Vikan


Vikan - 25.06.1970, Blaðsíða 5

Vikan - 25.06.1970, Blaðsíða 5
Krakkar í Maxi Kj-akkarnir vilja líkjast sem mest fullorðna fólkinu, og þar af leiðandi vilja þau líka klæð- ast eins og það. Nú er maxi-tízk- an í algleymingi, og á tízkusýn- ingu í London í sumar voru sýnd barnaföt í maxi-stíl — bæði fyrir stráka og stelpur. Árangurinn lét ekki á sér standa. Mikil eftir- spurn hefur verið eftir tízkuföt- um á börn og hefst ekki undan að framleiða þau. Á meðfylgjandi mynd sjáum við strák og stelpu af áðurnefndri tízkusýningu. Þau eru bæði í midi-frökkum og strákurinn er með húfu og í víð- um sjóliðabuxum og kunna held- ur en ekki vel við sig, eins og myndin sýnir. ☆ Bandarísk hernaðarleyndarmál Þrjú mestu hernaðarleyndar- mál Bandaríkjanna eru SIOP (Single Intergrated Operation Plan), sem er nokkurskonar kennslubók i kjarnorkuhernaði,, NSTL (National Strategic Target List), sem er skrá yfir skotmörk víðsvegar um heiminn, er fyrst yrðu fyrir kjarnorkuárásum ef til þess kæmi og NMCA (Nation- al Military Command Authori- ties), sem er nákvæm verka- skipting þeirra sem ráða yfir líf- um okkar og limum komi til kjarnorkustríðs. Til að skýra það enn nánar eru það nöfn þeirra manna sem koma til með að ýta á hnappana sem eiga að drepa okkur. Þegar svona er komið megum við fara að biðja fyrir okkur — því enginn þarf að láta sér detta í hug að slík „leyndar- mál“ séu ekki til hinum megin við járntjaldið líka. ☆ • visur vikunnar Nú strýkur fjöllin fimur sumarblær og fer um landið eftir sínum vilja en lindin kveður létt og silfurtær ljóð, sem ferðamönnum ber að skilja. Á athöfnum þótt oft hér verði bið og ónýt brú á mörgum læk og feni þá keppast skrýtnir kallar ennþá við og klæða landið ösp og zitkagreni. En þó að ríkið reki kannski í strand er ræktuð jörð og leitað fast á sæinn og okkur ber að elska þetta land ofurheitt á þjóðhátíðardaginn. Nixon og stúdentarnir Án þess að gefa út nokkra op- inbera tilkynningu, skipaði Nix- on Bandaríkjaforseti nýlega 8 manna nefnd, sem átti því hlut- verki að gegna að finna út af- stöðu bandarískra háskólastúd- enta til stjórnarinnar, eftir inn- rásina í Kambódíu og morðin við Kent-háskólann í Ohio. Niður- staðan var langt í frá að vera uppörvandi: „Fullkomið vantraust á stjórn- ina meðal ungs fólks, og er ekki hægt að gera nokkurn mun á því á meðal þeirra sem studdu Nixon á meðan á kosningabaráttu hans stóð og þeirra sem voru í and- stöðu við hann ...“ eftir því sem starfsmaður Hvíta hússins sagði við fréttamenn. Wilson-pípan vann Árlega er haldin í London sér- kennileg samkeppni, þar sem valinn er pípureykingamaður ársins. Um það leyti sem hún átti að fara fram í ár, datt eiganda hótelsins „Star and Garter" í Brighton í hug að hafa sína eig- in pípukeppni meðal hótelgesta sinna. Hann hafði veitt því eftir- tekt, að óvenju mikið af pípu- reykingamönnum gistu hótelið um þetta leyti og fannst því tækifærið kjörið. Hann hét góð- um verðlaunum, sem voru í því fólgin, að vinningshafinn mátti drekka sér að kostnaðarlausu eins mikinn bjór og hann gat í einn dag. Gestirnir tóku þessari tilbreytingu feginshendi, og brátt voru veitingasalirnir mettaðir reyk úr fjölbreytilegu safni af pípum. Dómnefndin veitti „Wil- son-pípunni“ fyrstu verðlaun, en hún var þannig útbúin, að teikn- ing af Wilson forsætisráðherra var límd fremst á pípuhaus og í munni forsætisráðherrans var of- urlítil pípa. Það reyndist vera leikarinn David Paynes, sem átti verðlaunapípuna. ☆ 26. tbi. VIKAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.