Vikan


Vikan - 25.06.1970, Blaðsíða 17

Vikan - 25.06.1970, Blaðsíða 17
HÉR ERU OFURLÍTIL SÝNISHORN AF SPURNING- UNUM, SEM VIKAN LAGÐI FYRIR UNGA FÓLKIÐ: • Erum við vel í sveit sett hér á íslandi? Er landið gott og eru framtíðarmögnleikar jafn góðir hér og annars staðar? • Heldur þú, að æska nútímans eigi eftir að halda betur á spöðunum í sambandi við rekstur þjóðar- skútunnar en núverandi valdhafar? • Trúir þú og treystir núverandi valdhöfum? • Stendur þér stuggur af hugsanlegu kjarnorkustríði og telur þú líklegt að það geti orðið? • Telur þú, að barátta Bandaríkjanna í Vietnam sé þess virði sem þeir segja hana vera? • Hafðir þú trú á umbótum þeim, sem áttu sér stað í Tékkóslóvakíu og voru orsök þess, að innrás var gerð í landið árið 1968? • Vilt þú taka virkan þátt í uppbyggingu þjóðfé- lagsins? • Telur þú, að foreldrar þínir skilji þig fullkomlega og ertu ánægður með sambúð ykkar? • Trúir þú á guð eða einhverja almáttuga hand- leiðslu? • Hefur boðskapur kirkjunnar haft áhrif á þig? • Trúir þú á líf eftir dauðann? • Finnst þér að námsefni og kennsluaðferðir sé úr- elt orðið og ekki í nægilegum tengslum við lífið sjálft? 26. tbi. VIKAN 17

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.