá ýmsum aðilum, til dæmis æskulýðsfulltrúa þjóð- kirkjunnar. Síðan sendum við þessum einstaklingum, alls 288 að tölu, langan spurningalista og eyðublöð fyrir svörin. Alls bárust okkur 115 svör, og ættu þau að gefa nokkra hugmynd um skoðanir og hugsunarhátt unga fólksins nú á dögum. Úrvinnslu úr svörunum ásamt hugleiðingum um þau birtum við í tveimur hlutum; fyrri hlutann í þessu blaði og hinn síðari í næsta blaði. DMAR VALDIMARSSON TÓK SAMAN v_________________________________ 16 VIIvAN 2G-tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.