Vikan


Vikan - 25.06.1970, Blaðsíða 18

Vikan - 25.06.1970, Blaðsíða 18
SVONA ER UNGA FÓLKIÐ „Ég treysti vald- höfunum í hófi og trúi þeim sjaldan". „Styrjaldir leysa engin vandamál. Þær eru vandamál í eSli sínu.“ 1. Erum við vel í sveit sett hér á íslandi? Er land- ið gott og framtíðarmöguleikar jafn góðir og annars staðar? JÁ NEI ÓÁKVEÐIÐ 100 14 1 Eftir öllu að dæma er æskan sem á að erfa landið nokkuð ánægð með það, en þó voru nokkrir sem höfðu þann fyrirvara á að við værum ekki nægilega vel í sveit sett — landið væri nokkuð úr alfaraleið. Einn benti þó á að „Menn eru alls staðar vel í sveit settir ef þeir hafa hugrekki, dugnað og skynsemi til að bera. Framtíðarmöguleikar eru hér nógir ef menn aðeins fengjust til að koma auga á þá.“ Annar vildi meina að „framtíðarmöguleikar hér eru betri en víðast hvar. Annars fer heill þjóðarinnar mest eftir fólkinu sem landið byggir og stjórnendum þess.“ Og sá þriðji, sem samt er tæplega dæmigerður fyrir skoðanir unga fólksins á landinu gekk svo langt að fullyrða að væri rétt „haldið á spöðunum væri fsland paradís á jörðu.“ Þetta getur tæplega vitað á annað en gotf. 2. Heldur þú að æska nútímans eigi eftir að lialda betur á spöðunum í sambandi við rekstur þjóðarskút- unnar en núverandi valdhafar? JÁ NEI ÓÁKVEÐIÐ 83 22 10 Nokkrir tóku það fram í stað þess að gefa beint svar, að spurningin væri samin í þvílíku vantrausti á valdhafana, að ekki tæki því að svara henni. Það var í rauninni nokkuð algild regla, sem við komumst að þegar við unnum úr bréfunum, að fá svoleiðis yfir- lýsingar; væru þátttakendur könnunarinnar ekki ánægðir með orðalag einnar eða annarrar spurningar fengum við svo sannarlega að heyra það — óþvegið. Meiri hlutinn hefur þó meiri trú á sjálfum sér held- ur en foreldrum sínum, eins og sjá má af tölunum. Þó eru nokkrir sem ekki telja sig sjá neitt sem gæti bent til þess að æskan standi sig betur, rétt eins og stúlkan sem sagði: „Hvers vegna ætti það að vera? Ég held það svo sannarlega ekki og ástæðan er sú að foreldrar mínir máttu vinna fyrir sér og lærðu smátt og smátt af reynslunni, en ég hef fengið allt fært upp í hendurnar og um leið og ég á svo mikið sem að elda graut ofan í mig er ég í stökustu vand- ræðum, ný saman höndum og græt.“ Annar var á öndverðum meiði: „Já, annars væri ég kominn til Timbúktú fyrir löngu. . . . “ Og sá þriðji tók þetta enn nákvæmar: „Já, það er að segja ef hún kemst til valda áður en hún verður fertug.“ Þetta er skoðun sem einnig virðist eitthvað ríkjandi og er í stíl við bandaríska hippaslagorðið: — Trust no one over thirty! 3. Trúir þú og treystir núverandi valdhöl'um lands- ins? JÁ NEI ÓÁKVEÐIÐ 24 87 4 Það var og. Ja, nú mega þeir fara að vara sig! Stór hópur þeirra sem sagðist trúa þeim og treysta tók það jafnframt fram að þeir væru nú einu sinni mann- legir og gætu aldrei gert svo öllum líkaði. Einn sagð- ist álíta að þeir væru í raun og veru beztu menn — en bara ekki nógu góðir og hæfir til að gegna em- bættum sínum. Mjög ríkjandi var sú skoðun sem kom fram hjá einum: „Nei, ég treysti þeim ekki en samt finn ég enga betri.“ Annar skýrði afstöðu sína með þessum orðum: „Ég treysti þeim í hófi og trúi þeim sjaldan." 4. Hefur þú trú á hernaðar- og varnarbandalögum sem NATO og Varsjárbandalaginu? JÁ NEI ÓÁKVEÐIÐ 33 82 „Já, þau eru nauðsynleg til að viðhalda jafn- vægi á milli austurs og vestur.“ „Ég tel annað nauðsynlegt á meðan hitt er við lýði, en annars er æskilegast að þau hverfi í framtíðinni." „Nei, ástæðan er innrás Varsjárbandalagsins í Tékkóslóvakíu og ég held að NATO gæti alveg eins gert slíka hluti.“ Þetta eru nokkur svaranna sem bárust, en margir vildu líka halda því fram, að slík bandalög gerðu aldrei neitt nema illt eitt, og að það væri hreinasta skömm fyrir íslendinga að vera þátttakendur í slíku. „Hvað varð um þúsund ára draum þjóðarinnar?" spurði einn. 5. Stendur þér stuggur af hugsanlegu kjarnorku- stríði og telur þú hugsanlegt að það geti orðið? JÁ NEI ÓÁKVEÐIÐ 72 43 Fæstir þeirra sem svöruðp játandi töldu líklegt að til þess gæti komið og einn sagði meira að segja að slíkt væri „óhugsandi“. Hitt er annað, að pilturinn sem sagði: „Það er skylda mín að óttast kjarnorku- stríð. Ef við óttumst það ekki bjóðum við hættunni heim. Hins vegar tel ég litlar líkur á að til slíks stríðs komi,“ er nokkuð dæmigerður fyrir jafnaldra sína. Annar svaraði á þessa leið: „Mér stendur stugg- ur af kjarnorkustríði og tel að það sé ekki langt und- an. Þegar ýmis ríki Afríku og Asíu verða búin að fá kjarnorkuvopn, en það verður innan 25 ára, munu þau varla skirrast við að beita þeim og það verða endalok heimsins. Veröldin flýtur sofandi að feigðar- ósi og eitthvað róttækt verður að gerast ef við eigum að lifa næstu aldamót." G. Ileldur þú að stríð geti verið lausn á vandamáli? JÁ NEI ÓÁKVEÐIÐ 26 89 Uppreisn unga fólksins hefur einna helzt beinzt gegn stríði og þá allra helzt stríðinu í Víet Nam — því sem nú er orðið stríðið í Indó-Kína. Sennilega er óhætt að fullyrða að meirihluti mannkyns sé á móti slíkum baráttuaðferðum, en til eru þeir hópar sem telja stríð, eða blóðuga uppreisn, einu lausnina fyrir sig. Þeir sem sammála eru slíkum hópum skýrðu af- stöðu sína eitthvað á þessa leið: „Stríð getur verið lausn á vandamáli en sú allra vafasamasta sem til er.“ Þeir sem enn lengra ganga gáfu þessa skýringu: „Stríð getur verið lausn og jafnvel eina lausnin í frelsisbaráttu kúgaðra.“ Þeir sem ekki sjá neinn tilgang með stríði, og þeir voru yfirgnæfandi meirihluti, sögðu: „Er það nú spurning!" eða: „Þótt styrjaldir hafi í gegnum ald- irnar oft leitt til umbóta af ýmsu tagi leysa þær eng- in vandamál. Þær eru vandamál í eðli sínu.“ 7. Telur þú að barátta Bandaríkjanna í Víet Nam sé þess virffi sem þeir segja hana vera? Trúir þú á þann málstaff? JÁ NEI ÓÁKVEÐIÐ 16 94 5 Einn, sem við spurðum, er þeirrar skoðunar að „Bandaríkjamenn (séu) einfaldlega að vernda eigin- hagsmuni í Asíu.“ Annar kallar þetta imperíalismann í sinni réttu mynd: „"Það er furðulegt en satt, að im- períalisminn hefur aldrei verið greinilegri en einmitt 18 VIKAN 26. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.