Vikan


Vikan - 25.06.1970, Blaðsíða 11

Vikan - 25.06.1970, Blaðsíða 11
Na.poleon Bonaparte. Myndin er gerð um það leyti sem hann kvæntist Josephinu. litln, smávægilegu töf á Ítalíu. Og þegar Frakkland kvaddi mesta hershöfðingja sinn aftur til vopna, i Jietla sinn til a'S verja landamæri Frakklands fyrir Englendingum í Egvptalandi, þá fylgdi hún honum svo langt sem til Toulon, þar sem hún grét bitrum, falslausum tárum að skilnaði. Döpur og i þungum þönkum sneri eiginkona hershöfð- ingjans aftur lil Parísar. Þrá liennar og sorg var svo mikil, að um síðir sá hún sig nauðheygða til að senda hoð eftir Hippolyte Cliarles, manninum með mjúka augnaráðið, hin- um káta og fjöruga Hippolyte... . — Aha! hrökk úl úr Leletia, móður Napoleons. Hún sendi hoð eftir hörnum sínum, Joséph, Lucien, Elias, Louis, Pauline, Charoline og Jerome, lirópaði hún. Ætlið þið í raun og veru að horfa upp á það, að Napoleon sé dreginn á tálar, án þess að hafast eittlivað að? Og Napoleon var varla genginn á land í Egyptalandi, áð- ur en hann fékk fréttirnar af framferði Joséphine. Frúin leigði Malmaison-liöllina af du Moley mark- greifa, var honum tjáð. Og hún varði tím- anum i göriguferðir um liallargarðimi með herra Hippolyte. Napoleon átti erfitl með að gera sér þetta í hugarlund, en hann fór vissulega að gruna, að þarna lægi allstór liundur grafinn! En hann hafði sinum skyldum að gegna. Og þeim gleymdi hann ekki. Þær tóku mest- an hans tíma. Hann varð þess var kvöld nokkurt, er hann ætlaði að skrifa konu sinni hréf, að orðin vildu ekki koma. Hann byrjaði eins og venjulega á „Elsku ástin mín,“ en strik- aði yfir það og skrifaði „Kæra Joséphine. Ég sit við rætur pýramídanna. Lampi minn er máni Egyptalands.... Þú hefðir átt að sjá þetta stolta ríki faró- Josephina var ekkja herforingja, sem var tekinn af lífi í stjórnarbyltingunni. anna með öll minnismerkin yfir dauða menningu. Þéi hefðir átt að sjá sólarupprásina yfir eyðimörkinni, vaggandi göngulag liinna svifaseinu úlfalda, hinar fögru mevjar Egyptalands.... -— Hinar fögru mevjar Egyptalands... . Hann lagði penn- ann frá sér og leit út yfir landið, sem var ljósgult í tungl- skininu. Konan, sem hann hafði séð niður við höfnina í dag, var allt annað en egypzk. Ekki með þetta silfurbjarta hár og þessa hvítu húð. Hann byrjaði að skilja Josépliine litlu. Sigursæll hershöfðingi átti ekki að farast í smáhorgara- mennsku. llann varð að liafa dálítið víðari sjöndeildarhring. Þegar maður var mesti herforingi Frakklands, gat manni leyfzt að liafa eins víðan sjóndeildarhring og maður vildi.... Bonaparte stóð á fætur og starði á leyndardómsfullan vangasvip meyljónsins og skammaðist sin framnii fyrir þessari skuggamynd, sem vissi allt. Hve hann liafði verið ldægilegur. Smáborgaraleg tryggð átti ekki \'ið einn af mestu mönnum Frakklands. Og sú silfur- bjarta með liæðnisleg, ögrandi augun, — væri það ekki eitthvað fyrir hæstráðanda að skemmta sér við? Napoleon reif bréfið í tætlur og fór að liátta i silkitjaldinu. 1 fjarska heyrðust dimm öskur eyðimerkurljónsins. óheppni lierforinginn frá Egyptalandi var kominn heim. Og París hyllti hann sem hetju. Hann var sólhrenndur og stuttklippt- ur, hakan skagaði fram eins og klettur, tennurnar voru mjög hvítar. Hann kom heim til að forða Frakklandi frá ósigri og til að skilja við hina ótrúu eiginkonu sína. Josépliine grét klukkustundum saman fyr- ir utan lokaðar svefnherbergisdyrriar. Hún vissi nú að hún elskaði hann, og hún var full örvinglunar. Framhald á bls. 36. Tcikning af Napoleoni ungum. 26. tbi. VIKAN 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.