Vikan


Vikan - 25.06.1970, Blaðsíða 14

Vikan - 25.06.1970, Blaðsíða 14
Þannig átti að tortima þotunni, sem hafði um hundrað farþega innanborðs. Sprengjuna átti að líma neðan á annan vænginn. 1 marz síðastliðnum var Trefor Williams, fertugur fyrrverandi brezkur liðsfor- ingi, dæmdur í tíu ára fang- elsi fyrir að hafa ætlað að koma sprengju fyrir i isra- eiskri Boeing-þotu á Heath- row-flugvelli við Lundúni. Aðalvitni gegn lionum var jafnaldri hans og landi Ronald Hannen, sem var í vitorði með lionum en sagði lögreglunni frá fyrirætlun þeirra. Þeir liöfðu tekið verkið að sér fyrir A1 Fata, skæruliðahreyfingu Palestínu-Araba, og auk þess liöfðu Arabarnir ráðið þá til að fremja fyrir sig morð og barnsrán og heitið þeim milijónum sterlingspunda i verkalaun. í greininni segir Hannen alla sólarsöguna af viðskiptum þeirra við Arabana. Líf mitt og heimili er ekki lengur mitt eigið. Heimili mitt er staður, þar sem ég fel mig. Líf mitt er í slíkri hættu að ég get ekki lifað sem venjulegur maður. Öryggisráðstafanirnar, sem leynilögreglumennirnir frá þeirri deild lögreglunnar, sem fjallar um glæpi, telja nauðsyn- legar, eru öllu venjulegu líferni til hindrunar. Á því er ekki vafi að arabísku skæruliðarnir vilja mig feigan vegna þess að ég afhenti ensku lögreglunni upplýsingar um þá. Ég sagði lögreglunni frá þeirri fyrirætlun að koma sprengju fyrir í flugvél frá El-Al, af gerð- inni Boeing 707, á Heathrow- flugvelli í Lundúnum. Það hafði þær afleiðingar að Trefor Willi- ams var handtekinn. Hann var í marz dæmdur í tíu ára fang- elsi. Ég afhjúpaði lika arabískt samsæri til að myrða tvo brezka þingmenn og einn diplómat í Ítalíu og auk þess áætlun þess efnis að ræna börnum ríkra Gyðinga og halda þeim sem gíslum. Að þessum upplýsingum gefn- um setti lögreglan vörð við hús mitt. Tveir vopnaðir leynilög- reglumenn sátu í bíl fyrir utan og stöðvuðu alla, sem reyndu að komast inn. Lögreglumennirnir lögðu líka áherzlu á að ég hefði síma við hliðina á rúminu — á kostnað lögreglunnar og komu fyrir í húsinu sérstöku viðvörunar- kerfi. Ef einhver reyndi að að brjótast inn, myndi kerfið undireins viðvara næstu lög- reglustöð og auk þess aðalstöðv- arnar í Southampton. Eftir þrjár mínútur yrði lögreglan þá kom- in að húsinu og eftir aðrar þrjár búin að umkringja það gersam- lega. Nú er vopnaði varðmaðurinn farinn. En lögreglumaður lítur við hjá mér minnst annan hvern tíma og fer ekki fyrr en hann sér að mér líður þokkalega. Ég fer ekki af bæ án þess að tilkynna lögreglunni það fyrst. Símasamtöl mín eru hleruð og ég fæ ekki að opna stóra póst- kassa með tilliti til þess að þeir kynnu að innihalda sprengju. Það er hverjum reyfara lýgi- legra að þetta skuli í rauninni vera svona og að ég skyldi flækjast í þetta. Þó er það ein- faldur sannleikur að Trefor Williams var gripinn aðeins tólf tímum áður en hann og ég átt- um að koma sprengju fyrir í flugvél og drepa fjölda af sak- lausu fólki. Þetta átti bara að vera byrj- unin. Verkið átti að sýna og sanna Aröbunum að okkur væri alvara, að við værum reiðubún- ir að fremja morð, mannrán og skemmdarverk í þjónustu þeirra. Tveir þingmeim merktir dauðanum Arabarnir halda að þingmenn þessir hafi áhrif á brezku stjórn- ina ísrael til góða og vilja þá því feiga. Ég gat ekki fengið af mér að koma í kring neinu af því, sem okkur var ætlað, þótt svo að milljónir sterlingspunda væru í boði. Við vorum staddir í Amman, höfuðborg Jórdaníu, þegar þing- mennirnir voru leiddir í tal á fundi, sem við Trefor sátum með skæruliðaforingja sem mig minnir að héti Ómar. Þó er ég ekki viss — arabísk nöfn hljóma svo framandi í mínum eyrum að ég á í stökustu erfiðleikum með að leggja þau á minnið. Við Trefor ræddum ýmsar fyrirætlanir við Ómar og síðan brá hann sér frá og hringdi. Þegar hann kom aftur, minntist hann á eitt verkefni, sem væri sérlega mikilvægt. Tveir Gyð- ingar í brezka þinginu væru til vandræða. Hann spurði hvort við vildum „sjá um“ þá. Fyrst skildi ég ekki hvað hann átti við. En svo fór hann að tala um Browning-skammbyssu af sérstakri gerð, sem hann ætlaði að útvega okkur. Með skamm- byssunni þeirri arna væri eng- inn vandi að koma þessu í kring, sagði hann og bætti við: Flýtið ykkur hægt við þetta. Bíðið þangað til þið fáið skammbyssuna. Ómar var svo samvizkulaus að það fer enn hrollur um mig þeg- ar ég minnist hans. - Ef eitthvað fer út af spor- inu verður það þinn bani, sagði hann einu sinni við mig í Amm- an. Hann og aðrir Arabar gera ekki að gamni sínu í sambandi við eitt eða annað. Nú þegar fyrirætlanir þeirra hafa farið „útaf sporinu", er ég viss um að þeir hata mig nóg til að drepa mig. Önnur ástæða er til þess fall- in að stórauka hatur þeirra á mér. Ég lét hana ekki uppi við þá og ekki heldur þegar ég vitn- aði fyrir rétti. Ekki einu sinni lögreglan hefur vitað það til þessa. Ég, maðurinn sem Arabar héldu að myndi vinna fyrir þá sem morðingi og skemmdar- verkamaður, hét Freedman áður en ég skipti um nafn. Faðir minn var Gyðingur og alltaf meðan ég talaði við skæruliðana hafði ég það á tilfinningunni að ég væri að svíkja mitt fólk. Enn þann dag í dag skil ég ekki alveg hvernig ég fór að því að flækjast í þetta með Ar- öbunum. Trefor Williams sagði Aröbun- um að ég væri fyrrverandi liðs- foringi í flotanum, þrautþjálfað- ur froskmaður og sérfræðingur 14 VIKAN 26-tw-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.