Vikan


Vikan - 25.06.1970, Blaðsíða 44

Vikan - 25.06.1970, Blaðsíða 44
Krommenie Vinyl gólfdúkur og vinyl flísar með áföstu filti eða asbest undirlagi. Mýkri, áferðarfallegri, léttari í þrifum, endingarbetri. KYNNIÐ YÐUR ÞAÐ BEZTA Krommenie Gólfefni KLÆÐNING H.F., Laugavegi 164 LITAVER S.F., Grensásvegi 24 MALARINN H.F., Bankastræti. Grensásvegi 11 VEGGFÓÐRARINN H.F., Hverfisgötu 34 svo viss um sigur. Og hann grun- aði ekkert... Honum datt ekki í hug að þessi þögn meðal stuðn- ingsmanna Rússa, var aðeins logn undan stormi. — Gianni, sagði hún með veikri rödd, — ég get ekki farið með þér til Gmunden. Ég — ég er ekki vel frísk, ég var að hugsa um að fara í rúmið. Þá fyrst tók hann eftir því hve fölleit hún var. — Það er von- andi ekki neitt alvarlegt? hróp- aði hann, skelfingu lostinn. — Á ég ekki að ná í lækni? Milly sagði að það væri ekki neitt alvarlegt, það væri óþarfi að ná í lækni. — Það er bara verst, elskan mín, að ég verð að fara til Gmunden, , sagði Gianni. — Eng- lendingurinn, Wolsey lávarður, kemur þangað. Hann er svo hrif- in af Orth höllinni. Ef hann vill greiða sæmilegt verð fyrir hana, þá sel ég. Milly starði á hann. — Hvað ertu að segja? Ætlarðu að selja höllina? Hann yppti öxlum. — Já, hvað á ég að gera með hana? Það hef- ir ekki verið það vel farið með mig í föðurlandi mínu, að mig langi til að koma aftur ... Það er fullt af fallegum höllum við Svartahafið, sagði hann. — Ég verð að brenna allar brýr að baki mér, þegar ég fer úr landi. Þetta öryggi hans gagnvart framtíðinni, gerði Milly mátt- lausa. — Það er of snemmt að ákveða nokkuð ennþá, Gianni. Biddu heldur. Hann tók ekki viðvaranir hennar alvarlega. — Nei, það er ekki of snemmt, sagði hann hlæjandi. — í næstu viku fer ég til Sofíu, og þá verður allt kom- ið í lag. Eftir fjórar vikur ert þú orðin furstafrú í Búlgaríu. Hann famaði hana innilega að sér. — Og svo ferð þú beint í rúmið! Hennar keisaralega tign verður að vera frísk og ljómandi fögur, þegar hún heldur innreið sína í Sofin... Rétt eftir klukkan níu læddist Milly út úr húsinu. Loksins var hún þá komin það langt. Hún var klædd einfaldri, grárri kápu, m.eð dökkan klút á höfðinu. Það var ekki alveg komið myrkur, en bú- ið að kveikja á götuljósum. Hún leit hræðslulega í kringum sig, en enginn virtist taka eftir henni. Það var allt ósköp venjulegt. Hún flýtti sér að vagnstæði og tók vagninn sem stóð fremst. — Til „Lusthaus ivn Prater en akið ekki alveg að veitinga- húsinu ... Hún nefndi staðinn, sem Yvonne hafði talað um ... trjágöngin niður að Doná. Ökumaðurinn, sem var eldri maður með keisaraskegg, opnaði dyrnar. — Eins og þér óskið, frú. Vagninn hossaðist yfir brúna og út á þjóðveginn. Það var að verða aldimmt og flöktandi ljós- in frá. ljóskerum vagnsins lýstu svolítið fram á veginn. Loks heyrðist ekkert nema skrölltið í vagninum og hófadynurinn. Milly starði út um gluggann, hún átti æ erfiðara með að skilja hvað Yvonne átti við með bréfi sínu. Ef Yvonne hafði eitt^hvað áríðandi að segja henni, þvers- vegna gat hún þá ekki sagt henni það annarsstaðar. Og hversvegna varð hún að fara fótgangandi síð- asta spölinn? Það yrði aldrei hjá því komizt að einhver sæi hana! Milly skildi þetta ekki, en hún efaðist ekki um að Yvonne gerði þetta í einhverjum ákveðnum til- gangi. Loks nam vagninn staðar. Ökumaðurinn steig niður úr sæti sínu og opnaði dyrnar. — Þá er- um við komin, frú. Það var koldimmt. Nokkuð langt í burtu glitti í liósin í veit- ingahúsinu gegnum lauf trjánna. Milly fékk ökumanninum fimm gyllini. — Á ég að bíða, frú? — Nei takk. Ég veit ekki hve lengi ég verð að ljúka erindi mínu. Milly hugsaði að annað- hvort gæti hún ekið heim með Yvonne, eða fengið sér vagn. það voru alltaf einhveriir vagnar þarna, dag og nótt. í Lusthaus voru þessi frægu chambres sé- ■parées, og það var ekki óvemu- legt að ungar stúlkur vissu ekki nákvæmlega hve lengi þær dveldu þar, það gat oft verið alla nóttina. Ökumaðurinn stóð ennþá kyrr, dálítið óviss. — Ætti ég ekki að fylgja yður spölkorn? — Nei, þakka yður fyrir, það er ekki nauðsynlegt, ég rata. — Ég efast ekki um það, en það er varhugavert fyrir konur að vera einar á ferð. Meðan Hugo Schenk, sá djöfull, gengur laus. — Ég er ekki hrædd. Milly benti honum óþolinmóðlega að fara. Hún hafði annað að hugsa um, og kvennamorðinginn hélt sig örugglega ekki svona nálægt skemmtistöðum. — Ég get geng- ið þessi fáu skref ein, en þakka yður samt fyrir. — Jæja, þá verð ég að óska yð- ur góðrar skemmtunar. Hann hneigði sig og klifraði upp í sæti sitt. Milly gekk áfram, við reiðveg- inn. Loftið var kalt og rakt og Milly vafði kápunni fastar að sér. Loftið var skýjað, aðeins fáeinar stjörnur voru sjáanlegar og mánasigðin var á bak við ský. Milly hraðaði för sinni. Það var nokkuð draugalegt að vera þarna á ferð. • Langbylgja, miðbylgja, 2 stuttbylgjur, bílá og bátabylgja. • Bassa og diskanstillar • Kvarðaljós, aðgengilegt rafhlöðuhólf • Al transistora • Langdrægt og einstaklega hljómgott tæki • Viðarkassi • ÁRS ÁBYRGÐ Greiðsluskilmálar við allra hæfi. 2.500,— við móttöku, síðan 1000 kr. á mán. Einar Farestveit & Co Hf Bergstaðastr. 10A Sími 16995 Hún hafði gengið eina hundrað metra, þegar hún rak upp óp. Skuggaleg vera kom frá trjánum við vegbrúnina í áttina til henn- ar. Það var karlmaður. Milly varð lömuð af hræðslu, þegar hún nam staðar. — Verið ekki hrædd, ungfrú Stubel. Þér þekkið mig. — André Swedenborg. Andlit hans var í skugga, en hún þekkti röddina. Hann var svartklæddur með svarta húfu á höfðinu. — Ó, eruð það þér! Milly gat varla talað, henni fannst hjartað vera uppi í hálsi. — Þér gerðuð mig dauðhrædda ... — Mér þykir fyrir því. Hún heyrði á rödd hans að honum var skemmt. — Yvonne sendi mig til móts við yður, ég á að fylgja yð- ur til hennar. — Er hún í Lusthaus? — Já, hún bíður yðar þar í einu chambré séparée. En við verðum að fara bakdyramegin, ungfrú, svo enginn sjái yður. Þér eruð svo þekkt í Vín. — Hversvegna á ég að hitta ' hana í chambré séparée? spurði Milly undrandi. — Það er herramaður þar líka, herramaður frá Búlgaríu. — Jæja, ég skil. Skyndilega var henni allt ljóst. Þessvegna varð hún að fara til leyniher- bergis. Vegna mannsins frá Búl- garíu. Það létti mikið yfir henni. —Yvonne er alveg stórkostleg! Ég dáizt að hæfileikum hennar. — Já, hún er aðdáunarverð kona. Hann snerti handlegg hennar. — Við göngum í gegnum skóginn, sagði hann, — í boga kringum húsið. Milly gekk á eftir honum, fuli trúnaðartrausts. Þá lá samt ekkert á að taka á sig krók, húsið var svo langt i burtu, hugsaði hún. Þau fóru æ lengra inn í skóg- inn. Hann gekk á undan. Það var kolsvart myrkur. — Varið yður, þér getið hras- að, sagði hann. Miliy fylgdi honum fast eftir. Hún sá rétt móa fyrir honum, höfuðið og axlirnar. — Hvernig stendur á því að þér þekkið yður övo vel hér? spurði hún. — Ég hefi farið hingað einu sinni áður, sagði hann, — en það var um miðjan dag. Yvonne heimtaði það. Milly hló. — Hún er eins og herráðsforingi! Svo spurði hún: — Vitið þér hvað þessi Búlgari heitir? — Eitthvað sem endar á ... off. — Það heita þeir allir. — Hann er víst nokkuð hátt settur. — Getur það verið Stambuloff, forsætisráðherrann? Milly fékk ekki svar. Hún sá að armur hans hreyfðist á skuegalegan hátt. eins og hann væri að fara í vasana, og hún heyrði málmhlióð . . . Framhald í næsta blaði. 44 VIKAN 26-tbI-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.