Vikan


Vikan - 25.06.1970, Blaðsíða 39

Vikan - 25.06.1970, Blaðsíða 39
kyrrt þar inni. Þá hafði hann víst hallað sér, hann veslings Napoleon hennar. IJann hafði farið í rúmið dauðþreyttur og aleinn. En jafnvel keisari gat brugðið blundi, þegar um sigur- fregn var að ræða. Joséphine læddist hljóðlega áfram eftir teppalögðum göng- um og nam staðar fyrir framan breiðar vængjahurðir. Hún brosti, blóðið svall í æðum og hún var gagntekin lífsorku. Gagntekin nýju, eftirvæntingar- fullu lífi. Þetta var mikið augna- blik. Hún varð að draga það dá- lítið lengur. —• Napoleon! ætlaði hún að segja. Nei, fyrst ætlaði hún að læðast að rúminu hans. Svo hljóðlega að hann tæki ekki eft- ir neinu. Síðan ætlaði hún að leggja báðar hendur yfir andlit hans. Hann hafði alltaf sagt, að hann elskaði mjúku, svölu hend- urnar hennar. Þá mundi hann bylta sér og andvarpa þungan yfir því að fá ekki að sofa í friði. En hún mundi leggja munninn að eyra hans og hvísla. — Barn- ið okkar er á leiðinni, Napoleon. Litli prinsinn af Frakklandi er stór eins og spörfuglsegg! Andlit Joséhpine geisláði af hamingju. Það var að vísu hvítt af olíu, og hún hafði fengið blett af augnabrúnalitnum undir ann- að augað. Ljósbláa flauelsband- ið var rammskakkt. En hún hugsaði um dálítið, sem var skemmtilegt, hún Joséphine, svo að augu hennar voru stór og dökkblá eins og himinn á vor- nótt, og þau voru full heitstreng- inga. Húri lagði höndina á hún- inn. Þá heyrði hún hláturinn. Lágan, kurrandi, lostafullan hlátur. Joséhpine sleppti húninum, gleðin slökknaði í augum henn- ar. En hún gat ekki hreyft sig. Eins og negld niður. stóð keis- aradrottningin fyrir framan dyr eiginmanns síns og hleraði, hvort henni hefði ekki getað misheyrzt. En hláturinn kom aftur. Stríðn- islegur og ungæðislegur. Kvak unghænunnar, þegar haninn hef- ur komið auga á hana. Og síð- an fylgdi hlátur hanans. Þessi hrokafulli, sigurvissi hlátur, sem hún þekkti svo vel. Þannig hló hann aðeins, þegar hann var viss um sigur. Andlit keisaradrottningarinnar varð allt í einu eðlilegt og hvítt af olíu; það komu biturlegar viprur kringum fagran munn- inn. Augun voru útbrunnar stjörnur. Hún hljóp hljóðlega til baka eftir göngunum og byrjaði ekki að gráta fyrr en hún var komin aftur í herbergi sitt. Hún beit í koddann. Maður verður ófríður af því að gráta, þegar maður er fjörutíu og þriggja ára. Henni datt í hug að hengja sig og hún festi beltið af morg- unkápunni um hálsinn á gull- erninum. En þá varð henni hugs- að til þess, hve ljótt fólk er, sem Colgate fluor gerir tennurnar sterkari við hverja burstun. SPYRJIÐ. TANNLÆKNI YÐAR . . . Auk þess er þetta dásamlega, ferska bragð sem aðeins Colgate Fluor tannkrem hefur. hann veit betur en nokkur annar, hvað Colgate Fluor hefur mikla þýðingu fyrir tennur yðar og allrar fjölskyldunnar. BYRJIÐ í DAG - ÞAÐ ER ALDREI OF SEINT . . . Frá allra fyrstu burstun styrkir Colgate Fluor tannglerunginn og ver tennurnar skemmdum. Með því að bursta tennurnar daglega með Col- gate Fluor tannkremi, fáið þér virka vörn gegn sýrum þeim, sem myndast í munninum og mjög er hætt við að eyðileggi tennurnar, ekki sízt tennur barnanna. 28. tbi. VIKAN 39

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.