Vikan


Vikan - 25.06.1970, Blaðsíða 7

Vikan - 25.06.1970, Blaðsíða 7
Hár sem fitnar hræðilega Kæri Póstur! Mig langar að skrifa þér og óska eftir svari, þótt það hafi ekki brugðizt hingað til. Póstur- inn verður yfirleitt fyrir valinu ef svo fer að ég fái ekki svar við spurningum mínum. — Og hér koma þær í öllu sínu veldi. Eru til á íslandi sérfræðingar, sem stúlkur geta farið til út af hári sínu. Svo er að ég hef sítt og fal- legt hár, er mér sagt, en það er ekki nóg, það fitnar hræðilega og er byrjað að slitna. Bentu mér nú á góðan sérfræðing ef hann er einhvers staðar að finna, eins fljótt og hægt er. Vertu blessaður. B.O.B. Farðu á næstu liárgreiðslustofu, þar ættirðu að geta fengið hjálp við þessu eða að minnsta kosti tilvísun á hjálp. Líka kæmi til greina að tala við heimilislækn- inn. Flugfreyjunám Kæri Póstur! Ég hef lengi ætlað að skrifa þér, en aldrei komið því i verk fyrr en nú. Mér finnst Vikan gott blað og kaupi hana því allt- af. En svo gg komi mér að efn- inu þá langar mig að vita allt um flugfreyjunám. Hvar er hægt að læra það? Hvað þarf mikla menntun? Hvaða aldurstakmark er? o. s. frv. Svo þakka ég fyrir allt lestrar- efni Vikunnar. Ein sem hefur áhuga. P.S. Er þetta rétt með þyn^d- ina og hæðina? — Hvernig er skriftin? Hiá Loftleiðum er námskeið fyr- ir flue-freyjur í febrúar og marz, og þarf að senda umsóknir fyrir áramót. Lágmarksaldur er tutt- ugu ár, og umsækjendur þurfa að hafa gott vald á ensku, ein- hverju liinna Norðurlandamál- anna og helzt þriðja máli, frek- ast að likindum frönsku eða þýzku. Hjá Flugfélagi fslands eru námskeiðin frá tólfta febrú- ar til fyrsta apríl ár hvert og eru tímarnir á kvöldin, sex til át.ta flest kvöld. Venjulega aug- lýs'r félagið eftir umsækjendum í ársbyrjun. og þurfa umsóknir yfirleitt að hafa borizt fyrir tutt- uffasta eða tuttugasta og fyrsta ianúar. Umsækjendur þurfa að vera orðnar nítján ára og hafa gagnfræðapróf eða hliðstæða menntun. ennfremur að hafa gott vald á ensku og einhverju hinna Norðurlandamálanna. — Bezt er og talið að þær séu í meðallagi hvað hæð snertir, þetta á milli 162—174 sentimetr- ar. Skriftin er stílhrein, en undar- legt er það að þú skrifar ð og r næstum eins. — Því miður átt- um við okkur ekki á hvað þú átt við með þessu með hæðina og þyngdina, þú verður kannski svo væn að skrifa aftur og út- skýra það nánar. ... þó ég hafi varla í mér hjarta til þess. Kæri Póstur! Þakka þér innilega fyrir allt gamalt og gott. En efni þessa bréfs er nú ekki bara að þakka þér fyrir. Og það sem ég ætla að spyrja þig um er hvort þú veizt ekki um einhver gömul og góð húsráð eða annað sem segir frá hvernig á að fara að til að brjóst- in vaxi hraðar. (Ég er sem sagt alveg slétt en fullþroskuð að öðru leyti. Og önn líð ég fyrir það þvi brjóstin eru talin merki um þroska manns, ekki satt?). Og hvenær eftir (eða fyrir) blæðingar er mér óhætt að gera með strák án þess að eiga á hættu að vandræði hljótist af. (Það hafa margir strákar beðið mig um það en ég þori ekki öðru en að synja þeim um það þó að ég hafi varla í mér hjarta til þess). Með fyrirfram þökk. 007 amor. E.S. Hvernig er hægt að styrkja neglur, með réttri fæðu? Sama. Eftir skriftinni að dæma ertu allung að árum og líklegast að sú sé ástæðan til brjóstaleysis þíns. Brjóstin stækka sjálfsagt með árunum og fyrr en varir, allavega er fullsnemmt fyrir þig að fara að gera þér rellu út af þeim, ekki sízt fyrst þú ert „fullþroskuð að öðru leyti“. Ef þér er verulega annt um að engin „vandræði hljótist af“ því að „gera með strákum“, ættirðu ekki að eiea neitt á hættu hvað það snertir; það eru engin tímabil algerlega áhættu- laus. En nú á tímum er enginn hörgull á getnaðarvörnum, oe þér til fróðleiks má benda á greinaflokk, er birtist í Vikunni (17.—21. tbl. 1969) undir fyrir- sögninni Pillan og lifið, en fjall- ar auk pillunnar um margs kon- ar önnur vamarráð gegn getn- aði. En vitaskuld kemur ekki til greina fyrir þig að fara að hrúka ncitt svoleiðis nema með lækn- isráði. Þetta með neglurnar bendir til að þig vanti kalk í fæðuna. Ný sendíng af enskum og dönskum sumarkápum, drögtum og buxnadröktum. StærSir 36-48. ★ Einnig fjölbreytt úrval af sumarkjólum og buxnakjólum. * Glæsilegt úrval af tízkuvörum. ★ Komið, sjáið og sannfærist. MJER Lækjargötu 2 - Sími 19250. Úrval EINA TÍMARITIÐ SINNAR TEGUNDAR HER Á LANDI í JÚNÍHEFTI ÚRALS ERU MEÐAL ANNARS ÞESSAR GREINAR: Draugar i myrkri og um miðjan dag * Er nokk- urt gagn í geimferðum? ★ Er ég eiginkona eða ekkja? * Flóttamannavandamál Evrópu ★ Nýtt um tækni og vísindi ★ Þegar tvö skáld elskast ★ Hvað er koss? ★ Hvítu lökin í Hemroulle ★ Gerði fyrstu veðurspána hérlendis ★ Lærðu af börnum þínum að leika þér ★ Djarfasti neyt- andinn í Bandarikjunum ★ Hvað sagði Plató? ★ Hvirfilvindurinn Camille ★ Bænheitir menn gera kraftaverk ★ Skipstjórinn sem lét sig ekki ★ Þér tekst það vinur ★ 26. tbi. VIKAN 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.