Vikan


Vikan - 25.06.1970, Blaðsíða 30

Vikan - 25.06.1970, Blaðsíða 30
HEYRA MÁ Cþó Iægra íátO ÖMAR VALDIMARSSON Creedence Clearwater Re- vival er hálfgerð ráðgáta. Eina stundina eru þeir liér, þar og alls staðar af lífi og sál — en svo allt í einu eru þeir það ekkí. Plötur þeirra seljast vel og þeir eru sú hljómsveit sem einna mest er talað um þessa stundina. Hljómleikar þeirra eru engu líkir og það er vonlaust að reyna að lýsa þeim. Maður verður að sjá og heyra Cree- dence til að skilja hvað er um að vera. En það er erfitt að ná í Creedence til að fá viðtal eða nokkrar myndir. Hljóm- plötufyrirtæki þeirra, Fanta- sy, sem er í Oakland i Kali- forníu, er svo lítið, að þar er oft enginn við allan liðlang- an daginn ■— forstjóri fyrir- tækisms er í vinnu annars staðar líka! En þegar maður loks nær í þá, þá kemst mað- ur að því að þeir voru ekki i felum. Þeir voru einfald- lega uppteknir — og þeir eru svo sannarlega þess virði að maður bíði eftir þeim í smá- stund. Creedence Clearwater Re- vival eru stjörnur sem birt- ust mjög skyndilega á stjörnuhimninum eftir 10 ára puð. Þeir minnast hinna gömlu „góðu“ daga með hryllingi. John Fogerty, aðalsöngv- ari, gitarleikari og fram- kvæmdastjóri CCR, segir: — Ég var óður i blues þegar ég var aðeins sjö ára gamall. Þegar ég fór að hlusta á útvarp eitthvað að ráði árið 1958, var ekkert rokk eða þvílikt komið til sögunnar í kringum mína heimahyggð. Það eina sem maður heyrði var rythm og blues. 1 dag ber okkar tón- list þess greinileg merki. Ég er ekki að segja að við séum hlues-hljómsveit, en við ber- um þess mörg og góð ein- kenni. Þegar Jolm var 14 ára lék liann á píanó fyrir skólafé- laga sína — bara að gamni. Hann lék lög sem hann hafði heyrt í útvarpinu kvöldið áð- ur og allir skemmtu sér kon- unglega. Fljótlega féklc hann tvo með sér, og þeir fóru að fá eitt og eitt sent fvrir hljómlist sína, þó það væri aldrei mikið. Þeir kölluðu sig þá „The Rlue Velvets“ og John, sem lék á gítar og píanó, Doug Clifford, sem lék á trommur og Stu Cook, sem lék á hassa og píanó, fójru að leika á skóladansleikjum og öðru slíku víðs vegar um norður- hluta Kaliforníu. þeir léku lika inn á nokkrar plötur, svokallaðar demo-records, sem varla er hægt að nefna í sömu andránni og venju- legar hljómplötur, og á end- anum var þeim boðið að leika með, sem svokölluð „backing-group“ á plötu sem varð númer eitt í heimaborg þeirra. Síðar léku þeir lag Van Morrisons, „Brown Ey- ed Girl“ inn á liljómplötu, en það náði aldrei miklum vin- sældum. CCR hafa haft nokkra mislukkaða umboðsmenn og framkvæmdastjóra og sú er ástæðan fyrir því að Jolm tók starfið að sér. Einn þess- ara umboðsmanna breytti meira að segja nafni hljóm-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.