Vikan


Vikan - 25.06.1970, Blaðsíða 45

Vikan - 25.06.1970, Blaðsíða 45
Morð fyrir milljónir Framhald af bls. 15. Okkur voru boðnir flugmiðar og peningar fyrir hótelgistingu, en Trefor sagði að stofnun sú, sem við tilheyrðum, hirti ekki um slíka smámuni. Áður en ég vissi hvaðan á mig stóð veðrið var ég lagður af stað til Araba- landanna ásamt Trefor. Á þessu stigi málsins hugsaði ég lítið um minn gyðinglega uppruna, þar eð ég var ekki al- inn upp við Gyðingatrú. Ég er aldrei viss um hvort ég eigi að telja mig Gyðing eða ekki. En síðar miklaðist þetta vandamái fyrir mér. Trefor fjölyrti mjög um allar þær milljónir punda sem við myndum fá fyrir störf okkar. — En verði okkur á mistök, verður það okkar bani! bætti hann við. Fleiri voru með í þessu þótt þeir ættu ekki að fara til Kaíró og Amman. En þeir töluðu mik- ið sín á milli um peninga á sviss- neskum bankareikningi. Stemningin var eins og í James Bond-sögu um það leyti sem við lögðum af stað. Einn félaganna útvegaði bindisnælu, FjarlægiS naglaböndin á auðveldan hátt * Fljótvirkl * Hreinlegt * Engarsprungur ú Sársaukalaust Hinn sjálffyllti Cutipen gefur mýkj- andi lanolín blandaðan snyrtilög, einn dropa í einu sem mýkir og eyðir óprýðandi naglaböndum. Cutipen er eins og fallegur óþrjótandi sjálfblek- tingur sérstaklega gerður til snyrting- ar. Hinn sérstæði oddur hans snyrtir og lagfærir naglaböndin svo að negl- ur yðar njóti sín. Engra pinna eða bómullar er þörf. Cutipen er algjör- lega þéttur svo að geyma má hann í handtösku. Cutipen fæst í ölluni snyrtivöruverzlunum. Handbærar á- fyllingar. CwtipC^v Fyrir stökkar neglur biðjið um Nutri- nail, vítamínsblandaðan naglaáburð sem seldur er í pennum jafn hand- hægum í notkun oð Cutipen. UMBOÐSMAÐUR: J. Ó. MÖLLER & C O. KIRKJUHVOLI, REYKJAVÍK sem í rauninni var míkrófónn, og senditæki. Ég vildi ekki ipyrða og ræna Við fengum líka með okkur segulbandstæki og stuttbylgju- útvarpstæki sem leit út eins og sígarettupakki. Hlustunartæki fengum við einnig. Ég setti á mig þessa bindisnælu, en Tre- for ákvað að lokum að við skyld- um ekki taka þetta drasl með okkur. Við flugum fyrst til Amman, skítugrar og ruglingslegrar borg- ar sem byggð er á hólum. Flug- völlurinn var ósköp kotalegur í samanburði við Lundúnaflug- völl. Við stilltum okkur upp í biðröðina fyrir framan vega- bréfaskoðunina, en þegar að henni kom vorum við meðhöndl- aðir eins og fínt fólk. Vega- bréfaskoðarinn tók okkur út úr röðinni og fór með okkur sér- staka leið. Þar komu til móts við okkur tveir menn, sem ég held að hafi verið hermenn. Þeir voru gráir fyrir járnum og í felueinkennisbúningum. Síðar frétti ég að þeir væru skærulið- IGNIS KÆLISKÁPAR m/djúpfrysti MiiLJiUlW V E R Ð Lítr. Staðgr. Afborg 225 kr. 21.200 22.600,— 275 kr. 23.172 24.612,— 330 kr. 33.020 34.943,— 400 kr. 37.325 39.435,— Afþýðing óþörf, Sjálfstilling á rakastígi, m/rennihillum, Einnig fáanlegir í teak lit', AÐALUMBOÐ RAFIÐJAN VESTURGÖTU 11 REYKJAVÍK SlM119294 ar. Þeir fóru með okkur í bíl til Fíladelfíu-hótels, þar sem við hlutum mjög alúðlegar viðtök- ur. En vopnuðu mennirnir viku ekki frá okkur. Hvað ertu eig- inlega kominn út í? spurði ég sjálfan mig. Það lá við að ég kenndi í brjósti um Arabana, sem komu mér fyrir sjónir sem hálfgerðir apar. En ekki vildi ég fara að myrða og ræna fyrir þá. Ég vildi ekki heldur láta drepa mig. Þegar að því var komið að við yfirgæfum Arabalöndin vissi ég enn betur um lífshættuna, sem við vorum í. Á ráðstefnum okk- ar höfðu Arabarnir sagt margt af framtíðaráætlunum sínum og starfsaðferðum. Ég efaði ekki að þeir væru vísir til að drepa mig til að hindra að sá fróðleikur næði öðrum eyrum en til var ætlazt. Engu að síður var ég ákveðinn í að tilkynna brezku lögreglunni þetta þegar í stað til að koma í veg fyrir morðin, sem fyrirhuguð voru. Ég er ekki hræddur við dauð- ann, en líkt og allir aðrir vil ég helzt lifa eins lengi og mögulegt er. Jafnskjótt og ég gerði lög- reglunni viðvart, kæmist ég á dauðalistann hiá Aröbunum, það vissi ég. Scotland Yard var á sama máli. í endurminningunni virðist það nú óraunverulegt að ég skuli hafa setið ráðstefnur, þar sem morð og mannrán voru skipulögð. Það virðist óraun- verulegt að ég skyldi í venju- legu hótelherbergi læra að búa til sprengju, sem ætlað var að eyðileggja farþegaflugvél fulla af fólki. Einnig það að við Tre- for flugum til Englands með allt sem þurfti til sprengjunnar. NÝTT FRÁ RAFHA NÝ ELDAVÉL GERÐ HE6624. 4 hellur, þar af 1 með stiglausri stillingu og 2 hraðsuðuhellur, stór ofn, 56 lítra, yfir- og undirhiti fyrir steikingu og bökun, Ijós í ofni. Fæst með eða án glóðar- steikar elements (grill). — Heimkeyrsla og Rafha ábyrgð. VIÐ ÖÐINSTORG - SlMI 10322 26. tbi. VIKAN 45

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.