Vikan


Vikan - 25.06.1970, Blaðsíða 24

Vikan - 25.06.1970, Blaðsíða 24
Hermar keígaralega tígn Spennandi framhaldssaoa eftir Huoo M. Kritz 10. hlntí — Yvonne ... André Swedenborg hallaði sér fram. -— Hvað eruð þér að hugsa? Hvort þér getið treyst mér? Það er eitthvað sem angrar yður, er það ekki? Ég sé það á yður. Hversvegna segið þér ekki neitt? — Mig langar í sígarettu, André, sagði Yvonne Galatz og hún var greinilega tauga- óstyrk. Hann rétti henni strax sígarettuveskið sitt og kveikti í fyrir hana. Hún sogaði að sér reykinn. — Já, ég er í miklum vandræðum, André, mjög miklum vandræðum. Það er erfitt að trúa yður fyrir því. En ég treysti yður. Hejrr- ið þér nú, vitið þér hvað fjórða deildin í Pétursborg er? — Fjórða deildin? Hann stóð upp og hristi höfuðið hugsandi. — Það er rússneska leyniþjónustan. Og ég, André, er njósnari í fjórðu deildinni. Hann starði á hana. — Þér? Það getur ekki verið satt, Yvonne ... — Þeir þröngvuðu mér til þess. Ég varð að velja á milli,_að fara í útlegð til Síbiríu eða að gerast handbendi þeirra. Ég varð að skilja son minn eftir sem gísl. Honum líður nú vel og gengur vel í skóla. Hún rauk upp af stólnum og tók að æða um gólfið. Hann fékk alla söguna. Um fyrsta hjónaband hennar, með frönskum liðsfor- ingja, sem skaut sig, þegar upp komst að hann var rússneskur njósnari. — Það var hræðilegt áfall fyrir mig, hélt hún áfram, vegna þess að ég hafði ekki hug- mynd um það. Og mér fannst ég þurfa að bæta fyrir það. Það getur líka verið að ævin- týrin hafi lokkað mig, sem sagt, ég gerðist franskur njósnari og fór til Rússlands. Það gekk vel um hríð. Hún hafði komið sér vel fyrir í Pétursborg og gerði Frakklandi mikið gagn. — En það er þannig í þessu starfi, fyrr eða síðar kemst allt upp. Og ég gekk í gildruna. Hvað átti ég að gera, deyja í Síbiríu og taka barnið mitt með í dauðann. Hún skipti því um, fór að vinna fyrir zar- inn í fjórðu herdeildinni. Svo reyndi hún að ná sér úr klóm þeirra, með því að giftast búlgörskum ambassador. En hún losnaði ekki. — Ég var of dugleg, sagði hún biturlega. — Þeir vildu ekki losa mig. Þegar eiginmað- ur minn komst að því að ég átti barn í Rúss- landi, varð hann skelfingu lostinn. Hann hat- aði Rússa og heimtaði að ég næði strax í son minn. En hvernig átti ég að fara að því? Ég gat ekki sagt honum sannleikann. Hjónaband okkar endaði með skilnaði. Svíinn ungi starði á barónsfrúna, stórum, bláum augum. — Jæja, André? Röddin var hás og hrjúf. — Elskið þér mig ennþá? Er ég ennþá eina konan í heimi fyrir yður? — Frekar en áður, Yvonne, sagði hann. — Ég dái yður! Styrkleika yðar og hug- hreysti! Þér hafið orðið að reyna mikið! Hún sneri sér undan. — Styrkur minn er á þrotum, André. Ég sé enga leið út úr þess- um ógöngum. Ef þér hjálpið mér ekki, verð- ur framið morð í kvöld klukkan tíu, hræði- legt, dýrslegt morð ... Bréfið frá barónsfrúnni vakti að nýju ang- ist Millyar. Hún las bréfið aftur og aftur, þessar fáu línur ... eitt mikilvœgt mál enn- þá ... klukkan tíu í kvöld,... Hvað gat það verið? Mikilvœgt mál... Hún hafði á tilfinningunni að þarna væri ekki allt með feldu. Hversvegna átti hún að fara svona seint um kvöldið? Barónsfrúin átti þá að vera á leiðinni til Búlgaríu. Og hvers- vegna átti hún að fara svona langt? Það voru ennþá sjö tímar til stefnu. Milly gekk eirðarlaus um íbúðina. Kokkurinn og stofustúlkan voru komin til herbergja sinna. Það var enginn í íbúðinni nema hún og Jirka, þjónninn, sem var að fægja silfur. Það var heppilegt að Gianni var með Yermoloff, hugsaði Milly. Annars hefði hún átt erfitt með að útskýra fyrir honum, hvert hún væri að fara. Samningar Giannis og Yermoloffs tóku langan tíma, og Gianni kom alltaf seint heim, þegar hann hafði verið með honum. Fór þá beint til herbergis síns . .. Hún hefði helzt kosið að fara beint til Yvonne á Imperial hótelið, en hún þorði ekki. Það hlaut að vera einhver sérstök ástæða fyrir því að Yvonne bað hana um að hitta hana svona seint. Hún heyrði að Jirka var að syngja síðasta slagarann: Oh, es gibt. noch schöne Fraun Die uns Paradise Baun. Fagrar konur skapa Pardís ... Já, Milly vildi gjarnan búa Gianni Pardís. Hún vildi að hann yrði frjáls og óháður ,glæsilegur fursti Búlgaríu; fá starf við sitt hæfi, ábyrgð, sem eðli hans krafðist. Hann var greinilega að gefast upp á athafnaleysinu. Þessvegna hafði Milly gert sitt til að hann fengi eitthvert takmark. Nú var hún gripin efasemdum og skelfingu. Hana fór að gruna hve flókin þessi stjórnmál voru, ekki sízt á Balkanskaganum! Undirferli, samsæri og byltingar . . . Ef þetta fer í handaskolum, þá er það mér að kenna, hugsaði hún. Þessi hugsun skelfdi hana. Hún komst á þá skoðun að hún yrði að segja honum alla málavöxtu, áður en hann kæmist að því sjálf- ur. En svo var hún aftur hikandi. Ef Yvonne Galatz tækist að koma þessu öllu í lag, þá var betra að hlaupa ekki á sig, það gat þá verið að Gianni hætti við allt saman, og þá væri það líka henni að kenna. Óvissan og efinn toguðust á í hug hennar Að lokum ákvað hún að tala við Yvonne í síðasta sinn, — í kvöld. Það gæti verið að allt væri í bezta lagi... Nú vissi André Swedenborg alla málavexti. Allt um Jóhann Salvator, furstadeiluna í Búlgaríu og morðáætlun Golowins ofursta, ákvörðunina um að myrða Milly Stubel. Einkennilegt breyting varð á Svíanum unga. Það sem áður var blíðlegt í svip hans, varð hörkulegt og blá augun fengu stálgljáa. —• Ég skil aðstöðu yðar, Yvonne, sagði hann. — Þér getið ekki varað Milly Stubel við, þá hefnir Golowin sín á syni yðar. Og á hinn bóginn verður að koma í veg fyrir morð- ið á Milly Stubel. Þetta er hræðilegt ástand, en ég er reiðubúinn að hjálpa yður. Það var ekkert hikandi eða unglingslegt við hann lengur. Hann var rólegur og ákveð- inn. — Hvað ætlið þér að gera, André? Baróns- frúin hallaði sér upp að veggnum og leit á hann undan þéttum augnhárunum. — Það fer eftir .... Hann leit hugsandi á hana. — Haldið þér að Golowin ætli að myrða hana sjálfur? 24 VIKAN 26- tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.