Vikan


Vikan - 25.06.1970, Blaðsíða 37

Vikan - 25.06.1970, Blaðsíða 37
Jersey er létt, mjúkt, það og eykur hreyfingarírelsi. þess eru góð kaup í jersey. VOGUE BÝÐUR ÞVÍ: Tricelon-jersey frá kr. 271. Terylene-jersey frá kr. 583 Terylene/bómullar-jersey Allt straufrí efni Einnig ullar-jersey Fjöldi lita og mynstra Beitið ímyndunaraflinu Óskið, látið yður dreyma Veljið yður stíl og línu: Sumarkjóla og kápusett? Stuttar mjaðmabuxur? Langur hálsklútur? Samfestingur, með stuttum skálmum? Skyrta eða blússa? Hettukjóll? Buxnadragt? Miniblússa? Sumardragt? Kát svunta? Sniðið, efnið og tilleggið bjóðum við. andar Auk LANGAR MJ Ú KAR LINUR Allt til sauma. Veljið í J fána í kross, herklæði og brynj- ur, lárviðarsveiga og spjót. Augnaráð hennar hvarflaði á- fram um herbergið og beindist að dýrindis ljósakrónu, gler- strendingarnir glitruðu og glóðu. Hún líktist körfu í laginu og minnti á vöggu, glitrandi vöggu fyrir keisarabarn. Loksins núna var hún næstum viss. Það var liðinn hálfur mánuður fram yf- ir tímann. Og það var alls ekki óvenjulegt, að kona eldri en fjörutíu og þriggja ára fæddi barn. Hún þekkti nokkrar, sem höfðu eignazt barn á þeim aldri. Og Babette hafði talað um fimm tíu og eins árs gamla konu, sem hafði borið í heiminn stálhraust- an og fjörugan lítinn strák. — Guð minn góður. Joséphine fórnaði höndum, og Roland féll niður á rautt Sa- vonniere-teppið. — Almáttugur guð á himnum og heilög María guðsmóðir, lát- ið það vera satt að þessu sinni. Það er svo mikilvægt fyrir mig að eignast son. Það er svo hræði- lega mikilvægt fyrir mig og fyr- ir Napoleon og fyrir Frakkland. Joséphine grúfði haganlega gerða andlitsgrímuna sína í koddana, og tvö tár hrundu nið- ur flauelskinnarnar. — Þú veizt ekki hve mikið ég hef grátið, heilaga móðir. Og maður verður svo ljótur af tár- um. Þú veizt ekki, hvernig ég hef legið hér og læst tönnum í koddann minn nótt eftir nótt. Þú veizt ekki hvernig mig hef- ur dreymt, heilaga María. Mig hefur dreymt um prins fyrir Frakkland, verðandi drottnara, hygginn og góðan. Joséphine beit sig í neðri vör- ina, og tárin mynduðu rákir í listaverkið, sem hún hafði gert úr andliti sínu. — Fyrirgefðu mér lygina, heilaga móðir. Ég óska mér einskis prins. Ég óska mér að- eins lítils drengs, sem getur tengt manninn minn við mig um aldur og ævi með hlátri sínum. Ég óska mér lítils sonar, svo að ég geti elzt með sóma; lítils drengs, sem afmáir allar syndir mínar. Ef maður er hamingju- söm móðir, gerir ekkert til, þó að maður hafi hrukkur. Þá sér maðurinn minn ekki, að ég eld- ist. Þá gerir ekkert til þótt ég verði einu ári eldri á hverju ári. Sonur minn mun standa á verði milli mín og beiskju ævi- kvöldsins. Ó, látið það vera satt að þessu sinni. Þá var barið að dyrum. Þrjú föst högg. Og eins og hún var útlítandi! Hún slökkti óðar öll ljósin nema eitt. — Kom inn, sagði keisara- drottningin. Þjónn hneigði sig i dyrunum. — Hans hátign biður að heilsa og segir, að mikilvæg mál- efni ríkisins muni halda honum á fótum til klukkan tvö! — Þakkir. Skilið kveðju til manns míns og segið, að við hitt- umst í fyrramálið við morgun- verðarborðið. — Mikilvæg málefni ríkisins? Joséphine kveikti ljósin við snyrtiborðið. Nú gæti hún eins vel skafið af sér alla grímuna. Hvaða mikilvæg málefni ríkisins gátu þetta verið, eða hvað? Hún dýfði baðmullarhnoðra í olíu og strauk andlitið með hon- um. Hver gat það verið? Eða var virkilega aðeins um skjalahlaða að ræða? Joséphine þurrkaði olí- una og skreytingarnar af andlit- inu með vasaklút. Það voru þrjár vikur síðan hann hafði verið hjá henni síðast. Og hvað hafði hún ekki sagt, síðast þeg- ar hún var hérna úti, hún Leti- zia tengdamóðir, meðan hún hámaði í sig marsipan og súkku- laði og betlaði af henni tvo rok- okkostóla? — Hinn hættulegi aldur karl- manna kemur, þegar konurnar hafa unnið bug á sínum.... hafði hún sagt, og litlu, svörtu augun gneistuðu. — Ef maður elur þeim ekki börn í einum rykk, hafði Letizia sagt og stungið upp í sig kandíssykruðu fjólublaði. Því að þá ná þeir ekki annað en að ala önn fyrir barna- hópnum. Joséphine fleygði olíuflöskunni á gólfið. Hvílíkar skepnur voru þau, þesSi Bonaparte-ætt. Hún hafði þó eignazt barn áður. Það gat líka gjarnan verið sök Na- poleons sjálfs! Keisaradrottningin reis upp. Hún ætlaði að tala við mann sinn á stundinni. Hrein í andliti og án farða ætlaði hún að segja manni sínum að hú ætti von á barni. Þá myndu þeir vissulega læra að halda sér saman, þessir svarteygðu Korsíkumenn. Þá hafði hún Napoleon á sínu bandi, og guð hjálpi þeim þá! Hún læddist eftir kyrrlátum göngum Malamaison. Hljóðlaust á mjúkum teppum. Hún var þunguð kona. Og frammi fyrir slíkri staðreynd mundi Napoleon áreiðanlega ýta öllum ríkismál- efnum til hliðar. Nú skyldu þeir fá að sjá, þessar Bonaparte-kon- ur, sem fæddu börn álíka ört og hæna verpir eggjum! Sigri hrósandi opnaði hún dyrnar að vinnuherbergi Napo- leons. Barnshafandi keisara- drottning þurfti ekki að berja að dyrum. Það var dimmt og 26. tbi. VIKAN 37

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.