Vikan


Vikan - 25.06.1970, Blaðsíða 50

Vikan - 25.06.1970, Blaðsíða 50
Þær búa ekki í kvennabúri, lifnaSar- hættir þeirra eru ósköp venjulegir. Siren, Bente, Ulla og Rigmor búa í Tunis og verSa þar til frambúSar... Fjórar norskar Arabakonnr Þetta eru snotrar, norskar konur, sem eru búsettar undir brennadi sól Norður-Afríku. Manni dettur ósjálf- rátt í hug kvennabúr höfðingjanna, þar sem jötunvaxnir geldingar gæta kvennanna, naktir að öðru leyti en því að þeir eru með lendaklæði og bjúgsverð. Bak við þá móar í blæju- klæddar dísir . . . En raunveruleikinn er allt öðru vísi fyrir þessar fjórar norsku konur, sem búa í höfuðborginni Túnis. Blaðamaður hittir þær á verzlunar- götu í nýtízkulegasta hlutanum í borginni. Hvaða konur eru þetta. Jú, Siren Ennaceur (fædd Mönster), Bente Majeri (fædd Fodstad), Ulla Farah (fædd Kruger) og Rigmor Södahl, sem var að því komin að ganga í heilagt, arabískt hjónaband með unnusta sínum Abderrak. Konurnar hafa búið í Túnis í 11, 4, 7 og 8 ár. Fjarri þeim eru nú kjörbúðirnar í Veitvedt og fisktorgið í Bergen. Þær prútta á arabísku og virðast vera vel inn í vörugæðum, hvort sem það er krydd, ávextir, kjöt eða grænmeti.. ÞÆR ERU EKKI HAREMSKONUR Við erum ekki haremskonur, eins og margir heima virðast halda. Mað- ur hefir það á tilfinningunni að norskar konur, sem giftast Aröbum, séu álitnar hræðilega heimskar eða léttúðugar, eða hvorttveggja. Eiginmenn þeirra eru Túnismenn, sem allir hafa ágætis stöður. Þær eru semsagt i hópi betri borgara í Túnis, og það fólk semur sig yfirleitt að hætti Evrópubúa. Meðal þessa fólks eru minipils og make-up jafn venju- legt og blæjurnar eru hinum arab- ísku konunum. En þær verða að fylgja heimilis- siðum heimamanna. Jafnvel kjarn- góður miðdegisverður eins og kjöt- bollur og káljafningur, er ekkert móti því sem hinn arabíski eigin- maður krefst daglega. Þjóðarréttur- inn Cous-cous er líkur í öllum araba- löndum. Þetta er kjarngóður pott- réttur úr kindakjöti, semeliugrjónum og allskonar kryddi, grænmeti og auðvitað ólífum, sem eru allsstaðar ræktaðar. Innkaupin eru tímafrek. Kjötvör- urnar hanga til sýnis við gangstétt- irnar, svo að mann hryllir við að sjá flugnagerið sem er á sveimi í kringum og á matvörunum, en það gleymist fljótt þegar konan fram- reiðir Ijúffengan rétt úr-því sem hún hefir orðið sér úti um fyrr um daginn. FISKUR ER FÁGÆTUR Baunir í dósum er óheyrt fyrir- bæri í Túnis. Konurnar verða að kaupa þær nýjar í belgjunum. Það tekur töluverðan tíma að ná baun- unum úr belgjunum. En oftast er einhver húshjálp, sem sér um það. Flestir sæmilega efnaðir Túnisbúar hafa að minnsta kosti eina konu eða karlmann til húshjálpar, — og það hafa þessar norsku konur. Túnisbúar eru mjög sólgnir í fisk, en þar sem hann er mjög sjaldgæf vara, eða að minnsta kosti ákaflega af skornum skammti, þá kostar það allt að slagsmálum að ná í ögn af fiski, þar sigra þeir sterkari. Nú er veitt heilmikið af fiski fyrir utan strendur Túnis, og er það mikið að þakka Norðmönnum, sem hafa ver- ið þarna að kenna fiskveiðar, en þessi fiskur hafnar ekki á fiskmark- aðnum í Túnis. Mest af honum er flutt til Frakklands, og Túnisbúar eru lítið hrifnir af því. Þessar fjórar norsku konur eru auðvitað allar orðnar ríkisborgarar í Túnis. Þær eru orðnar svo vanar háttum innfæddra að þær finna ekk- ert til lífsbreytinga. En eitt vandamál er þeim öllum sameiginlegt og það er föstumánuðurinn. Múhameðstrúin er mjög áhrifamikil í landinu. Föstu- mánuðurinn byrjar rétt eftir nýár. Það er alveg útilokað að brjóta föstu- lögmálið, það kemur ekki eingöngu niður á syndaranum einum, heldur allri fjölskyldunni. Frá sólarupprás til sólseturs má ekki bragða vott né þurrt, og ekki heldur snerta áfengi eða tóbak. En Múhameðstrúarmenn leysa þennan vanda og hafa sérstök ráð til að nærast þessar fjórar vikur .Þeir fara því á fætur klukkan fjögur og þá er aðalmáltlðin. En þetta er erfitt fyrir börnin. Það kemur oft fyrir að yngstu börnin sofna við borðið, þótt þau séu bæði svöng og þyrst. Túnis- búar eru geðvondir þessar vikur. Blíðir og elskulegir eiginmenn eru venjulega í fýlu og liggja fyrir mest- an hluta dagsins, um þetta leyti árs. Athafnalíf leggst að mestu leyti nið- ur, allir bíða eftir síðustu sólarupp- rás, til að setjast að matborðinu, sem þá er hlaðið allskonar kræsing- um, án þess að kalla reiði Allah yfir sig og sína. ÞÆR ERU BUNDNAR STERKUM FJÖLSKYLDUBÖNDUM Norsku konurnar eru bundnar sterkum böndum við fjölskyldur sín- ar í Túnis, og þær aðlagast æ meir, eftir því sem árin líða. Það er að vísu mjög erfitt að semja sig að háttum þessa ólíka fólks, en enga þeirra langar heim til Noregs. Eigin- menn þeirra eru mjög bundnir ætt- landi sínu, þeir vilja ekki flytja úr landi, og þannig er það yfirleitt með Túnisbúa. Þeir eru líka mjög náið tengdir foreldrum sínum. Það er mjög algengt að foreldrar og tengdaforeldrar séu heimilisfastir hjá yngra fólkinu. Fjölskylduböndin eru sterk, jafnvel þótt sjónvarp hafi haldið innreið sína á flest heimili, þannig að fjölskyldan er nú víðast orðin þögull hópur fyrir framan sjónvarpið, þar eins og annars stað- ar. . . 50 VIKAN 26-tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.