Vikan


Vikan - 25.06.1970, Blaðsíða 8

Vikan - 25.06.1970, Blaðsíða 8
i L” REYMI i Eyrarrósir og spegilskrift Kæri draumráðandi! Mig langar til að biðja þig að ráða þennan draum fyrir mig, ef það er þá eitthvað að marka hann. Þetta er ekki aprílgabb, þótt það sé skrifað 1. apríl. Draumurinn er svona: Ég var stödd við bratta brekku niður við á, sem er heima. Mér verður litið upp í brekkuna og sé, að hún er rauð af eyrarrós- um. Ég dáðist að því, hve brekk- an væri falleg svona blómskrúð- ug. Ég vissi það í draumnum, að það hafa aldrei verið eyrarrósir í þessari brekku. Allt í einu er ég komin upp í brekkuna. Ég stend þar á mel, og finnst mér skyndilega vera kominn til mín strákur á bíl. (Ég ætla að taka það fram, að ég þekki þennan strák allvel, en ég er ekki hrifin af honum.) Næst man ég það úr draumnum, að strákurinn ekur burt og vissi ég, að hann fór, af því að við höfðum rifizt. Ég tók það nærri mér. Þegar strákurinn var farinn, var systir mín allt í einu komin og skrifaði nafnið hans á blað á venjulegan hátt, þar neðanvið eitthvað með spegilskrift og síðan eitthvað með venjulegri skrift aftur og loks enn eitthvað með spegilskrift. Mig minnir, að hún skrifaði með vinstri hendinni, að minnsta kosti spegilskriftina. Mér fannst það ekkert undarlegt, þótt hún skrifi aldrei með vinstri hend- inni. Þar með var draumurinn bú- inn. Ég vona, að þú getir ráðið hann fyrir mig. R. Rós í draumi getur ekkert tákn- aff nema lán í ástum og er því meira en líklegt, aff þú hittir á næstunni mann, sem þú verður alvarlega ástí'angin af. En þar meff er ekki björninn unninn og þrátt fyrir ástavsæluna, fylgja þessu ýmis óþægindi. Sérstak- lega kemur þar viff sögu strák- urinn, sem kom upp í brekkuna til þín á bílnum og fór þaffan eftir skamma viffdvöl og rifrildi ykkar á milli. Eitthvaff munu affrir ættingjar þínir blandast í máliff, sérstaklega systir þín, og verffa sumir mótfallnir þessu nýja ævintýri þínu. En þú læt- ur auffvitaff ekki þinn hlut, svo að allt ætti aff fara vel. Gult og grænt Kæri draumráðandi! Ég hef aldrei áður beðið þig um að ráða draum fyrir mig, en mig hefur oft langað til þess, og læt ég það þess vegna eftir mér nú, en hér kemur draum- urinn: Mig dreymdi að ég ætti að fara að gifta mig strák, sem ég er ofsalega hrifin af. Og stelpa sem ég kannast við átti líka að fara að giftast öðrum strák í sömu kirkju og á sama tíma og við. Svo finnst mér að við séum öll stödd heima hjá mér í stof- unni og gullsmiður komi til okk- ar með hringi, hvert okkar fékk tvo hringi, einn trúlofunarhring og einn giftingarhring. Hring- arnir sem ég fékk voru báðir með stórum grænum steini og sömuleiðis hringar stráksins sem ég átti að giftast, en hin stelp- an og strákurinn fengu alveg eins hringi, nema steinarnir hjá þeim voru gulir. Síðan man ég ekki meir, fyrr en ég og strák- urinn sem ég átti að giftast vor- um aftur stödd í stofunni heima ásamt foreldrum mínum og kunningja föður míns. Þá upp- götvuðum við, að það væri allt of snemmt fyrir okkur að gift- ast svona fljótt, því við værum ekki búin að klára skólann. Ég er ekki nema 15 ára og hann 17 ára, og hann lofaði að bíða eftir mér þar til ég yrði 19 ára. Síðan varð draumurinn ekki lengri. Kæri draumaráðandi, ég von- ast til að þú viljir vera svo elskulegur að ráða þennan draum fyrir mig sem allra fyrst. Með fyrirfram þökk fyrir birt- inguna. Ranna. Grænt er litur frjósemi og tryggðar, svo aff eftir því aff dæma ætti draumurinn aff ræt- ast og æska þín ekki að verffa neinn Þrándur í Götu. Samband ykkar mun því líklega verffa lífsseigara en nokkurn grunar nú. Offru máli gegnir með vin- konu þína. Gult er litur fals og sviksemi, svo aff viff spáum því, aff samband hennar viff sinn strák vari ekki lengi. í UMSJÖN ÓLAFS BRYNJÖLFSSONAR Þegar þetta er skrifað hafa mér nýlega borist þær fréttir að hing- að sé væntanlegt vestur-þýzka knattspyrnuliðið Speldorf, frá borginni Múlheim í Ruhrhérað- inu og um það leyti sem blaðið berst til lesenda ættu þeir að leika sinn fyrsta leik hér. Munu þeir alls keppa fjóra leiki, þrjá í Reykjavík, gegn úrvalsliði K.S.Í., Knattspyrnufélaginu Þrótti, en í boði þeirra er liðið hér og íslandsmeisturunum frá Keflavík. Þá fer liðið og til Akureyrar og leikur þar einn leik gegn bikarmeisturunum frá því í fyrra, íþróttabandalagi Akureyrar. Speldorf hefur á að skipa fjöl- mörgum ágætum leikmönnum, þó ekki séu nöfn þeirra þekkt hér 'á landi. Til dæmis hefur fyrir- liði liðsins, hinn þrjátíu og fjög- urra ára gamli Theo Klöckner þrisvar sinnum leikið með þýzka landsliðinu. Klöckner lék áður með Schwarz-Weiss, sem hér keppti fyrir nokkrum árum í boði Keflvíkinga, einnig var hann áður leikmaður með hinu þekkta félagi Werder Bremen, en msð þeim varð hann bæði þýzkur bikar- og deildarmeist- ari. ^ Giinther Koglin, hann er talinn með efnilegri bakvörðum Þýzkalands í dag. Af yngri leikmönnum félags- ins hefur hinn tuttugu og þriggja ára gamli bakvörður, Gunther Koglin verið talinn efnilegastur og er honum spáð glæsilegri framtíð á knattspyrnusviðinu. Eflaust munu margir nota tækifærið og sjá leiki liðsins hér, en heldur hefur verið hljótt um knattspyrnuna undanfarið vegna sífelldra frestana sökum verk- fallanna, sem hér geysuðu á dög- unum. Þá mun mönnum og leika forvitni á að sjá Þjóðverjana keppa, minnugir þess að þýzka landsliðið stóð sig mjög vel í heimsmeistarakeppninni í Mexi- co, sem nú er nýlokið. Nafnið Speldorf lætur trúlega eldri knattspyrnuáhugamönnum kunnuglega í eyrum, því ár- ið 1939 kom hingað til lands fyrrum markvörður félagsins, Fritz Buchloh og er hann einnig með í ferðinni nú. Hafði hann um árabil verið með beztu mark- vörðum Þýzkalands og leikið sautján landsleiki, m.a. í heims- meistarakeppnunum árin 1934 og 1938 og þá hafði hann og tekið þátt í Olympíuleikunum í Berlín árið 1936. Vakti vera hans hér mikla og verðskuldaða athygli og fékk Vikan hann meðal annars til að skrifa nokkrar greinar um knatt- spyrnu í blaðið. Þessar greinar eru mjög skemmtilegar aflestrar. Höfund- urinn fléttar saman á skemmti- legan hátt sögu knattspyrnunnar og ýmsum tæknilegum fróðleik. í fyrsta blaðinu skrifar hann ein- göngu um markvörðinn og voru teknar myndir af Buchloh í markinu á Melavellinum til nán- ari skýringar á efninu. Er auð-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.