Vikan


Vikan - 25.06.1970, Blaðsíða 28

Vikan - 25.06.1970, Blaðsíða 28
— Ég vil ekki hafa ólyktina af bílum á minni ey, segir ma- dame Sibyl Hathaway, sem líka er kölluð „The Dame“. Hún er ennþá spræk og ákveðin, þrátt fyrir háan aldur, og er einráð á Sark. Nýlega hótaði hún að láta af völdum og fá stjórnendum eyj- arinnar Guernsey yfirráð yfir Sark. En á síðustu stundu var hægt að fá hana ofan af því. Gamla konan hefur mestu andstyggð á bílum og þess vegna hefur hún bannað akstur þeirra, það eru aðeins tvær undantekn- ingar, tveir þríhjólavagnar, sem ætlaðir eru lömuðu fólki. Annan notar hún sjálf. Sark er lítil eyja. Frá nyrzta oddanum, „Bec du Nes Point“ til suðuroddans, „Moie de Port Go- rey“, eru aðeins 5,6 kílómetrar, og þar sem hún er breiðust, er hún aðeins 2,4 kílómetrar. Sark er því aðeins lítil doppa á kort- inu. í heimsstyrjöldinni síðari var eyjan hersetin af nasistum. Þeir höfðu hugsað sér að nota eyjarnar í sundinu sem stökk- bretti við innrás í Bretland. En þar sem ekkert varð af innrás, þá settu þeir setulið á eyjarn- ar, til að koma í veg fyrir að Englendingar notuðu þær í væntanlegri innrás í „Festung Europa“. En Hitler og hershöfð- ingjar hans misreiknuðu sig, innrásarliðið fór í kringum eyj- arnar og beint til Normandí. Sibyl Hathaway, sem var jafn ákveðin þá og nú, en hún var sextug á stríðsárunum, lét ekk- ert á sig fá, en sat sem fastast á setri sínu. Þegar henni var sagt að Þjóðverjarnir væru komnir og hún var spurð hvort hún ætlaði ekki niður að höfn- inni. til að taka á móti þýzku liðsforingjunum, þá sagði hún stutta’’alega: — Ef þeir eiga eitthvert er- indi við mig, þá geta þeir kom- „Xhe Dame“ á Sark er 85 ára, en enn- þá spræk og ákveSin. Hún ræSur lögum og lofum á Sark, sem er eitt af síSustu virkjum lénsskipulagsins í Evrópu. Eiísabet I. Bretadrottning gaf Hclier de Cateret eyjuna með gjafa- hréfi frá árinu 1565. Amma Sibyl Hathaway keypti hana svo fyrir sex þúsund pund árið 1852. Og enn þann dag í dag verða eyjaskeggjar að greiða „tíund“. 28 VJKAN 26-tbl- :;|Í;ÍpS I illl . . ■ : . Ef eyjaskeggjar þurfa að fara um hina fögru eyju, þá verða þeir að láta sér nægja reiðhjól. Setur „The Dame“ á Sark er byggt yfir rústirnar af gömlu klaustri. Þetta er reisulegasta húsið á eynni, og garðurinn, sem er bæði stór og fallegur, er til sýnis fyrir ferðamenn. Það koma um það bil 50.000 ferðamenn til Sark á hverju sumri.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.